Rudd fór í brunninn skóg

Hollywood leikarinn Paul Rudd segist hafa verið spenntur fyrir þeirri hugmynd að fara í brunninn skóg til að taka bíómyndina Prince Avalanche, sem er endurgerð á íslensku myndinni Á annan veg eftir Hafstein G. Sigurðsson:

Prince Avalanche var frumsýnd í síðustu viku á kvikmyndahátíðinni í Berlín, en hún var einnig sýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í Utah í Bandaríkjunum í janúar sl. og fékk þar góðar viðtökur.

„Ég hef verið vinur leikstjórans í mörg ár og mig hafði alltaf langað til að vinna með honum. Hann hringdi í mig og spurði: „Hvernig líst þér á að fara til Texas í nokkrar vikur? Þar er skógur sem hefur brunnið og við ætlum að fara með nokkrar myndavélar þangað og taka upp þessa mynd“,“ segir Rudd í samtali við Fréttablaðið.

„Ég var mjög spenntur fyrir þessari hugmynd. Mér fannst þetta skemmtileg tilraun því þetta var algjör andstæða við það sem ég hef verið að gera síðustu tvö ár í stórum upptökuverum með fjölmennu tökuliði. Þetta leit út fyrir að vera listrænt verkefni. Ég vissi ekki hvernig þetta yrði en var viss um að þetta yrði skemmtileg reynsla. Svo sendi hann [Green] mér DVD af Á annan veg. Ég horfði á hana og fannst það virkilega góð mynd og fannst spennandi að prófa þetta.“

Rudd er þekktur fyrir gamanleik sinn í myndum á borð við Clueless, Anchorman: The Legend of Ron Burgundy, The 40-Year Old Virgin, Forgetting Sarah Marshall og I Love You Man. Einnig lék hann Mike Hannigan, kærasta og síðar eiginmann Phoebe, í síðustu tveimur þáttaröðunum af Friends.

Hægt verður að sjá Rudd í bíó á Íslandi þegar ný mynd hans This is 40 verður frumsýnd nú á föstudaginn.

Hér að neðan er spjall við leikstjórann David Gordon Green og leikarana í Prince Avalanche, þá Rudd og Emile Hirch, frá The Hollywood Reporter.

Rudd fór í brunninn skóg

Hollywood leikarinn Paul Rudd segist hafa verið spenntur fyrir þeirri hugmynd að fara í brunninn skóg til að taka bíómyndina Prince Avalanche, sem er endurgerð á íslensku myndinni Á annan veg eftir Hafstein G. Sigurðsson:

Prince Avalanche var frumsýnd í síðustu viku á kvikmyndahátíðinni í Berlín, en hún var einnig sýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í Utah í Bandaríkjunum í janúar sl. og fékk þar góðar viðtökur.

„Ég hef verið vinur leikstjórans í mörg ár og mig hafði alltaf langað til að vinna með honum. Hann hringdi í mig og spurði: „Hvernig líst þér á að fara til Texas í nokkrar vikur? Þar er skógur sem hefur brunnið og við ætlum að fara með nokkrar myndavélar þangað og taka upp þessa mynd“,“ segir Rudd í samtali við Fréttablaðið.

„Ég var mjög spenntur fyrir þessari hugmynd. Mér fannst þetta skemmtileg tilraun því þetta var algjör andstæða við það sem ég hef verið að gera síðustu tvö ár í stórum upptökuverum með fjölmennu tökuliði. Þetta leit út fyrir að vera listrænt verkefni. Ég vissi ekki hvernig þetta yrði en var viss um að þetta yrði skemmtileg reynsla. Svo sendi hann [Green] mér DVD af Á annan veg. Ég horfði á hana og fannst það virkilega góð mynd og fannst spennandi að prófa þetta.“

Rudd er þekktur fyrir gamanleik sinn í myndum á borð við Clueless, Anchorman: The Legend of Ron Burgundy, The 40-Year Old Virgin, Forgetting Sarah Marshall og I Love You Man. Einnig lék hann Mike Hannigan, kærasta og síðar eiginmann Phoebe, í síðustu tveimur þáttaröðunum af Friends.

Hægt verður að sjá Rudd í bíó á Íslandi þegar ný mynd hans This is 40 verður frumsýnd nú á föstudaginn.

Hér að neðan er spjall við leikstjórann David Gordon Green og leikarana í Prince Avalanche, þá Rudd og Emile Hirch, frá The Hollywood Reporter.