Ofurmaurinn fær Matt

Búið er að ráða illmenni í ofurhetjumyndina Ant-Man, en það er leikarinn Matt Gerald. Ekki er vitað hvert hlutverkið verður, Deadline vefsíðan segir aðeins að um hlutverk þorpara sé að ræða.

Matt-Gerald-in-Marvel-One-Shot-All-Hail-the-King-550x287

Gerald hefur leikið í myndum eins og Terminator 3: Rise of the Machines, Avatar, G.I. Joe: Retaliation og Escape Plan. Næsta mynd hans er spennutryllirinn Solace með Colin Farrell og Anthony Hopkins í aðalhlutverkum.

Aðrir leikarar í Ant-Man eru Maurinn sjálfur, Paul Rudd, ásamt Michael Douglas, Envangeline Lilly, Michael Pena og Patrick Wilson.

Leikstjóri er Edgar Wright.

Myndin kemur í bíó 17. júlí á næsta ári, 2015.