Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Full Monty 1997

Frumsýnd: 17. október 1997

Six men. With nothing to lose. Who dare to go....

91 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 96% Critics
The Movies database einkunn 75
/100
Fékk Óskarsverðlaun fyrir tónlist. Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leikstjórn, besta handrit og bestu mynd.

Sex atvinnulausir stálverkamenn, sem fá innblástur frá Chippendale´s nektardansflokknum, stofna karlkyns nektardanshóp. Konurnar hvetja þá áfram til að fara "alla leið" og koma alveg naktir fram.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Eitt vita allir. Þegar Bretum tekst vel upp í gerð gamanmyndar þá slær enginn þeim við. Þessi dásamlega fyndna mynd og er umtöluð sem ein allra besta breska gamanmynd allra tíma og segir hún frá nokkrum atvinnulausum kunningjum í stálborginni Sheffield í Englandi sem hafa fátt við að vera í öllu atvinnuleysinu nema velta fyrir lífinu og tilverunni. Dag einn kemur Chippendale-dansflokkurinn til borgarinnar og skemmtir fyrir troðfullu húsi fagnandi kvenna. Í framhaldi af því fær einn kunningjanna, Gaz, þá flugu í höfuðið að fyrst fólk sé tilbúið að greiða væna fúlgu fyrir að horfa á þessa sýningu, hvers vegna ætti það ekki að vera tilbúið að greiða fyrir sýningu þar sem 6 atvinnulausir stálverkamenn tína af sér spjarirnar í villtum dansi. Hugmyndin er í sjálfu sér fáránleg. Enginn þeirra kumpána kann að dansa svo vel sé, einn þeirra er að nálgast fimmtugt, annar er allt of feitur og með sjálfsálitið í lágmarki, sá þriðji er þunglyndur og svo framvegis. Og enginn þeirra hefur stundað neina líkamsrækt að ráði. Hver kæmi til að horfa á ÞESSA menn fara úr öllum fötunum? En allt atvinnuleysið og peningaskorturinn vega þungt og þrátt fyrir ýmsan mótbyr ákveða kunningjarnir að láta slag standa. Og brátt fer leikurinn að snúast um það hversu langt þeir eru tilbúnir að ganga í sýningunni sjálfri. Fá nærbuxurnar að fjúka líka? Það er spurningin. Með fullri reisn eða The Full Monty, hefur fengið afburða dóma allra gagnrýnenda og var m.a. tilnefnd til óskarsverðlauna sem besta mynd ársins 1997. Það má því hiklaust fullyrða með vissu að skemmtilegri mynd geta kvikmyndaunnendur varla valið sér til upplyftingar. Ég gef "Full Monty" þrjár og hálfa stjörnu og mæli eindregið með henni. Hún er ÓBORGANLEG!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn