Óvænt stefna hjá Fey – Ný stikla

Stikla fyrir nýjustu mynd gamanleikkonunnar Tina Fey, sem margir þekkja úr Saturday Night Live skemmtiþáttunum, er komin út. Myndin heitir Admission og ásamt henni leikur gamanleikarinn Paul Rudd í myndinni.

Sjáið stikluna hér fyrir neðan:

Í myndinni leikur Fey Portia Nathan, sem vinnur við inntöku nýnema í Princeton háskólann og á í sambandi við samstarfsmann sinn Mark. Hún kemst að því að yfirmaður hennar, Clarence er að láta af störfum vegna aldurs, og nú þarf hún að keppa við vin sinn og samstarfsmann Corinne, um starfið.

Líf hennar tekur óvænta stefnu þegar hún ákveður að heimsækja tilraunaskóla í New Hampshire sem menntar nemendur sem hún þarf að meta inn í háskólann. Hún hittir John Halsey, sem Paul Rudd leikur, sem er annar stofnandi skólans, og þau ná vel saman. Hann kynnir hana fyrir Jeremiah, bráðgerum nemanda og umsækjanda í skólann hennar, sem gæti verið sonurinn sem hún gaf frá sér þegar hún var yngri.

Myndin er gerð eftir skáldsögu Jean Hanff Korelitz frá árinu 2009. Frumsýning verður á næsta ári, 2013, í Bandaríkjunum.