Ant-Man kitla fyrir menn!

12 - Ant-ManMarvel kvikmyndafyrirtækið hefur bætt um betur og setti nú í dag kitlu á netið sem mannsaugað getur greint, en í gær settu þeir ofur-litla kitlu á netið, sem enginn gat horft á nema í gegnum smásjá!

Í kitlunni sjáum við Ant-Man sjálfan, Paul Rudd, með plástur á enni, labba í fylgd lögreglumanna og svo myndir af leikurunum Evangeline Lilly og Corey Stoll,  nokkrar bardagasenur, og svo textinn: Something Big Arrives.

Stikla í fullri lengd kemur á þriðjudaginn næsta, eins og við sögðum frá í gær.