Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 29. september 2006

No Brakes. No Brains.

108 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 71% Critics
The Movies database einkunn 66
/100

NASCAR kappaksturshetjan Ricky Bobby er þjóðhetja, enda lætur hann ekkert stöðva sig. Hann og hinn hundtryggi aðstoðarmaður og æskuvinur Cal Naughton Jr. mynda hið frábæra teymi, þekkt af aðdáendum sem “Shake” and “Bake”, vegna þess hve oft þeim tekst að ná fyrsta og öðru sæti í kappaksturskeppnum, þar sem Cal tekur alltaf annað sætið. Þegar... Lesa meira

NASCAR kappaksturshetjan Ricky Bobby er þjóðhetja, enda lætur hann ekkert stöðva sig. Hann og hinn hundtryggi aðstoðarmaður og æskuvinur Cal Naughton Jr. mynda hið frábæra teymi, þekkt af aðdáendum sem “Shake” and “Bake”, vegna þess hve oft þeim tekst að ná fyrsta og öðru sæti í kappaksturskeppnum, þar sem Cal tekur alltaf annað sætið. Þegar hinn litríki franski Formúlu 1 ökumaður Jean Girard skorar á “Shake” and “Bake” um yfirráð í NASCAR heiminum, þá þarf Ricky Bobby að horfast í augu við eigin innri djöfla, og keppa við Girard um það hvern má með réttu kalla besta ökumann í heimi. ... minna

Aðalleikarar


Talladega Nights fjallar um Ricky Bobby, kappakstursmann sem hefur það eina markmið í lífinu að verða sá albesti í kappakstri. Og með hjálp frá félaga sínum(John C. Reilly) nær hann þessum árangri. Og sigrar hverja keppnina á fætur annarri. En þegar nýr keppinautur(Sacha Baron Cohen) kemur til leiks og segist ætla valta yfir Ricky, fellur það ekki alveg í kramið hjá honum. Og hefst þá kappakstur upp á stoltið og The Ultimate Champion. Ég veit ekki hvað það er, en upp á síðkastið finnst mér hann vera stíga of mikið af feilsporum hvað varðar val á kvikmyndum(þó ég hafi ekki séð Stranger Than Fiction). Þessi mynd er samt alveg classic Will Ferrel mynd. Eina vandamálið: Hún hefur ekki sama góða húmorinn og einkennir Anchor Man, Old School og Zoolander. Það var nú nógu hræðilegt að horfa á Kicking & Screaming, en sem betur fer er þessi aðeins betri. En samt verð ég að segja það að hann verður að fara gera betur, því ef þetta er það sem við eigum von frá honum í framtíðinni, þá er ekki von á góðu. Get ekki gefið henni meira en 1 stjörnu. Var bara engan veginn sáttur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vildi nú bara fyrst benda honum Hauki á að aðal persónan í myndinni heitir Ricky Bobby ekki Billy Bobby. En annars finnst mér myndin alveg ótrúlega fyndin og góð og lýsir á átakalegan hátt lífi þessa manns. Til dæmis ótrúlega fyndið hvað litlu strákarnir hans breytast mikið í myndinni. Ég á mér tvö uppáhalds atriði í þessari mynd. Þau eru meðal annars þegar hann hleypur út úr bílnum og öskrar I'm on fire! I'm on fire!

og líka Yep i'm flying through the air this isn't good! Og svo var líka eitt til viðbótar If you don't chew Big Red, then fuck you! Snilldar mynd allir á hana!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skítsæmileg spunamynd
Maður spyr sig hvort að Will Ferrell sé eins fyndinn núna og hann var hér áður. Ég held bara að það fari allt saman eftir hvaða handriti hann styðst við.

Talladega Nights er hvergi nálægt því að vera með því betra efni sem að maðurinn hefur komið nálægt. Til að byrja á, þá er myndin mjög takmörkuð í sínum húmor. Þeir svokölluðu brandarar sem áttu að einkenna þessa mynd... þeir fóru alfarið framhjá mér. Mér leið hálfpartinn eins og ég væri að horfa á hóp af fólki allan tímann sem vissi ekkert hvað hann væri að gera. Leikarar á borð við John C. Reilly, Michael Clarke Duncan og Gary Cooper bara standa þarna og endurtaka sömu brandarana og gefa lítið frá sér.

Sá eini sem virkilega vakti almennilega kátínu var Sacha Baron Cohen. Hann átti vafalaust allar fyndnustu línurnar, en það segir samt ekki mjög mikið. Ég naut þess þó meira að horfa á hann heldur en Ferrell, sem sífellt endurtekur sömu vitleysuna.

Handrit myndarinnar er heldur ekki að gera sig. Mér leið jafnvel eins og ég væri að horfa á mynd sem að væri 90% spuni. Það er eins og að leikstjórinn Adam McKay hafi skrifað grunnhugmyndina á klósettpappír og hent dýrri kvikmynd í framleiðslu, en ætlast til að styðjast við fyndnina í leikurunum. Sama hver sagan er, niðurstaðan er ekki að smella.

Ég er við það að mæla með myndinni sem einungis vídeó-áhorf, en þá spyr ég sjálfan mig hvað það er í raun sem hægt er að mæla með. Örfáir skítsæmilegir brandarar eru sjaldan nóg til þess að gera sýningartímann almennilega þess virði, hvað þá þegar um grínmynd er að ræða.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég tók eftir að í auglisýngunni þá var sagt að þetta er eftir þá sömu og færðu okkur 40 old virgin, það er samt alls ekki rétt, þessir ágætu menn gerðu Anchorman. Gera svona mistök er að sjálfsögðu algjör fáfræði og já heimskulegt að segja eitthvað svona, haf víst ekki hugmynd um það.



En allavega, nóg um það, myndin fannst mér mjög fín, fyndin og já skemmtileg, reyndar var hún alveg ótrúlega löng og það kom fyrir að maður var byrjaður að leiðast svolítið.



Myndin er um kappagstursmann að nafni Billy Bobby og er ekki sá allra gáfaðisti í bransanum, en góður er hann jafnvel bestur, vinnur allar keppnir þangað til að franskur kappagsturs maður skorar á hann, og vinnur hann, þá fer frægðin að dala nyður hjá kappanum. Gaman að segja frá því að sá sem leikur franska kappagsturmanninn heitir Sacha Baron Cohen sem leikur hinu snildar karetera Ali G, Borat og svo Bruno, og er þessi maður ekkert annað en snillingur.



Allavega, myndinn er svona í sömu formúlu og Ancorman, sami húmor til staðar, og ef þú fílar hana ættir þú að getað fílað þessa líka. Reyndar fannst mér þessi ekki næstum eins fyndin og

Anchorman, en fínasta afþreiging engu síður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á þess mynd í London fyrir stuttu og Will Farrell hefur ekkert verið í miklu uppáhaldi hjá mér en hann stóð sig alveg ágætlega í þessari mynd. Þetta er alveg ágæis afþreing ef að það er ekkert annað í bíó eða inni á dvd á næstu video leigu. það eru alveg atriði í þessari mynd sem að maður gæti alveg sofnað yfir og mætti sleppa. Þetta er samt alveg findinn mynd en maður þarf að hafa hómur fyrir þessu sem að mig skortir í þetta, en það komu nokkur atriði á óvart sem að komu mér til að hlægja. Mæli með þessari mynd fyrir þá sem hafa mikin áhuga á bílum og hafa húmor fyrir svona klikkuðum og kjánalegum myndum..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

04.01.2019

Nýtt í bíó: Holmes and Watson

Í dag frumsýnir Sena gamanmyndina Holmes and Watson í Smárabíói, Háskólabíói, Borgarbíói Akureyri og í Laugarásbíói.  Í myndinni snúa þeir aftur gríntvíeykið Will Ferrell og John C.Reilly, en þeir hafa áður l...

15.11.2016

Verður kærasta Sherlock Holmes

Orange is the New Black leikkonan Lauren Lapkus er nýjasta viðbótin við leikhóp gamanmyndarinar Holmes & Watson, með þeim Will Ferrell og John C. Reilly í aðalhlutverkum. Etan Cohen (Get Hard) leikstýrir eftir handriti sem han...

13.10.2015

Nýr Anchorman bar í New York

Þeir sem eru á leið til New York geta nú sett nýjan áfangastað á tékklistann hjá sér,  því búið er að opna barinn Stay Classy New York á lower east side í Manhattan, samkvæmt ktxs.com vefsíðunni. Barinn er til heiðurs Anchorman persónunni, fr...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn