Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Fín afþreying
Já, þessi mynd var fín afþreying, kom mér reyndar svolítið á óvart. En allavega á síðustu köflum [síðustu ca. 20 mín] datt ég alveg úr myndinni, fannst hún ekki svo góð. En ágæt mynd. Góð kvikmyndataka, fínt handrit. Gef myndinni svona um það bil 3 1/2 stjörnur
Já, þessi mynd var fín afþreying, kom mér reyndar svolítið á óvart. En allavega á síðustu köflum [síðustu ca. 20 mín] datt ég alveg úr myndinni, fannst hún ekki svo góð. En ágæt mynd. Góð kvikmyndataka, fínt handrit. Gef myndinni svona um það bil 3 1/2 stjörnur
Hlustið á ráð mín og EKKI ég sagði með stórum stöfun EKKI fara á þessa helvítis mynd maður!
Þetta var heavy leiðinleg mynd!
ÖMURLEGT fjallaði um þessar 2 persónur vera að rífast ENDALAUST eins og nafnið gefur til kynna er þetta um sem sagt skilnað eða par sem er að hætta saman og ef það hafi ekki verið nokkrar hláturssenur hafði ég gengið út. myndin var öll um það hvað þau voru ósátt við hvort annað!.. en sko málið var að konan þorði ekki að segja kallinum sínum að hún elskaði hann en hann ætti að hjálpi við heimilisstörfin eða e-ð þess hátta þess vegna voru þau alltaf að hefna sín á hvoru öðru!...en svo í endinn hittust þau úti á götu og voru e-ð geggjað happy að hitta hvort annað:/ ekki góð mynd.
En ef þið hafið gaman að lélegum ástar myndum endilega eiðiði 800 kalli í þessa mynd
Þessi mynd er mjög fyndin á köflum og það er gaman að sjá hvernig myndin sýnir samskipti kynjanna. Myndin er auðvitað svona týpísk Hollywood mynd, frekar fyrirsjánleg en samt er hægt að læra aðeins af henni, myndin er um lífið hvernig það getur þróast. Leikarnir standa sig frekar vel, þá sérstaklega aukaleikarnir.
Rifrildi eru ekki alltaf fyndin
Þegar að Hollywood nær að sameina tvo stórskemmtilega leikara, þá þýðir það ekki nauðsynlega að myndin verði sjálfkrafa góð. Ég fíla Vince Vaughn í tætlur, og álit mitt á Jennifer Aniston hefur hækkað ótrúlega frá því að hún lék í The Good Girl. Ég gat ekki séð betur en að þessi tvö ættu eftir að gera gott með þessari mynd, en á endanum var það eitthvað sem var bara ekki alveg að smella, sennilegast handritið.
The Break-Up er ágæt, en ekki pottþétt afþreying. Hún er skondin, en nær aldrei þessu kómísku flugi. Það er eitthvað líka við persónurnar sem að við náum aldrei að kynnast nógu vel, og þar af leiðandi hafði ég engan áhuga á því að halda með þeim út myndina. Myndin græðir náttúrlega stóran plús á því að sameina Jon Favreau og Vaughn aftur, enda eiga þeir bestu senur myndarinnar - þó að það segi ekki beint mikið.
Allavega, þá fannst mér eins og að leiktjórinn Peyton Reed (sem gerði hina vanmetnu Down with Love) hafi einhvers staðar misst þráðinn á atburðarásinni sem leiðir til þess að hún endurtekur sig stundum. En ég kann engu að síður ágætlega við myndina. Hún tekur góðan lokasprett í endann og nær þá loksins að hitta til manns, og þá með því að flytja boðskap sem við getum öll kennt okkur við.
Eins og ég segi; Ekki neitt æðislegt áhrorf, en samt nokkuð fínt.
6/10
Þegar að Hollywood nær að sameina tvo stórskemmtilega leikara, þá þýðir það ekki nauðsynlega að myndin verði sjálfkrafa góð. Ég fíla Vince Vaughn í tætlur, og álit mitt á Jennifer Aniston hefur hækkað ótrúlega frá því að hún lék í The Good Girl. Ég gat ekki séð betur en að þessi tvö ættu eftir að gera gott með þessari mynd, en á endanum var það eitthvað sem var bara ekki alveg að smella, sennilegast handritið.
The Break-Up er ágæt, en ekki pottþétt afþreying. Hún er skondin, en nær aldrei þessu kómísku flugi. Það er eitthvað líka við persónurnar sem að við náum aldrei að kynnast nógu vel, og þar af leiðandi hafði ég engan áhuga á því að halda með þeim út myndina. Myndin græðir náttúrlega stóran plús á því að sameina Jon Favreau og Vaughn aftur, enda eiga þeir bestu senur myndarinnar - þó að það segi ekki beint mikið.
Allavega, þá fannst mér eins og að leiktjórinn Peyton Reed (sem gerði hina vanmetnu Down with Love) hafi einhvers staðar misst þráðinn á atburðarásinni sem leiðir til þess að hún endurtekur sig stundum. En ég kann engu að síður ágætlega við myndina. Hún tekur góðan lokasprett í endann og nær þá loksins að hitta til manns, og þá með því að flytja boðskap sem við getum öll kennt okkur við.
Eins og ég segi; Ekki neitt æðislegt áhrorf, en samt nokkuð fínt.
6/10
Ok. Ég bjóst ekki við að þetta væri fyndin gamanmynd. Og þetta er ekki fyndin gamanmynd, eins og markaðssetningin gefur til kynna. Þetta er í raun dramatísk mynd með gamansömu ívafi, og mér fannst hún jafnvel langdregin. Hún er frekar alvörugefin og tekur traustu taki á samskiptum kynjanna í sínu dramatískasta formi, Brooke (Aniston) vill fá virðingu fyrir heimilisstörfin (og aðstoð við þau) en Gary (Vaughn) vill helst horfa á sjónvarpið og leika tölvuleiki eftir vinnu. Hann vinnur við að kynna borgina fyrir ferðamönnum og er oft þreyttur eftir daginn. Hún vinnur sem listamaður í galleríi hjá hinni sérstöku Marilyn (Davis). Svo bæði vilja þau í þokkabót fá aukna virðingu fyrir dagvinnu sína. Mörg þekkt andlit koma við sögu í myndinni, ber þar hæst að nefna bræður Garys, Lupus og Dennis, sem eru í góðum höndum Cole Hauser og Vincent D'Onofrio. Ljósu punktarnir í myndinni eru áreiðanlega hinn söngóði Richard (John Michael Higgins) og hinn kvenlegi Christopher (Justin Long). Ég myndi segja að The Break up væri alls ekki gamansöm mynd fyrir unglinga, og markaðssetningi því frekar undarleg og jafnvel kolröng. Auk þess gegnir íbúðin sjálf afskaplega litlu hlutverki miðað við það sem maður gæti haldið út frá auglýsingum um myndina. Sem sagt The Break up er svona dramatísk samskiptamynd fyrir fullorðna. Mér fannst hún ekki skemmtileg, en samt vel gerð og vel leikin og því fær hún þrjár góðar stjörnur.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Universal Pictures
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
7. júlí 2006