Rudd sem Ant Man?

paul-rudd-is-ant-manMarvel er búið að finna leikara í næstu ofurhetjumynd sína, myndina um mauramanninn, Ant Man. Variety greinir frá því að Paul Rudd, sem þekktur er úr Anchorman 1 og 2, og Prince Avalanche og fleiri myndum, eigi nú í viðræðum við fyrirtækið.

Rudd var, ásamt Joseph Gordon Levitt, talinn líklegastur til að hreppa hlutverkið.

Edgar Wright leikstýrir Ant Man.

Í teiknimyndasögunum þá er Ant Man hliðarsjálf Henry Pym, snjalls vísinamanns sem fann upp efni sem gerði honum kleift að breyta lögun sinni og eiga samskipti við skordýr.