Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Psycho 1960

Fannst ekki á veitum á Íslandi

The picture you MUST see from the beginning... Or not at all!... For no one will be seated after the start of... Alfred Hitchcock's greatest shocker Psycho. An Alfred Hitchcock Masterpiece.

109 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 97% Critics
The Movies database einkunn 97
/100

Marion Crane, skrifstofukona frá Phoenix, er búin að fá nóg af lífi sínu. Hún þarf að hitta ástmann sinn Sam í hádegishléum og getur ekki gifst honum því Sam þarf að borga mestallar tekjur sínar í meðlag. Föstudag einn treystir vinnuveitandi Marion henni fyrir að fara með 40.000 dali í bankann. Hún ákveður að grípa tækfærið og hefja nýtt líf.... Lesa meira

Marion Crane, skrifstofukona frá Phoenix, er búin að fá nóg af lífi sínu. Hún þarf að hitta ástmann sinn Sam í hádegishléum og getur ekki gifst honum því Sam þarf að borga mestallar tekjur sínar í meðlag. Föstudag einn treystir vinnuveitandi Marion henni fyrir að fara með 40.000 dali í bankann. Hún ákveður að grípa tækfærið og hefja nýtt líf. Marion fer úr bænum og stefnir á búð Sams í Kaliforníu. Þreytt eftir langa keyrslu, lendir hún í stormi og beygir út af þjóðveginum og að Bates mótelinu. Mótelinu er stjórnað af feimnum ungum manni sem heitir Norman Bates sem virðist vera kúgaður af móður sinni. ... minna

Aðalleikarar

Hitchcock hræðir aftur
Psycho frægasta hrollvekja Alfred Hitchcock er geðsjúkur svarthvítur hryllingur með frábæru plotti.

Psycho fjallar um konuna Marion, hún lifir venjulegu áhyggjulausu lífi þangað til hún stelur 40.000 dollörum einn daginn og heldur á brott frá Arizona.
Hún endar á gistiheimili og mætir örlögum sínum þar. Við hvarf hennar fer fólkið í kringum hana og eigandi peninganna að hafa áhyggjur af hvarfi hennar og hvert á fætur öðru lendir í hremmingum á gistiheimilinu. Morðinginn og ástæður hans eru fáranlegar og koma áhorfandanum mikið á óvart.

Myndin er snilldarlega vel gerð eins og allt sem ég hef séð úr smiðju Alfred Hitchcock. Spennan er magnþrungin og tekst Hitchcock að halda manni spenntum og hræddum stóran hluta myndarinnar.
Ég mæli sterklega með þessari mynd fyrir Hitchcock aðdáendur og hrollvekjuaðdáendur. Frumleg mynd á undan sínum tíma er hér á ferð. Vara fólk þó við að horfa ekki á trailer fyrir hana á youtube þeir spilla fyrir sögunni!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eins og allar myndir hins feita og sköllótta Hitchcocks er þessi mynd algjört meistaraverk! Við kynnumst konu sem heitir Marion sem stelur 40.000 dollurum og stefnir svo út í sveit.

Hún sofnar undir stýri og ekur út af veginum. Þegar að hún er vakin af lögregluþjóni sem ráðleggur henni að fara á hótel fer hún á það næsta sem hún sér. Bates motel er það.


Þar hittir hún eigandan Norman Bates sem hefur áhuga á uppstoppun.

Hann er indæll. Hugsar vel um mömmu sína. Kurteis. Morðóður!

Þar með hefst saga full af morðum og geðveiki og inniheldur hið alræmda sturtuatriði sem oftar hefur verið gert spaug að en nokkru öðru atriði í kvikmyndasögunni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ótrúlega góð hrollvekja/spennutryllir úr smiðju Hitchcocks. Við kynnumst konu sem stelur 40.000 dollurum frá gauri og fer út í sveit. En hún týnist og stoppar á Bates hótelinu en verður myrt. Þá fer lögga að rannsaka þetta en verður myrtur líka. Og þá fer systir konunnar og einhver annar gaur og sjá að morðinginn er geðveikur og mamma hans reynist vera beinagrind sem hann talar bara fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Algjör fucking snilld!!!!!!!!!! Alfred Hitchcock er algjör snillingur. Við kynnumst konu sem stelur 40.000$ dollurum af auðkýfingi og keyrir burt út í sveit. En hún stoppar á litlu hóteli og hittir stjórnandann sem heitir Norman Bates. Norman á sívælandi mömmu. En konan verður drepinn (og það í hinu fræga sturtuatriði sem allir þekkja). En rannsóknarlögga fer að rannsaka þetta mál en verður líka myrtur. Þá fer systir konunnar og einhver annar maður að finna morðingjan en það reynist að Norman er geðveikur og mamma hans er dáin en hann er með líkið og bara talar fyrir hana! Mjög góð mynd eftir snillinginn Alfred Hitchcock.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Psycho er ábyggilega frægasta mynd mesta meistara kvikmyndarsögunnar, Alfred Hitchcock. Og hún inniheldur eitt frægasta atriði, eða kannski frægasta atriðið kvikmyndarsögurnar, sturtuatriðið.

Marion Crane (Janet Leigh) stingur af með peningarfúgu af vinnuveitanda sínum. Hún fer frá stórborginni og keyrir í burtu á leið til kærastans síns sem á heima í öðru fylki. Henni grunar að henni eru veitt eftirför og er mjög stressuð. Um nóttina stoppar hún í Bates-móteli og kynnist þar hinum skrítna manni Norman Bates (Anthony Perkins) sem rekur mótelið með móður sinni. En um nóttina er Marion myrt (sturtuatriðið).

Systir hennar (Vera Miles) og kærasti hennar (John Gavin) ráða einkaspæjari (Martin Balsam) til rannsaka hvarf hennar.

Tónlistin er rosalega taugatrekkjandi og aukar spennunna verulega. Klippingin er rosalega flott eins og í fræga sturtuatriðinu sjást engar blóðsúthellingar. Leikarnir standa sig frábærlega vægar satt enda er engin smá nöfn þar á ferð.

Psycho er einfaldlega algjört tímamótaverk og hreint meistaraverk. Það er ekki spurning að Psycho sé með bestu verkum Alfred´s . Með Rear Window, Vertigo og fleirum.

Þessi mynd sannar einfaldlega að Hitchcock sé undan langflestum leikstjórum og aðeins fáir hafa náð að skapa mynd í klassa Psycho.

Psycho er algjört skylduáhorf fyrir allar mannverur sem hafa efni á því að leiga sér spólu.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn