Frumsýning: This Is 40

Myndform frumsýnir gamanmyndina This is 40 á föstudaginn næsta, þann 22. febrúar.

Myndin verður sýnd í Smárabíó, Hskólabíói, Sambíóunum Kringlunni og Borgarbíó Akureyri.

This is 40 er „nokkurs konar“ framhald af myndinni Knocked Up. Myndin fjallar um parið Pete (Rudd) og Debbie (Mann) og hvernig þeim hefur gengið í lífinu.

„Frábær mynd frá Judd Apatow sem færði okkur Knocked Up á sínum tíma,“ segir í tilkynningu frá Myndformi.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér að neðan:

Fimm ár eru liðin síðan við kynntumst þeim Pete og Debbie. Þau
eiga saman tvær dætur, átta og þrettán ára, og við fyrstu sýn
virðist þetta vera hin dæmigerða bandaríska millistéttarfjölskylda
sem hefur allt sem slík fjölskylda getur óskað sér.
Þegar betur er að gáð glíma þau hjón við ýmis vandamál. Til að
mynda á Debbie erfitt með að sætta sig við að vera að sigla inn á
fimmtugsaldurinn. Þess utan þarf hún að takast á við óvæntan
rekstrarvanda í fataversluninni sem hún rekur. Á sama tíma glímir
Pete við að halda starfi sínu í tónlistariðnaðinum …

Aðalhlutverk: Paul Rudd, Leslie Mann, Megan Fox, Jason Segel, Maude Apatow, Iris Apatow, John Lithgow og Albert Brooks

Leikstjórn: Judd Apatow

Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Sambíó Kringlunni og Borgarbíó Akureyri.

Áhugaverðir punktar til gamans: 

• This is 40 var valin besta gamanmynd ársins á kvikmynda-
hátíðinni í Hollywood og samtök bandarískra gagnrýnenda
tilnefndu hana í sama flokki auk þess sem þau Paul Rudd og
Leslie Mann fengu bæði tilnefningu fyrir besta gamanleik ársins.