Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Down with love er algjört rugl! Þetta er ekkert nema rugl frá upphafi til enda. En samt sem áður þótt mér hún góð. Ég er rugluð þannig að mér finnst þannig myndir góðar. En mynd makear nánast ekkert sense! jújú kanski smá en já þetta er semsagt mynd um konu (Reneé Zellweger) sem er að gefa út bók, Down with love. Það gengur ekki slysalaust fyrir sig! Svo reynir hún að komast í eitthvað tímarit og láta mann (Ewan McGregor) skrifa um sig í því. Og svo verður þetta allt að einni flækju! Góð mynd en léttgeggjuð.
Fleiri svona myndir!
Rómantískar gamanmyndir hafa aldrei verið í mjög miklu uppáhaldi hjá mér en get þó ekki neitað því að Down with Love sé ein af þeim betri sem ég hef séð í langa tíð. Hluti af þeirri staðreynd er sú að hún er ekki formúludrifin eins og flestar nútíma rómantískar gamanmyndir, heldur ferðast hún ennþá lengra aftur í tímann til slíkra mynda frá sjöunda áratugnum.
Útlit og umgjörð er látin vera í ekta '60s stíl, söguþráður er einnig framsettur á gamaldags máta og persónusamskipti ljómandi ýkt. En niðurstaðan á þessu er bara hreint út sagt bráðskemmtileg. Þetta virkar kannski hálf hallærislegt í augum sumra (aðallega þeirra sem þekkja ekki til mynda frá þessu tímabili), en þetta kemur þó glæsilega vel út.
Þau Ewan McGregor og Renée Zellweger skila einnig afbragðsgóðum frammistöðum og smellpassa saman á skjánum. Svo er einnig vert að minnast á David Hyde Pierce, sem stelur óneitanlega senunni í einu aukahlutverkinu. Tónlistin passar vel við, húmorinn er á köflum óborganlega fyndinn og stemmningin er á góðu stigi. Þetta er skemmtileg nýjung fyrir rómantíska gamanmynda-geirann. Hún er meira en þess virði að líta á, þó svo að ekki allir munu kunna að meta hana eins vel.
7/10
Rómantískar gamanmyndir hafa aldrei verið í mjög miklu uppáhaldi hjá mér en get þó ekki neitað því að Down with Love sé ein af þeim betri sem ég hef séð í langa tíð. Hluti af þeirri staðreynd er sú að hún er ekki formúludrifin eins og flestar nútíma rómantískar gamanmyndir, heldur ferðast hún ennþá lengra aftur í tímann til slíkra mynda frá sjöunda áratugnum.
Útlit og umgjörð er látin vera í ekta '60s stíl, söguþráður er einnig framsettur á gamaldags máta og persónusamskipti ljómandi ýkt. En niðurstaðan á þessu er bara hreint út sagt bráðskemmtileg. Þetta virkar kannski hálf hallærislegt í augum sumra (aðallega þeirra sem þekkja ekki til mynda frá þessu tímabili), en þetta kemur þó glæsilega vel út.
Þau Ewan McGregor og Renée Zellweger skila einnig afbragðsgóðum frammistöðum og smellpassa saman á skjánum. Svo er einnig vert að minnast á David Hyde Pierce, sem stelur óneitanlega senunni í einu aukahlutverkinu. Tónlistin passar vel við, húmorinn er á köflum óborganlega fyndinn og stemmningin er á góðu stigi. Þetta er skemmtileg nýjung fyrir rómantíska gamanmynda-geirann. Hún er meira en þess virði að líta á, þó svo að ekki allir munu kunna að meta hana eins vel.
7/10
Down with Love er byggð á því sem Bandaríkjamann kalla gimmick. Það þýðir að maður verður að taka myndinni eins og er þó svo raunveruleikatengslin séu nánast engin. Gimmickið hérna er að myndin er gerð í nákvæmlega sama stíl og kynlífsgamanmyndir sjöunda áratugarins þar sem fólk eins og Doris Day og Rock Hudson léku aðalhlutverkin. Down with Love er m.a.s. byggð á sömu sögu og myndin Pillow Talk með þeim Hudson og Day. Það er ekki nóg að söguþráðurinn sé gamaldags, heldur er allt annað í sama stíl. Sviðsmyndir eru í sterkum litum, bakgrunnurinn er alltaf málaður, og búningar og tónlist eru sömuleiðis í gamaldags stíl. Renée Zellweger og Ewan McGregor leika aðalhlutverkin. Hún er í hlutverki Barböru Novak, ungrar konu sem hefur skrifað bók um að konur þurfi ekki ást og geti notið kynlífs án skilmála eins og karlmenn. Hann leikur kvennabósann Catcher Block, sem ákveður að heilla dömuna upp úr skónum til að afsanna bókina. Mér fannst hugmyndin að baki Down with Love mjög sérstæð, og margt við myndina er mjög smellið. Þegar á leið fannst mér aðstandendur hins vegar ganga of langt með stílfæringuna, og oft á tíðum varð ég svolítið pirraður á öllum þessum látum. Úrlausn ástarsögunnar er líka gjörsamlega út í hött. Samt má hafa gaman að allri þessari vitleysu. Sérlega fannst mér þau David Hyde Pierce og Sarah Paulson í hlutverki bestu vina söguhetjanna vera frábær, og það geislar óneitanlega af Zellweger og McGregor. Leikstjórinn Peyton Reed (Bring It On) festir sig jafnframt í sessi sem frumlegur og ferskur kvikmyndagerðarmaður. Fínasta skemmtun, bara aðeins of langt gengið.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
20th Century Fox
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
3. október 2003
VHS:
11. febrúar 2004