Footloose
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð
RómantískDramaTónlistarmynd

Footloose 1984

One kid. One town. One chance.

6.6 65743 atkv.Rotten tomatoes einkunn 51% Critics 7/10
107 MÍN

Þegar hinn ungi Ren McCormack og fjölskylda hans flytja úr stórborginni Chicago til lítils bæjar í miðvesturríkjum Bandaríkjanna, þá verða viðbrigðin mikil. Hann reynir að aðlaga sig, en á erfitt með að trúa því að hann sé staddur í bæ þar sem rokktónlist og dans eru bönnuð. En það er eitt jákvætt við þetta: Ariel Moore, sæt stelpa sem á afbrýðisaman... Lesa meira

Þegar hinn ungi Ren McCormack og fjölskylda hans flytja úr stórborginni Chicago til lítils bæjar í miðvesturríkjum Bandaríkjanna, þá verða viðbrigðin mikil. Hann reynir að aðlaga sig, en á erfitt með að trúa því að hann sé staddur í bæ þar sem rokktónlist og dans eru bönnuð. En það er eitt jákvætt við þetta: Ariel Moore, sæt stelpa sem á afbrýðisaman kærasta. Svo er það presturinn sem er ábyrgur fyrir því að ekki má dansa í bænum. Ren og bekkjarfélagar hans vilja losna undan ægivaldi hans, sérstaklega þar sem útskriftarárið nálgast, en Ren er sá eini sem hefur hugrekkið til að standa gegn þessu yfirvaldi. ... minna

Aðalleikarar

Kevin Bacon

Ren McCormack

Lori Singer

Ariel Moore

John Lithgow

Reverend Shaw Moore

Dianne Wiest

Vi Moore

Chris Penn

Willard Hewitt

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)

Loose, Footloose!
Footloose er algjör Guilty pleasure mynd fyrir mér. Í fyrsta lagi felst hún ekki beint undir Macho myndir heldur langt frá því og svo er hún eitthvað svo cheesy. Ég ætla örugglega að sleppa nýju útgáfunni enda er hún ábyggilega ekki með sama kosti og þessi: 80‘s tónlist, 80‘s dans og 80‘s allt saman! Þetta kemur mér alltaf í stuð annað en þetta Step Up kjaftæði, eitthvað underground dancing kjaftæði.

Kevin Bacon er líka önnur góð og gild ástæða fyrir því að Footloose er algjör klassík. Ég hef alltaf verið hrifinn af Kevin Bacon sem leikara og þrátt fyrir misgott hlutverkaval bætir hann alltaf einhverju við myndir. Hérna er hann Ren, sjálfsumglaður fimleikadansarivandræðagemsi. Já, eitthvað þannig. Svo er John Litgow alltaf traustur og þrátt fyrir óáhugaverða sögu var hann skemmtilegur og vann ágætlega úr því sem hann fékk. Aðrir eru svo líka bara mjög ágætir, ekkert klikkaðir leiklistarhæfileikar en samt mjög hressir.

Tónlistin er náttúrulega snilld hvert lag á eftir öðru og nær hápunktinum með Footloose og Never. Atriðið við síðarnefnda lagið er líka algjör snilld og ég hló mun meira að því eftir að hafa séð Hot Rod. Sagan er voða cheesy og ekta 80‘s unglingamyndafílingur. Vondi unglingurinn sem er með aðalgelluna og þar sem klisjurnar náðu hápunktinum: Góði kallinn (Bacon) og „vondi“ fara í einsskonar keppni (bílarace í Grease t.d.).

Ég fíla þessa mynd í botn þrátt fyrir marga ókosti eins og allt of mismunandi þema í gangi og alveg svaðalegar klisjur. Kannski er það líka partur af fjörinu en Kevin Bacon, tónlistin, fjörugar danssenur og hresst leikaralið hífa þessari mynd í góðar 7 stjörnur.

7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn