Harrison Ford í Anchorman 2

Harrison Ford er ekki bara að fara að leika í næstu Star Wars-mynd heldur verður hann einnig í hlutverki fréttaþular í Anchorman: The Legend Continues, samkvæmt The Hollywood Reporter.

Ford hefur áður leikið fréttaþul í myndinni Morning Glory á móti Diane Keaton og Rachel McAdams sem kom út fyrir þremur árum.

Adam McKay leikstýrir framhaldi Anchorman og hann skrifar einnig handritið ásamt Will Ferrell. 

Kristen Wiig verður einnig nýliði í þessari gamanmynd en tökur á henni hefjast í þessum mánuði í Atlanta.

Will Ferrell, Steve Carell, Paul Rudd, Christina Applegate og David Koechner, sem öll léku í Anchorman: The Legend of Ron Burgundy, snúa aftur í framhaldinu sem margir bíða eftir með mikilli eftirvæntingu.