Lovato verður íslensk englarödd í Eurovision

Bandaríska ofurstjarnan Demi Lovato, er nýjasta viðbótin við nýju Will Ferrell grínmyndina, Eurovision, sem gerist, eins og nafnið bendir til, á Evrópusöngvakeppninni, sem Íslendingar hafa tekið þátt í síðan árið 1986, þegar Gleðibankinn átti að rúlla upp keppninni. Myndin verður sýnd á Netflix. Kvikmyndasíðan Deadline Hollywood segir frá því að Lovato muni leika hlutverk Katiana, […]

Nýtt í bíó: Holmes and Watson

Í dag frumsýnir Sena gamanmyndina Holmes and Watson í Smárabíói, Háskólabíói, Borgarbíói Akureyri og í Laugarásbíói.  Í myndinni snúa þeir aftur gríntvíeykið Will Ferrell og John C.Reilly, en þeir hafa áður leikið saman í myndunum Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby, og Step Brothers. Hér er sögð grínútgáfa af sögunum um einkaspæjarann Sherlock Holmes og aðstoðarmanninn Doctor Watson. […]

Ferrell með enskan framburð í fyrstu stiklu úr Holmes and Watson

Fyrsta stiklan úr gamanmyndinni Holmes and Watson, með grín-tvíeykinu Will Ferrell og John C. Reilly, sem áður hafa ruglað saman reitum í myndum eins og Talladega Nights og Step Brothers, er komin út. Eins og sjá má í stiklunni gera þeir félagar grín að rannsóknarlögreglumanninum Sherlock Holmes og félaga hans Dr. Watson, sem koma fyrir […]

Nýr Sherlock Holmes á fyrsta plakati úr Holmes and Watson

Fyrsta plakatið fyrir nýjustu ráðgátu-grínmynd  tvíeykisins Will Ferrell og John C. Reilly,  Holmes and Watson , var birt opinberlega í dag. Þeir Ferrell og Reilly hafa áður gert myndir eins og Talladega Nights og Step Brothers.  Í myndinni fer Ferrell með hlutverk spæjarans Sherlock Holmes og Reilly er aðstoðarmaður hans, Dr. John Watson. Leikstjóri er Get Hard […]

Ferrell og Wahlberg í brandarakeppni

Gamanmyndin Daddy´s Home 2 kemur í bíó 1. desember nk. og kynning myndarinnar er farin í fullan gang. Eitt myndband í þessu kynningarefni er í sérstöku uppáhaldi hjá kvikmyndir.is en það er af aðalleikurunum Will Ferrell og Mark Wahlberg að keppa í svokölluðum pabbabröndum, eða við getum líka kallað þá aulabrandara, eða fimm aura brandara, […]

Ferrell verður gamlinginn sem skreið út um glugga

Gerð var vinsæl kvikmynd eftir gamansögu sænska rithöfundarins Jonas Jonasson, Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf, eða The 100-Year-Old Man Who Climbed Out The Window, eins og hún heitir á ensku, árið 2013. Nú hefur Hollywood fengið áhuga á sögunni, og það er enginn annar en grínistinn Will Ferrell sem mun leika gamlingjann. Samkvæmt Empire […]

Karlrembuafinn og viðkvæmi afinn í fyrstu stiklu úr Daddy´s Home 2

Paramount Pictures hafa sent frá sér fyrstu stikluna úr Will Ferrell gamanmyndinni Daddy´s Home 2, sem tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið í grínsmellinum Daddy’s Home. Auk Ferrell, sem snýr aftur í hlutverki Brad Whitaker, þá er Mark Wahblerg mættur aftur til leiks sem Dusty Mayron, ásamt Linda Cardellini í hlutverki Sara og Scarlett Estevez […]

Wedding Crashers 2 líklega á leiðinni

Enn berast fréttir af Will Ferrell myndum sem eru að fá framhald. Við höfum séð nú þegar Ferrell framhaldsmyndirnar Anchorman 2 og Zoolander 2, og nýlega sögðum við frá því að Step Brothers 2 væri á leiðinni. Nú hefur frést af því að framhald sé líklega á leiðinni af myndinni Wedding Crashers, sem fjallaði um tvo lífstíðar-partýpinna […]

Step Brothers 2 í gang næsta sumar

Ákveðið hefur verið að gera framhald af Will Ferrell gamanmyndinni vinsælu Step Brothers frá árinu 2008. Tökur á myndinni munu fara fram í Lynwood í Kaliforníu næsta sumar. Maywoodpost.com greinir frá þessu. Fregnir herma að allir upprunalegu leikararnir snúi aftur, þar á meðal Ferrell, John C. Reilly, Adam Scott, Mary Steenburgen, Richard Jenkins og fleiri. Framleiðendur hafa sent […]

Ferrell og Reilly í Holmes & Watson

Eftir að hafa náð vel saman í Talladega Nights og Step Brothers ætla Will Ferrell og John C. Reilly að leiða saman hesta sína á nýjan leik í gamanmyndinni Holmes & Watson.  Myndin er eins og nafnið gefur til kynna byggð á sögu Arthur Conan Doyle um spæjarann Sherlock Holmes. Myndin verður með svokallaðan PG-13-stimpil […]

Ferrell verður Pabbi skipstjóri

Will Ferrell hefur skrifað undir samning um að leika á móti Catherine Keener og Michael Cera í hinni gráglettnu gamanmynd Captain Dad, eða Pabbi skipstjóri, í lauslegri þýðingu. Föðurhlutverkið virðist vera Ferrell hugleikið þessa dagana en ekki er langt síðan myndin Daddy´s Home var frumsýnd og búið er að ákveða að gera mynd númer tvö […]

Will Ferrell verður Ronald Reagan

Will Ferrell, sem þekktur er fyrir túlkun sína á George W. Bush Bandaríkjaforseta, í ýmsum grínsketsum, hefur verið ráðinn til að leika annan Bandaríkjaforseta í nýrri mynd. Heimildir Variety kvikmyndaritsins herma að Ferrell muni leika Ronald Regan í myndinni Reagan, en handrit myndarinnar skrifaði Mike Rosolio. Myndin hefst við byrjun annars kjörtímabils forsetans, þar sem hann […]

Ferrell og Wahlberg gera Daddy´s Home 2

Þið sem skemmtuð ykkur vel yfir gamanmyndinni Daddy´s Home, með Mark Wahlberg og Will Ferrell, eigið von á nýjum skammti, því ákveðið hefur verið að búa til mynd númer tvö, og bæði Ferrell og Wahlberg hafa skrifað undir samning þar um. Mynd númer eitt, sem fjallar um stjúpföður sem þarf að keppa við blóðföður barna […]

Vinsælasta gamanstiklan frá upphafi

Stiklan úr Zoolander 2 er vinsælasta stiklan úr gamanmynd frá upphafi. Þessu greindi kvikmyndaverið Paramount Pictures frá í dag.  Samanlagt hefur verið horft á stikluna 52,2 milljón sinnum á netinu síðan kom út 18. nóvember, eða á aðeins einni viku. Ben Stiller leikstýrir myndinni og leikur einnig aðalhlutverkið á móti Owen Wilson. Á meðal annarra leikara eru […]

Nýr Anchorman bar í New York

Þeir sem eru á leið til New York geta nú sett nýjan áfangastað á tékklistann hjá sér,  því búið er að opna barinn Stay Classy New York á lower east side í Manhattan, samkvæmt ktxs.com vefsíðunni. Barinn er til heiðurs Anchorman persónunni, fréttaþulnum glæsilega Ron Burgundy, sem Will Ferrell lék svo eftirminnilega í Anchorman 1 og 2, en á […]

Fyrsta kitlan úr Zoolander 2

Fyrsta kitlan úr gamanmyndinni Zoolander 2 er komin á netið. Stephen Hawkins-rödd kemur við sögu í kitlunni og einnig hin „fáránlega myndarlega“ en nautheimska karlkyns fyrirsæta Derek Zoolander.  Fjórtán ár eru liðin síðan hin vinsæla Zoolander kom út og hafa margir beðið spenntir eftir framhaldsmyndinni. Í henni fara þau Ben Stiller, Owen Wilson, Kristen Wiig, Will Ferrell, […]

Feður munu berjast – Fyrsta stikla úr Daddy´s Home!

Fyrsta stiklan er komin út fyrir gamanmynd þeirra Will Ferrell og Mark Wahlberg, sem léku síðast saman í The Other Guys.  Myndin heitir  Daddy´s Home og fjallar um tvo feður, stjúpföður og blóðföður, sem keppast um ást og aðdáun ungra barna sinna. Ferrell leikur stjúpföðurinn en Wahlberg er blóðfaðirinn sem fór að heiman fyrir löngu […]

Poehler og Ferrell stofna spilavíti

Fyrrum Saturday Night Live leikkonan Amy Poehler á viðræðum um að leika á móti öðrum fyrrum Saturday Night Live leikara, Will Ferrell, í gamanmyndinni The House. Myndin fjallar um hjón sem glata peningum sem þau ætluðu að nota til að greiða fyrir háskólanám dóttur sinnar. Þau fyllast örvæntingu vegna þessa, og til að reyna að […]

Nær Hart að herða Ferrell?

Fyrsta stiklan úr grínmyndinni Get Hard með þeim Will Ferrell og Kevin Hart í aðalhlutverkum, var frumsýnd í dag. Myndin fjallar um milljarðamæring og forstjóra vogunarsjóðs, James, sem Will Ferrell leikur, sem er sakfelldur fyrir svik og dæmdur í fangelsi, og þarf að sitja inn í San Quentin fangelsinu. Dómarinn gefur honum 30 daga til […]

Tveir harðir á röltinu

Fyrsta myndin úr fyrstu mynd Etan Cohen, Get Hard, var opinberuð í dag. Í myndinni fara Will Ferrell og Kevin Hart með aðalhlutverkin. Þetta verður frumraun Cohen sem leikstjóri, en hann hefur aðalega einbeitt sér að handritsgerð og á að baki myndir á borð við Tropic Thunder og Men In Black 3. Get Hard fjallar […]

Will Ferrell gerir teiknimynd um Flintstone fjölskylduna

Gamanleikarinn Will Ferrell og leikstjórinn Adam McKay áætla að gera nýja teiknimynd um Flintstone fjölskylduna. Ferrell og McKay eiga saman farsælan feril að baki og hafa gert myndir á borð við Anchorman, Step Brothers og Talladega Nights. Á þessari stundu hafa þeir félagar aðeins verið staðfestir sem framleiðendur myndarinnar, en ekki er vitað hvort Ferrell […]

Ferrell og Reilly saman á ný

Gamanleikararnir Will Ferrell og John C. Reilly, sem hafa leikið saman í Step Brothers og Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby, ætla að hefja samstarf á ný. Myndin ber heitið Border Guards og fjallar um tvo mislukkaða vini sem ákveða að gefa lífinu gildi með því að vernda Bandaríkinn frá ólöglegum innflytjendum. Allt kemur fyrir ekki […]

Ferrell skorar á konu í tennis

Bandaríski gamanleikarinn Will Ferrell ætlar að gerast alvarlegur á næstunni og leika aðalhlutverkið í sannsögulegri mynd um frægan tennisleik á milli karl- og kvenkyns tennismeistaranna Billie Jean King og Bobby Riggs. Variety segir frá því að Ferrell muni leika Riggs, kjaftfora 55 ára gamla tennisstjörnu sem tók tennisspaðann af hillunni til að leika á móti […]

Mistökin í Anchorman: The Legend Continues

Þegar áhorfendur horfa á gamanmynd þá er þeim leyfilegt að hlægja eins hátt og lengi og þau mögulega geta. Fyrir fólkið sem leikur í gamanmyndinni þá er það oftar en ekki stranglega bannað. Það var því oft erfitt fyrir Will Ferrell, Christina Applegate og fleiri að halda sér frá því að springa úr hlátri við […]

Sungin Anchorman gagnrýni

Kvikmyndavefsíðan Joblo birti í dag sungna gagnrýni um gamanmyndina Anchorman 2, sem frumsýnd verður hér á landi nú um næstu helgi. Myndin er nú þegar komin í almennar sýningar í Bandaríkjunum. Svo virðist sem kynningaryfirreið Will Ferrell, sem leikur aðalhlutverkið, fréttaþulinn með fullkomna hárið, Ron Burgundy, um þver og endilöng Bandaríkin á undanförnum vikum, sé […]

Frumsýning: Anchorman 2

Sambíóin frumsýna gamanmyndina Anchorman 2: The Legend Continues á föstudaginn næsta þann 20. desember. „Ron Burgundy er mættur aftur í jólagrínmyndinni í ár, ANCHORMAN 2. Frábær grínmynd með heilum haug af stórleikurum,“ segir í tilkynningu frá Sambíóunum. Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan: Fréttahaukurinn Ron Burgundy sem þráir ekkert heitar en frægð, frama og flotta hárgreiðslu […]

Alvöru fréttir hjá Ron Burgundy

Sjónvarpsáhorfendur í Bismarck í Norður Dakota í Bandaríkjunum fengu óvæntan glaðning í gær þegar enginn annar er flottasti sjónvarpsþulur í sjónvarpssögunni, Ron Burgundy, úr kvikmyndinni Anchorman 2, las alvöru fréttir ásamt fréttaþul stöðvarinnar. Atvikið átti sér stað á KXMB sjónvarpsstöðinni á laugardagskvöldið en Ferrell gerir nú víðreist til að kynna Anchorman 2: The Legend Continues, […]

Anchorman 2 flýtt

Margir bíða spenntir eftir gamanmyndinni Anchorman 2: The Legend Continues, með Will Ferrell í hlutverki fréttaþularins Ron Burgundy. Paramount kvikmyndaverið hefur nú brugðist við þessu með því að stytta biðina og ætlar að frumsýna myndina í Bandaríkjunum miðvikudaginn 18. desember nk., en áður var áætlað að frumsýna myndina þann 20. desember. Í helstu hlutverkum auk […]

Hringsnúast með sporðdrekum – Ný stikla úr Anchorman 2

Ný stikla er komin út fyrir gamanmyndina Anchorman 2: The Legend Continues. Myndin verður frumsýnd 20. desember bæði hér á landi og í Bandaríkjunum og leikstjóri er Adam McKay. Aðalleikarar eru Will Ferrell, Steve Carell, Paul Rudd, Kristen Wiig og Megan Good. Í stiklunni eru nokkur atriðið sem ekki voru í fyrstu stiklunni sem kom […]

Þriðja myndin með Ferrell og Reilly

Will Ferrell og John C. Reilly, sem hafa leikið saman í Step Brothers og Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby, ætla að hefja samstarf í þriðja sinn. Myndin nefnist Devil´s Night og verður Ferrell framleiðandi ásamt Adam McKay, leikstjóra Anchorman 2: The Legend Continues og Step Brothers. Samkvæmt The Wrap fjallar Devil´s Night um […]