The Wedding Ringer
2015
Frumsýnd: 16. janúar 2015
He's the best man... money can buy.
101 MÍNEnska
29% Critics
63% Audience
35
/100 Til að verða sér ekki til skammar í augum tilvonandi tengdaforeldra
ákveður hinn vinalausi Doug að leita á náðir Jimmys Callahan
og láta hann redda sér þykjustuvinum í væntanlegt brúðkaup sitt.
Við kynnumst hér hinum sjálfsörugga gleðipinna og
blátt áfram-manni Jimmy Callahan (Kevin Hart) sem
rekur fyrirtækið Best Man Inc., en sú starfsemi gengur
út á... Lesa meira
Til að verða sér ekki til skammar í augum tilvonandi tengdaforeldra
ákveður hinn vinalausi Doug að leita á náðir Jimmys Callahan
og láta hann redda sér þykjustuvinum í væntanlegt brúðkaup sitt.
Við kynnumst hér hinum sjálfsörugga gleðipinna og
blátt áfram-manni Jimmy Callahan (Kevin Hart) sem
rekur fyrirtækið Best Man Inc., en sú starfsemi gengur
út á að Jimmy býðst til að vera vinur vinalausra manna
sem þurfa nauðsynlega að líta út fyrir að vera eitthvað
meira en þeir eru við eitthvert tilefnið.
Og Doug Harris (Josh Gad) er einmitt í þeim sporum. Sjálfum sér til
mestrar furðu hefur draumastúlkan hans, hún Gretchen, játað bónorði
hans. Vandamálið er hins vegar að Josh á enga vini og óttast að tilvonandi
tengdaforeldrar hans muni af þeim sökum ekkert lítast á hann í
væntanlegu brúðkaupi þeirra Gretchen. Hann leitar því á náðir Jimmys
um að mæta í brúðkaupið sem svaramaður hans og besti vinur og helst
að redda fleiri mönnum í vinahópinn. Og Jimmy tekur áskoruninni ...... minna