Tom Cruise kærður

Handritshöfundurinn Timothy Patrick McLanahan hefur kært Tom Cruise og framleiðslufyrirtækið Paramount fyrir að nota handritið sitt í leyfisleysi fyrir kvikmyndina Mission: Impossible – Ghost Protocol. Handritið var gert árið 1998 og sent til umboðsmanns í Hollwyood. McLanahan fékk þau svör að handritið kæmi að engum notum. Meira en áratug síðar fór McLanahan á kvikmyndina Ghost […]

Mission: Impossible 5 frumsýnd á jóladag

Frumsýningardagur hefur verið ákveðinn fyrir fimmtu Mission: Impossible-myndina. Hún verður frumsýnd á jóladag árið 2015, einni viku á eftir Star Wars: Episode VII. Lítið er vitað um þessa nýjustu Mission-mynd, nema hvað að leikstjóri verður Christopher McQuarrie. Hann kom að handritsgerð fjórðu myndarinnar og leikstýrði Tom Cruise í Jack Reacher. Handritshöfundur verður Drew Pearce sem […]

Disney neglir niður frumsýningardaga

Við sögðum frá því um daginn að búið væri að ráða handritshöfund fimmtu Pirates of the Caribbean-myndarinnar. Núna er búið að negla niður frumsýningardag vestanhafs, eða 10. júlí 2015. Disney hefur tilkynnt um fleiri spennandi frumsýningardaga. The Muppets 2 með Ricky Gervais í aðalhlutverki kemur út 21. mars 2014 og Maleficent, með Angelinu Jolie, hefur […]

Ný Stikla, Mission: Impossible – Ghost Protocol

Mission: Impossible – Ghost Protocol er væntanleg eftir tvo mánuði, og lokastikla myndarinnar var að detta á netið. Þetta er fjórða myndin í seríunni, og eins og allir vita snýr Tom Cruise aftur í hlutverk Ethan Hunt. Ving Rhames og Simon Pegg snúa einnig aftur, og við bætast Jeremy Renner, Tom Wilkinson, Paula Patton og […]

Brad Bird vill aðra Incredibles mynd

Í enda ársins kemur út fjórða Mission Impossible myndin, Ghost Protocol, en hún markar fyrsta skiptið sem að leikstjórinn Brad Bird leikstýrir kvikmynd utan seilingar Pixar eða Disney. Að mati margra er stærsta afrek hans til þessa Pixar-myndin frá árinu 2004, The Incredibles, og hefur fólk grátbeðið um framhald síðan. Maðurinn var nýlega í viðtali […]

Renner í rallý

Kvikmyndaleikarinn Jeremy Renner hefur nú bætt á sig einu verkefninu til, og hefur samþykkt að leika í myndinni Slingshot, kappakstursmynd sem hann mun bæði leika í og framleiða. Myndin er sannsöguleg og segir sögu Bill Caswell, sem hætti í góðu starfi í fjárfestingabanka, keypti sér 500 dala BMW bifreið og græjaði hana upp til að […]

Gemma verður Gréta: 15 árum síðar

Kvikmyndaleikkonan Gemma Arterton, sem þekkt er fyrir leik sinn m.a. í Prince of Persia og Clash of the Titans, hefur tekið að sér hlutverk Grétu í mynd sem gera á eftir hinu kunna Grimms ævintýri, Hans og Grétu. Fyrirfram var talið að Karlar sem hata konur leikkonan Noomi Rapace myndi fá hlutverkið, en hvort sem […]

Myndir af tökustað Mission Impossible Ghost Protocol

Tökur á spennumyndinni Mission Impossible Ghost Protocol standa nú sem hæst, og birti vefsíðan Comingsoon.net nýjar myndir af tökustað á vef sínum í dag. Á myndunum sjást m.a. leikstjórinn Brad Bird og leikararnir Tom Cruise, Simon Pegg og Paula Patton, á tökustað í Vancouver í Kanada í gær, mánudag. Myndin er framleidd af J.J. Abrams, […]

Jeremy Renner tekur við Mission: Impossible

Jeremy Renner, sem tilnefndur var til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í The Hurt Locker, hefur nú staðfest að hann muni taka við taumunum á Mission: Impossible kvikmyndaseríunni. Renner, sem vinnur nú hart að tökum á fjórðu Mission: Impossible myndinni, sagði við MTV á dögunum, „Það er hugsunin. Ég get að vísu ekki séð fram í […]