Nýr Sherlock Holmes á fyrsta plakati úr Holmes and Watson

Fyrsta plakatið fyrir nýjustu ráðgátu-grínmynd  tvíeykisins Will Ferrell og John C. Reilly,  Holmes and Watson , var birt opinberlega í dag. Þeir Ferrell og Reilly hafa áður gert myndir eins og Talladega Nights og Step Brothers. 

Í myndinni fer Ferrell með hlutverk spæjarans Sherlock Holmes og Reilly er aðstoðarmaður hans, Dr. John Watson.

Leikstjóri er Get Hard leikstjórinn Etan Cohen, en aðrir leikarar eru m.a. Lauren Lapkus, Rob Brydon, Kelly Macdonald, Rebecca Hall, Ralph Fiennes, Hugh Laurie, Pam Ferris, Bella Ramsey og Noah Jupe.

Engin stikla er komin út ennþá, en líklega er þess ekki langt að bíða.

Myndin kemur í bíó hér á Íslandi 4. janúar nk. og ætti að geta lyft landanum upp úr mesta skammdegisdrunganum!

Kíktu á plakatið hér fyrir neðan: