Fyrsta myndin úr Ant-Man

Leikarinn Paul Rudd, sem þekktur er úr Anchorman-myndunum og I Love You Man mun leika Scott Lang í ofurhetjumyndinni Ant-Man sem er væntanleg í júlí á næsta ári. Fyrsta myndin af Rudd í hlutverkinu var birt í dag þar sem hann stendur íhugull við Golden Gate-brúnna í San Fransisco.

paulrudd

Lang kom fyrst fram í myndasögu frá Marvel árið 1979 og var önnur persónan sem notaðist við ofurhetjunafnið Ant-Man. Vísindamaðurinn Hank Pym var fyrstur í röðinni til þess að notast við nafnið og mun leikarinn Michael Douglas fara með hlutverk hans í myndinni.

Með önnur hlutverk í myndinni fara David Dastmalchian, Evangeline Lilly og Corey Stoll. Myndinni er leikstýrt af Peyton Reed sem áður hefur leikstýrt myndum á borð við Yes ManThe Break-Up og Down With Love.