Get Hard (2015)
"An education in incarceration"
Þegar auðmaðurinn James King er dæmdur í tíu ára fangelsisvist fyrir fjársvik í hinu alræmda San Quentin-fangelsi óttast hann um líf sitt innan múranna.
Bönnuð innan 12 ára
Ofbeldi
Kynlíf
Fordómar
BlótsyrðiSöguþráður
Þegar auðmaðurinn James King er dæmdur í tíu ára fangelsisvist fyrir fjársvik í hinu alræmda San Quentin-fangelsi óttast hann um líf sitt innan múranna. En hvernig á friðsæll maður eins og hann, sem hefur aldrei þurft að slást við neinn, að komast í gegnum margra ára fangelsisvist innan um forhertustu glæpamenn Bandaríkjanna? Til að bjarga því sem bjargað verður ákveður hann að leita til eina mannsins sem hann ályktar að hafi verið í fangelsi, en hann heitir Darnell Lewis og vinnur á bílaþvottastöðinni þar sem James lætur þvo bílinn sinn. Darnell er í fyrstu tregur til að taka að sér að kenna James að lifa afplánunina af því sjálfur hefur hann aldrei verið í fangelsi enda strangheiðarlegur maður. En þegar James býður honum góða greiðslu fyrir þjálfunina tekur Darnell tilboðinu, ákveðinn í að gera sitt allra besta þrátt fyrir að vita ekkert hvað hann er að tala um
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Gagnrýni notenda
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráEngar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!
Framleiðendur

































