Sígildar myndir í kvikmyndahúsum framundan

Hér að neðan má finna dagskránna fyrir þær klassísku myndir og aðra gullmola sem sýndir verða í kvikmyndahúsum landsins út árið.

*Athugið að dagskráin er/verður reglulega uppfærð í samræmi við liðna atburði


21. NÓVEMBERHIGH PLAINS DRIFTER (1973)

SMÁRABÍÓ

High Plains Drifter (1973)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.4
Rotten tomatoes einkunn 94%
The Movie db einkunn7/10

Dularfullur maður kemur ríðandi úr heitri eyðimörkinni inn í lítinn bæ í villta vestrinu. Bæjarbúar eru dauðhræddir við hann og þrír byssumenn reyna að drepa hann, án árangurs. Maðurinn fær sér herbergi á gistihúsi í bænum og ákveður að vera um kjurrt. Á meðan er ...


22. NÓVEMBER CRY BABY (1990)

BÍÓ PARADÍS

Cry Baby (1990)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.5
Rotten tomatoes einkunn 72%
The Movie db einkunn7/10

Drape, eða Greaser, sem heitir réttu nafni Wade Walker, einnig þekktur sem Cry-Baby fyrir hæfileika hans til að gráta einu tári, verður ástfanginn af hinni mjög svo venjulegu Allison Vernon-Williams sem vill svo vel til að er orðinn þreytt á að vera góða stelpan....


28. NÓVEMBERPLANES, TRAINS & AUTOMOBILES (1987)

SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

Planes, Trains and Automobiles (1987)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.6
Rotten tomatoes einkunn 92%
The Movie db einkunn4/10

Allt sem Neal Page óskar sér er að komast heim fyrir Þakkargjörðarhátíðina. Fluginu hans hefur verið aflýst vegna veðurs, þannig að hann ákveður að skoða aðra valkosti. Til viðbótar við þessa óheppni Neal, þá situr hann nú uppi með ákaflega málglaðan samferðamann sem ...


29. NÓVEMBER THREE AMIGOS! (1986)

SMÁRABÍÓ

¡Three Amigos! (1986)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.5
Rotten tomatoes einkunn 45%
The Movie db einkunn6/10

Þrír atvinnulausir leikarar úr þöglu myndunum, fara (eftir að kona úr þorpinu biður þá um hjálp óafvitandi um að þeir séu ekki alvöru hetjur ) fyrir misskilning inn í mexíkóskt þorp sem bófagengi herjar á og gerir íbúum lífið leitt. Leikararnir þrír, Ned, Lucky Day og ...


1. DESEMBERSUNSET BOULEVARD (1950)

BÍÓ PARADÍS

Sunset Blvd. (1950)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.4
Rotten tomatoes einkunn 98%
The Movie db einkunn6/10

Sagan, sem gerist á sjötta áratug 20. aldarinnar í Hollywood, fjallar um Norma Desmond, stjörnu þöglu myndanna, en trú hennar sjálfrar á að hún sé ósnertanleg og ævarandi, hefur gert hana að vitskertum einsetumanni. Stórhýsi hennar á Sunset Boulevard er farið að láta á sjá, ...


2. DESEMBERUNFORGIVEN (1992)

SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

Unforgiven (1992)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.2
Rotten tomatoes einkunn 96%
The Movie db einkunn8/10

Íbúar bæjarins Big Whisky eru venjulegt fólk, sem er að reyna að lifa venjulegu lífi. Lögreglustjórinn Little Bill, reynir að byggja sér hús og halda uppi lögum og reglu. Gleðikonur bæjarins hafa í sig og á. Nú birtast nokkrir kúrekar sem fara illa með eina gleðikonuna, og ...

Myndin vann fjögur Óskarsverðlaun. Besta mynd, besti leikari í aukahlutverki Gene Hackman, besta leikstjórn Clint Eastwood, og besta klipping Joel Cox.


4. DESEMBER – 2001: A Space Odyessey (1968)

SAMBÍÓIN EGILSHÖLL

2001: A Space Odyssey (1968)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.3
Rotten tomatoes einkunn 92%
The Movie db einkunn7/10

Mannkynið finnur dularfullan hlut grafinn á tunglinu og með hjálp hinnar gáfuðu tölvu H.A.L. 9000, er farið í leiðangur til að rannsaka málið. ...

Vann Óskarsverðlaun fyrir tæknibrellur. Var tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokknum besti leikstjóri, besta handrit, besta listræna stjórnun.


5. DESEMBERDUMB & DUMBER (1994)

SMÁRABÍÓ

Dumb and Dumber (1994)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.3
Rotten tomatoes einkunn 67%
The Movie db einkunn5/10

Sagan fjallar um Lloyd Christmas og besta vin hans Harry Dunne. Þeir búa saman í Los Angeles. Lloyd vinnur fyrir sér með því að keyra limósínu og þegar sagan hefst er hann að keyra unga og fagra konu út á flugvöll. Lloyd hefur alltaf vitað að ef hann bara hitti réttu konuna færi ...

Vann tvenn MTV verðlaun. Jim Carrey fyrir leik, og Carrey og Lauren Holly fyrir besta kossinn. Carrey einnig tilnefndur til Razzie verðlauna fyrir verstu frumraun.


5. DESEMBER – FOR A FEW DOLLARS MORE (1965)

SMÁRABÍÓ

For a Few Dollars More (1965)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.2
Rotten tomatoes einkunn 92%
The Movie db einkunn5/10

Tveir mannaveiðarar eru að elta sama manninn, Indio. Í fyrstu fara þeir hvor sína leiðina, en að lokum vinna þeir saman. En eru þeir að elta hann af sömu ástæðunni?...


7. DESEMBERCHRISTMAS VACATION (1993)

BÍÓ PARADÍS

Christmas Vacation (1989)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.5
Rotten tomatoes einkunn 70%
The Movie db einkunn7/10

Clark Wilhelm Griswold langar að halda hin fullkomnu Griswold fjölskyldujól. Eftir margra mánaða undirbúning býður hann bæði foreldrum sínum og tengdaforeldrum, og einnig frænda sínum Louis og elliærri frænku sinni Bethany. Clark að óvörum mætir hinn groddaralegi frændi konu ...


15. DESEMBERKISS KISS BANG BANG (2005)

BÍÓ PARADÍS

Kiss Kiss Bang Bang (2005)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.5
Rotten tomatoes einkunn 86%
The Movie db einkunn7/10

Smáþjófurinn Harry Lockhart, sem er á flótta í Los Angeles undan lögreglunni eftir misheppnað rán, er af slysni fenginn í leikprufu fyrir hlutverk rannsóknarlögreglumanns í kvikmynd, og er einnig boðið í partý. Hann hittir einkaspæjarann Gay Perry, sem stingur upp á að hann taki...


19. DESEMBERGREMLINS (1984)

SMÁRABÍÓ

Gremlins er hvorki meira né minna en 40 ára á þessu ári og því tilvalið að skella sér á hana rétt fyrir jólin í bíó. Nú í fyrsta skipti í 4K myndgæðum.


Gremlins (1984)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.3
Rotten tomatoes einkunn 86%
The Movie db einkunn7/10

Myndin segir frá því þegar strákur í ógáti, brýtur þrjár mikilvægar reglur varðandi nýja krúttlega gæludýrið sitt, og leysir úr læðingi hjörð meinfýsinna og ógeðfelldra lítilla skrýmsla. Reglurnar eru eftirfarandi: 1. Ekki láta þau komast nálægt björtu ljósi. 2. ...

29. DESEMBER BLUE VELVET (1986)

BÍÓ PARADÍS

Blue Velvet (1986)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.7
Rotten tomatoes einkunn 95%
The Movie db einkunn6/10

Menntaskólaneminn Jeffrey Beaumont snýr aftur til sín friðsæla heimabæjar Lumberton til að sjá um verkfæraverslun föður síns á meðan faðir hans fer á spítala. Þegar hann er á gangi á gróðursælu engi nálægt heimili fjölskyldunnar þá finnur hann afskorið eyra. Eftir ...

David Lynch tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti leikstjóri. Dennis Hopper tilnefndur til Golden Globes verðlaun fyrir leik, og Lynch fyrir handrit.


3. JANÚARKILL BILL: VOL. 1 (2003)

BÍÓ PARADÍS

Kill Bill: Vol. 1 (2003)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.2
Rotten tomatoes einkunn 85%
The Movie db einkunn5/10

Aðalpersónan, Brúðurin, var meðlimur the Deadly Viper Assassination Squad, sem elskhugi hennar Bill fór fyrir. Þegar hún komst að því að hún væri ófrísk eftir Bill, þá ákvað hún að skipta um lífstíl og flýja líf sitt sem leigumorðingi. Hún fer til Texas, hittir þar ungan...


10. JANÚARBEFORE SUNSET (2004)

BÍÓ PARADÍS

Before Sunset (2004)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.1
Rotten tomatoes einkunn 94%
The Movie db einkunn5/10

Bandaríkjamaðurinn Jesse Wallace er á fertugsaldri. Hann er í bókaverslun í París, sem er síðasti viðkomustaður á kynningarferð þar sem hann er að kynna metsölubók sína, This Time. Þó að hann tali með óljósum hætti um innblásturinn að bókinni, þá er hann þar að ...


13. JANÚARBULLITT (1968)

SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

Bullitt (1968)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.4
Rotten tomatoes einkunn 98%
The Movie db einkunn6/10

Hinn virti og vinsæli lögregluforingi Frank Bullit er beðinn sérstaklega um það af hinum metnaðarfulla Walter Chalmers, sem er í bænum til að halda yfirheyrslu í þinginu vegna skipulagðra glæpa, að gæta Johnny Ross, mafíuforningja frá Chicago, sem ætlar að vitna gegn mafíunni í...

Vann Óskarsverðlaun fyrir klippingu. Var einnig tilnefnd fyrir hljóð.


24. JANÚARFIFTY SHADES OF GREY (2015)

BÍÓ PARADÍS

Fifty Shades of Grey (2015)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn4.2
Rotten tomatoes einkunn 25%
The Movie db einkunn6/10

Þegar bókmenntafræðineminn Anastasia Steele, fer að taka viðtal við auðmanninn Christian Grey, sem greiða við herbergisfélaga sinn Kate Kavanagh, þá hittir hún fallegan, snjallan og dálítið ógnandi mann. Hin saklausa og barnalega Anastasia fer að átta sig á að hún dregst að ...


26. JANÚARLEGEND (1985)

BÍÓ PARADÍS

Legend (1985)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.3
Rotten tomatoes einkunn 41%

Myndin gerist í tímalausum goðsagnakenndum skógi þar sem álfar, púkar, einhyrningar og menn búa saman. Við fáum að fylgjast með dularfullum íbúa skógarins sem örlögin hafa valið til að fara í hetjulega sendiför. Hann þarf að bjarga hinni fögru prinsessu Lili og sigra hinn ...


29. JANÚAR – THUNDERBALL (1965)

SMÁRABÍÓ

Thunderball (1965)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.9
Rotten tomatoes einkunn 85%
The Movie db einkunn7/10

Hryðjuverkasamtökin SPECTRE ræna tveimur kjarnorkusprengjum og hyggjast kúga fé út úr Atlantshafsbandalaginu og hlýtur 007 þá miklu ábyrgð að koma í veg fyrir þá illu ráðagerð. Kjarnorkusprengjurnar eru í þotu sem hefur verið rænt. Þegar um borð í þotuna er komið ...

Vann Óskarsverðlaun fyrir brellur. Tilnefnd til BAFTA fyrir listræna stjórnun.


9. FEBRÚARTHE HAUNTING (1963)

BÍÓ PARADÍS

The Haunting (1963)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.4
Rotten tomatoes einkunn 87%
The Movie db einkunn7/10

Dr. Markway, sem rannsakar tilvist drauga, rannsakar Hill House, stórt óhugnanlegt hús með hryllilega sögu af ofbeldisfullum dauðdögum og geðveiki. Með honum er hinn fremur efagjarni ungi Luke, sem mun erfa húsið, hin dularfulla og skyggna Theodora og hin óörugga Elenor, en ...


21. FEBRÚAR HOT FUZZ (2007)

BÍÓ PARADÍS

Hot Fuzz (2007)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.8
Rotten tomatoes einkunn 91%
The Movie db einkunn10/10

Nick Angel (Simon Pegg) er ekta "ofurlögga." Hann er svo góður í starfi sínu að hann hefur verið sendur af yfirmönnum sínum í lítið, hljóðlátt þorp þar sem að lítið fer fyrir honum. Nick kann engan veginn vel við sig þar sem hann er, en hann kemst brátt að því að eitthvað...


3. MARSBEING THERE (1979)

SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

Being There (1979)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.9
Rotten tomatoes einkunn 95%
The Movie db einkunn8/10

Hinn einfeldningslegi garðyrkjumaður Chance hefur búið allt sitt líf hjá gömlum manni í Washington D.C. Þegar gamli maðurinn deyr þá þarf Chance að yfirgefa húsið án þess að hafa neina vitneskju um heiminn, fyrir utan það sem hann hefur lært af því að horfa á sjónvarpið. ...

Melvyn Douglas fékk Óskarsverðlaun fyrir leik í aukahlutverki. Peter Sellers fékk tilnefningu til Óskarsverðlauna.


7. MARS ZOOLANDER (2001)

BÍÓ PARADÍS

Zoolander (2001)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.5
Rotten tomatoes einkunn 64%

Derek Zoolander er eins sjálfumglaður og hægt er að verða, enda vinsælasta karlmódel sinnar kynslóðar og hefur ekki í hyggju að gefa það eftir. Það verða honum því gífurleg vonbrigði þegar stjarna hins unga og ljóshærða módels, Hansel, fer að skína skærar en hans eigin. ...


14. MARSSCOTT PILGRIM VS. THE WORLD (2010)

BÍÓ PARADÍS

Scott Pilgrim vs. the World (2010)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.6
Rotten tomatoes einkunn 83%
The Movie db einkunn5/10

Scott Pilgrim er 22 ára bassaleikari í bílskúrsbandinu Sex Bob-omb og hefur aldrei átt í vandræðum með að ná sér í kærustur, vandamálið hefur frekar verið að losna við þær. En þegar hann hittir loks draumastúlkuna, Ramonu, hefur hún fortíðarbagga sem veldur Scott ...


23. MARS SEXY BEAST (2000)

BÍÓ PARADÍS

Sexy Beast (2000)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.3
Rotten tomatoes einkunn 87%
The Movie db einkunn3/10

Gal, fyrrum glæpamaður, lifir hamingjuríku lífi ásamt eiginkonu sinni Deedee í fallegu húsi á Spáni. Don Logan, virtur innan mafíunnar og gamall "vinur" Gal, birtist skyndilega. Hann vill fá Gal með sér í stórt verkefni í London, ásamt vel völdum öðrum félögum. Þegar Gal ...


6. APRÍL THE CROW (1994)

BÍÓ PARADÍS

The Crow (1994)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.5
Rotten tomatoes einkunn 87%
The Movie db einkunn4/10

Gítarleikarinn Eric Draven er reistur upp frá dauðum af kráku, ári eftir að hann og unnusta hans eru myrt. Krákan leiðbeinir honum í gegnum land hinna lifandi og leiðir hann heim til þeirra sem drápu hann og kærustuna: hnífakastarans Tin-tin, dópistans Funboy, bílamannsins T-Bird, og...


7. APRÍLTAXI DRIVER (1976)

SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

Taxi Driver (1976)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.2
Rotten tomatoes einkunn 89%
The Movie db einkunn6/10

Travis Bickle er fyrrum Víetnamhermaður sem býr í New York borg. Hann þjáist af svefnleysi, og eyðir nóttinni í að aka leigubíl. Á daginn horfir hann á klámmyndir í skítugum kvikmyndahúsum, á milli þess sem hann hugsar um hvernig heimurinn, og þá einkum New York, er kominn ...


27. APRÍLNETWORK (1976)

BÍÓ PARADÍS

Network (1976)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.1
Rotten tomatoes einkunn 91%
The Movie db einkunn7/10

Howard Beale, sem hefur starfað lengi sem fréttaþulur hjá UBS sjónvarpsstöðinni, fær reisupassann, og þarf að fara af vinnustaðnum innan tveggja vikna, en áhorf á þátt hans hefur farið minnkandi. Hann bregst við þessu með því að tilkynna á tilfinningaþrunginn hátt í beinni ...


8. SEPTEMBERTHE UNTOUCHABLES (1987)

SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

The Untouchables (1987)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.8
Rotten tomatoes einkunn 83%
The Movie db einkunn8/10

Alríkislögreglumaðurinn Elliot Ness safnar saman úrvalsliði til að berjast gegn mafíuforingjanum Al Capone, og notar til þess óhefðbundar aðferðir meðal annars, en sögusviðið er mafíustríðin á þriðja áratug 20. aldarinnar. ...

Sean Connery fékk Óskarsverðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki. Var tilnefnd til Óskars fyrir búning, tónlist og listræna stjórnun.


6. OKTÓBER – BUTCH CASSIDY AND THE SUNDANCE KID (1969)

SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

Butch Cassidy and the Sundance Kid (1969)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8
Rotten tomatoes einkunn 89%
The Movie db einkunn7/10

Butch og Sundance eru leiðtogar Hole-in-the-Wall útlagagengisins, sem rænir banka og lestir. Butch er hugmyndasmiðurinn en Sundance er sá sem kann öll trixin. Villta vestrið er að verða meira og meira siðfágað og þegar Butch og Sundace ræna enn eina lestina, þá þá er sendur ...


11. OKTÓBER – Kelly’s Heroes

SAMBÍÓIN

Kelly's Heroes (1970)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.6
Rotten tomatoes einkunn 79%
The Movie db einkunn9/10

Sagan gerist í seinni heimsstyrjöldinni. Þýskum liðþjálfa er rænt af Bandaríkjamönnum, en áður en þeir ná að yfirheyra hann ræðst stórskotalið á herbúðirnar. Þrátt fyrir það þá nær fyrrum liðsforinginn Kelly að ná til liðþjálfans, hella hann fullan og komast að ...