Tom Cruise kærður

Mission_Impossible_4_03Handritshöfundurinn Timothy Patrick McLanahan hefur kært Tom Cruise og framleiðslufyrirtækið Paramount fyrir að nota handritið sitt í leyfisleysi fyrir kvikmyndina Mission: Impossible – Ghost Protocol.

Handritið var gert árið 1998 og sent til umboðsmanns í Hollwyood. McLanahan fékk þau svör að handritið kæmi að engum notum. Meira en áratug síðar fór McLanahan á kvikmyndina Ghost Protocol í bíó og sá þar handritið sitt ljóslifandi á hvíta tjaldinu.

Í kærunni kemur fram að umboðsmaðurinn hafi sent handritið til Tom Cruise og að hann hafi síðar meir sýnt framleiðendum það, í kjölfarið var svo farið í gerð myndarinnar. McLanahan heimtar milljarð dala í skaðabætur. Lögmaður Tom Cruise hefur vísað kærunni frá og segir í yfirlýsingu að Cruise hafi aldrei stolið neinu frá neinum.