Náðu í appið
Bönnuð innan 7 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Yes Man 2008

Frumsýnd: 26. desember 2008

Eitt orð getur breytt öllu

104 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 46% Critics
The Movies database einkunn 46
/100

Carl (Jim Carrey) er ósáttur við hversu mikið líf hans hefur staðnað undanfarin ár og ákveður að fara á sjálfshjálparnámskeið þar sem honum er kennt að segja já við öllu því sem hann er beðinn um. Hann uppgötvar þó fljótt að vilji hans til að taka á móti hverju einasta tækifæri í lífinu með opnum örmum gæti verið of mikið af hinu góða.

Aðalleikarar

Jim Carrey segir aðeins JÁ !
Carl (Jim Carrey) skildi fyrir þremur árum við konuna sína Stephanie (Molly Sims) og eftir það þá breyttist Carl og varð neikvæðari og fann afsökun fyrir því koma ekki með að gera eitthvað. með henni. Einn dag þegar Carl er í matartíma í vinnunni sem bankamaður þá hittir hann gamlan vin sinn Nick (John Michael Higgins) og Nick hann kynnir fyrir Carl fyrirlesturinn "Yes" sem Terrence (Terence Stamp) er að halda. Svo þegar Carl mætir svo á þennan fyrirlestur þá nær Terrence að heilaþvo Carl og Carl mun segja já við öllu. Þegar Carl pick-ar upp "The Homeless Guy" (Brent Briscoe) þá loks áttar Carl sig á því að, að segja já þá færðu gott á móti svo hann kynntist stelpunni Allison (Zooey Deschanel) þökk sé "The Homeless Guy" svo fara Carl og Allison að hittast oftar og byrja að deita svo fara þau í ferðalög og læra fullt af hlutum því Carl þarf að segja já annars gerist eitthvað vont við hann.

Yes Man er svona týpísk Jim Carrey mynd því hann er með þennann karakter sem er alltaf að lenda í svona hlutum. Yes Man er í anda Liar Liar, afhverju ? Því í Yes Man þá þarf Jim Carrey að segja já við öllu en í Liar Liar þá fær hann álög og getur bara sagt sannleikann. Persónulega séð þá fynnst mér Yes Man vera miklu betri en Liar Liar svo er Yes Man með slatta af góðum bröndum og með suddarlega góðan humor, þau sem standa á bak við Yes Man eru svo sannanlega með humor annað en Jason Friedberg og Aaron Seltzer því þeir kunna ekki að gera eitthvað fyndið, þeir eru að skíta uppá bak annað en Peyton Reed hann hefur nú allavegana humor.


Þrátt fyrir háan aldur á Jim Carrey þá nær hann samt að vera alveg rosalega fyndinn á köflum og líka skemmtilegur þó að maður fari ekki að hlæja þá er alls ekki leiðinlegt að horfa á Jim Carrey í mynd því hann tekur alla athyglina hjá manni og skilar henni ekkert aftur, þannig að Jim Carrey er samt byrjaður að slakna aðeins niður en það er bara eðlilegt.

Jim Carrey er fastur í sínum hlutverkum því hann hefur verið að leika annsi oft svipuð hlutverk nema ekki á sama stað né sama tíma annars eru þeir flestir mjög líkir. Tökum dæmi: Liar Liar þá er hann með álög, Bruce Almighty þá leysir hann Guð af og svo The Mask þá er hann annar maður, öll þessi hlutverk byggjast á sama grundvalla atriðum, þá er Carrey eitthver maður og svo þarf hann að breyta sér og verða einhver annar en hann var upprunalega svo þá kemur mynd með mismunandi söguþræði. Ef við bætum smá heimsspeki í þetta þá er þessi hlutverk ekkert ósvipuð, þannig segi ég að hann er oft með svipuð hlutverk.

Einkunn: 7/10 - Hressandi, fyndin og vel heppnuð grínmynd með Jim Carrey sem segir JÁ ! við bókstaflega öllu. Þrátt fyrir smá galla með Carreys feril þá er þetta þrusu mynd og ég hvet alla til að horfa á hana

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þá er Jón Karrý mættur á svæðið aftur í grínhlutverkið. Hann fór út í smá tilraunamennsku á tímabili með misjöfnum árangri. Það voru góðar myndir eins Eternal Sunshine of the Spotless Mind og The Majestic Svo voru slæmar eins og Thirteen og A Series of Unfortunate Events. Hann gerði auðvitað hina la la Bruce Almighty og hina nokkuð góða Fun With Dick and Jane. Hvorugar náðu þó að snerta eðal grínmyndir eins og Ace Ventura, Dumb and Dumber og Me Myself and Irene. Carrey hefur alltaf verið súpertalent með stórutánna í meðalmennskunni. Myndir á borð við The Mask og Liar Liar voru ekkert án hans og það sama má segja um Yes Man.

Í myndinni leikur Carrey mann sem hefur látið neikvæðni eyðileggja líf sitt. Hann ákveður að snúa blaðinu við og svara aldrei nei aftur, alltaf JÁ við öllum beiðnum. Eðilega breytir þetta lífi hans og sumt af því er mjög fyrirsjáanlegt. Handritið er ekki mjög djúpt en brandararnir eru fyndnir og Carrey fær tækifæri til að sýna goofy hliðina á sér sem er auðvitað það sem við viljum frá honum. Þessi mynd er skemmtileg en alls ekki eftirminnileg. Það eru nokkrir dagar síðan ég sá hana og ég er næstum búinn að gleyma henni. Ég man samt að hún var fyndin. Carrey hefur það ennþá en hann vantar gott handrit og menn með húmor eins og Farelli bræður eða jafnvel Coen bræður. Vonandi á hann eitt meistarastykki inni.

"Yes, I would like to learn Korean."
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gamanmynd, já. Grínmynd, nei.
Myndin fjallar um Carl (Jim Carrey) sem er neikvæður við alla og útilokar sig frá heiminum þangað til hann fer á námskeið með æskuvini sínum og tekur ,,samningi'' að segja já við allt. Allt. Hann hittir stelpu fyrsta kvöldið eftir það og úr því verður ástarsaga.

Myndin er ætluð að vera meira grínmynd en hún er frekar svona hlutlaus mynd með húmor, ást og mjög lítið af drama. Jim Carrey dregur upp húmorinn og Zooey ástina og kærleikann í myndinni. Þau leika bæði vel en besti aukaleikari er Bradley Cooper sem vinur hans og fjölskyldumaður. Þetta er líka fyrsta grínmyndin hans eða allavega eftir langt skeið.

7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hlægileg með góðan boðskap
Yes Man er svona dæmigerð Jim Carrey mynd. Þetta er svipuð formúla og Liar Liar þar sem einskonar álög leggjast yfir aðalpersónuna. Munurinn er þó sá að í Liar Liar eru álögin yfirnáttúruleg en í Yes Man sjálfsköpuð eftir sjálfshjálparnámskeið.
Það er fullt af fínum bröndurum í myndinni og Carrey á fína spretti sem og einstaka meðleikarar, svo sem súpernördinn hinn ástralski yfirmaður hans í bankanum og "skrýtna" kærastan.
En án þess að fara út í frekari smáatriði, þá var það sem upp úr stendur eftir að ljósin voru kveikt í salnum, að þetta er mynd sem er oft mjög hlægileg og með góðan boðskap. Ég er ekki frá því að margir hafi einmitt hugsað; hvað ætli gerðist í mínu lífi ef ég prófaði að segja já við öllum tækifærum sem mér byðust...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Já og nei
Það var nú löngu kominn tími á það að Jim Carrey færi að henda sér aftur út í kjánagrínið. Maðurinn hefur ekki leikið í gamanmynd síðan Fun with Dick and Jane en ekki verið almennilega fyndinn síðan Bruce Almighty. Fimm ár síðan! (Ég tel ekki Horton Hears a Who með).

Yes Man er þrælfín, en ekkert alltof eftirminnileg, endurkoma inn í grínið. Hún þjáist fyrir klisjukenndan strúktúr, sem er reyndar ekki óalgengt fyrir bíómynd sem að byggist meira eða minna á sama brandaranum út alla lengdina, en það er auðvitað annar galli. Ræman keyrir sig vel í byrjun og kemur fyndinni atburðarás af stað, en þegar grínið endalausa fer minnkandi breytist myndin í rómantíska gamanmynd, og þá frekar staðlaða.

Carrey er meira að segja farinn að endurtaka ákveðna rútínu enn og aftur. Yes Man er ótrúlega lík Liar Liar ef þið berið saman grunnhugmyndirnar. Það er auðséð, en takið eftir að hún á líka ýmislegt sameiginlegt við Bruce Almighty. Sjáið til... Myndin fjallar um mann sem að sýnir fólki enga virðingu þar til að ákveðið "plot device" kemur upp, sem hrindir af stað skrautlegri atburðarás. Grínið snýst almennt í kringum hæfileikann/bölvunina í dágóðan tíma en undir lokin áttar kallinn sig á því hvað skiptir honum mestu máli í lífinu. Svo einfalt er það. Maður yrði svosem tilbúinn til að fyrirgefa slíkum ófrumleika ef að myndin væri í sjálfu sér fyndin, sem hún reyndar er. Ekkert sprenghlægileg, en brosleg engu að síður.

Ég á samt í miklum vanda með að trúa myndinni. Mér er skítsama um raunsæi í tilfelli hennar, en ég tala einungis um trúverðugleika. Aðalkarakter myndarinnar, sem er neikvæður félagsskítur, ákveður skyndilega að segja já við öllum tækifærum sem honum býðst framundan... Þá bókstaflega ÖLLUM! Ég fatta tilganginn, en að draga hvergi línuna neins staðar er svolítið gróft. Þið sjáið gott dæmi um það í myndinni. Í Liar Liar gat karakterinn ekkert gert að því, hann ÞURFTI (gegnum töfra víst) að segja alfarið satt, með kómískum afleiðingum náttúrlega. Hér er maðurinn að játa öllu sjálfviljugur og þar fer maður alvarlega að efast um geðheilsu hans. Hefði hugmyndin gengið út á það að hann hafi verið dáleiddur eða heilaþveginn, það hefði verið allt annað... Hérna er hann bara hjátrúarfullur og ég keypti það ekki alveg.

Carrey hefur sjaldan átt erfitt með að bera uppi heila mynd og stendur hann sig ágætlega hér. En þar sem að kallinn er nú orðinn 46 ára (!) heldur hann sig meira eða minna frá slapstick-gríni og gúmmígrettum. Hann er auðvitað nett fjörugur, en aldrei of ýktur, sem er gott.

Það er samt ekki Carrey sem að stelur allri myndinni, að mínu mati, heldur Zooey Deschanel. Hún er bæði eitthvað svo krúttleg og heillandi (það er líka eitthvað við augun í henni!) og með hjálp hennar verður rómantíkin talsvert þolanlegri. Þrátt fyrir klisjukennda uppsetningu í handritinu og áberandi aldursmun þá heldur maður upp á rómantíkina. Carrey og Deschanel eru bara ágætlega sæt saman nefnilega.

En munu flestir velja sér Yes Man til að sjá mjúka deitmynd eða til að hlæja að aðalmanninum? Ég ætla að skjóta á hið síðarnefnda. Hefði handritið ekki farið "hefðbundnu" leiðina með flest allt væri ég örugglega til í að gefa þessari mynd sterkari meðmæli. Það eða aðeins meiri húmor.

Það sem eftir stendur er alls ekki slæm gamanmynd sem gegnir hlutverki sínu upp að vissu marki, en ef þetta spurning um að velja sæmilega fyndna vídeómynd eða eitthvað drepfyndið, þá er augljóst að þið þurfið að leita eitthvert annað.

6//10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

05.07.2015

Ný stikla úr Ant-Man - Hringjum í Avengers!

Marvel hefur sent frá sér glænýja stiklu úr Ant-Man en myndin er væntanleg í bíó síðar í þessum mánuði. Í stiklunni mælir mauramaðurinn Scott Lang með því að hringt verði í Avengers-hópinn eftir aðstoð. Í Ant-Ma...

13.04.2015

Ný stikla úr Ant-Man

Ný stikla í fullri lengd úr ofurhetjumyndinni Ant-Man var opinberuð í dag. Paul Rudd, sem þekktur er úr Anchorman-myndunum og I Love You Man leikur Scott Lang, sem einnig er Ant-Man. Lang kom fyrst fram í myndasögu frá ...

07.01.2015

Fyrsta stiklan úr Ant-Man

Fyrsta stiklan úr ofurhetjumyndinni Ant-Man var opinberuð í dag. Paul Rudd, sem þekktur er úr Anchorman-myndunum og I Love You Man mun leika Scott Lang, sem einnig er Ant-Man. Lang kom fyrst fram í myndasögu frá Marvel árið...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn