Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Anchorman: The Legend of Ron Burgundy 2004

Justwatch

Frumsýnd: 17. september 2004

They bring you the news so you don't have to get it yourself.

94 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 66% Critics
The Movies database einkunn 63
/100
Will Ferrell var tilnefndur til MTV verðlauna fyrir leik sinn og þeir Will Ferrell, Paul Rudd, Steve Carell og David Koechner tilnefndir sem besta teymi í bíómynd.

Ron Burgundy er aðal fréttaþulur á sjónvarpsstöð í San Diego í Bandaríkjunum, á áttunda áratug síðustu aldar. Þegar feminismi heldur innreið sína á fréttastofuna, í formi hinnar metnaðarfullu fréttakonu Veronica Corningstone, þá ákveður Ron í fyrstu að spila með, svo lengi sem Veronica þekki sín takmörk og fjalli um "kvenleg" málefni eins og kattatískusýningar... Lesa meira

Ron Burgundy er aðal fréttaþulur á sjónvarpsstöð í San Diego í Bandaríkjunum, á áttunda áratug síðustu aldar. Þegar feminismi heldur innreið sína á fréttastofuna, í formi hinnar metnaðarfullu fréttakonu Veronica Corningstone, þá ákveður Ron í fyrstu að spila með, svo lengi sem Veronica þekki sín takmörk og fjalli um "kvenleg" málefni eins og kattatískusýningar og eldamennsku. En þegar Veronica neitar að sætta sig við að vera bara til skrauts og vill fá sæti á bakvið borð fréttaþulanna, þá er meira í vændum heldur en átök á milli tveggja fréttaþula með frábæra hárgreiðslu... þetta er stríðsyfirlýsing. ... minna

Aðalleikarar


Ég er búinn að komast að þeirri niðurstöðu að Anchorman er ein besta grínmynd allra tíma. Will Farrell getur verið pirrandi en sem Ron Burgundy er hann endalaust fyndinn. Myndin er fyrst og fremst vel skrifuð. Hún gerist á 8. áratugnum og gerir grín af þeim karlaheimi sem var oft ríkjandi á vinnustðum (var segi ég). Christina Applegate er mjög góð sem konan í karlaheiminum og í aukahlutverkum eru snillingar eins og Paul Rudd og Steve Carrell. Ég veit að það eru allir búnir að sjá þessa mynd svo ég þarf ekki að mæla með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin Anchorman er snilld allra tíma leikararnir eru brilliant sérstaklega Will Ferrel(Old School) sem toppar allt. þetta er mynd sem þiv verðið að sjá ég enurtek ÞIÐ VERÐI AÐ SJÁ ÞESSA.......... Óg ég mæli rosa rosa mikið með þessari mynd KÍKIÐ Á ÞESSA OG ÞAÐ ER SKIPUN.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Anchorman er svosem ágætis mynd en ég verð að segja að ef Steve Carell hefði ekki verið þarna til að halda myndinni uppi sem veðurfréttamaðurinn þá hefði hún verið nánast misheppnuð. Brandarar hans standa langt uppúr og hinir (fyrir utan Will Ferrell) eru eiginlega bara rétt yfir meðallagi. Það sem hjálpar mikið uppá myndina að gera eru öll gestahlutverkin m.a. Vince Vaughn sem setja sinn svip á myndina. Húmorinn er svo sannarlega algjör þvæla en ef einhver getur leikið aðalhlutverkið í svoleiðis mynd er það Ferrell og hann gerir það ágætlega hér.

Eiginlega ekki þess virði að leigja hana sem nýja, best að sjá hana seinna sem gamla eða bara í sjónvarpinu.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hvað get eg annað en sagt um að þessi mynd se snlld pjur snilld gaurinn sme liekur aðalleikaran er mjög goður að leika i þessari þessi leikari kann lika ða leika.i þessari mynd er mjög goður humor sonna eginlega bull humor eg gef þessari mynd 4 sstjörnur og mæli með þvi ða allir sjái hana takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin fjallar um Ron Burgendy(Will Ferrell) sem að er frægur fréttamaður sem að fer með fréttirnar í San Diego. Þegar að hann fær keppinaut til liðs við Channel 4, Veronicu(Christina Applegate), þá mun allt breytast og Ron þarf að berjast fyrir því að vera fréttamaður í stað hennar. Og þá byrjar ballið. Þegar maður er að fara að horfa á mynd sem að er með Will Farrell í henni, þá má maður alveg búast við fyndinni mynd og svolítið bull söguþræði. Sem er einmitt það sem að þessi mynd er með. Hún er mjög fyndin og með alveg fáránlegum söguþræði sem virkar samt. Handritið að myndinni er virkilega fyndið, húmorinn er mjög góður. Þó að helstu leikarar myndarinnar eru góðir í sínum hlutverkum, þá er það samt persóna í aukahlutverki sem að stelur senunni í myndinni með brilliant frammistöðu. Og auðvitað er ég að tala um gaurinn sem að leikur Brick. Hann á allar fyndnustu momentin í myndinni og er alveg hrikalega fyndinn í myndinni. Mynd sem ég mæli með að þið sjáið sem fljótast. Topp gamanmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

20.02.2013

Rudd fór í brunninn skóg

Hollywood leikarinn Paul Rudd segist hafa verið spenntur fyrir þeirri hugmynd að fara í brunninn skóg til að taka bíómyndina Prince Avalanche, sem er endurgerð á íslensku myndinni Á annan veg eftir Hafstein G. Sigurðsson: Prince Avalanch...

16.12.2013

Frumsýning: Anchorman 2

Sambíóin frumsýna gamanmyndina Anchorman 2: The Legend Continues á föstudaginn næsta þann 20. desember. "Ron Burgundy er mættur aftur í jólagrínmyndinni í ár, ANCHORMAN 2. Frábær grínmynd með heilum haug af st...

01.12.2013

Alvöru fréttir hjá Ron Burgundy

Sjónvarpsáhorfendur í Bismarck í Norður Dakota í Bandaríkjunum fengu óvæntan glaðning í gær þegar enginn annar er flottasti sjónvarpsþulur í sjónvarpssögunni, Ron Burgundy, úr kvikmyndinni Anchorman 2, las alvöru fréttir ásamt fréttaþul stöðvarinnar. Atvikið ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn