Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Last Kiss 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 3. nóvember 2006

We all make choices. What's yours?

115 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 46% Critics
The Movies database einkunn 57
/100

Michael (Zach Braff) stendur á þrítugu og allt virðist leika í lyndi. Hann er í frábæru starfi, á góðan vinahóp og á von á barni með draumastúlkunni. En eftir að hann hittir ungan háskólanema, Kim (Rachel Bilson), fer hann að efast um stefnu sína í lífinu. Meðan sambönd hrynja allt í kringum hann neyðist Michael til að velja milli þess sem að almennt... Lesa meira

Michael (Zach Braff) stendur á þrítugu og allt virðist leika í lyndi. Hann er í frábæru starfi, á góðan vinahóp og á von á barni með draumastúlkunni. En eftir að hann hittir ungan háskólanema, Kim (Rachel Bilson), fer hann að efast um stefnu sína í lífinu. Meðan sambönd hrynja allt í kringum hann neyðist Michael til að velja milli þess sem að almennt er talið rétt og þess sem að gæti verið síðasti möguleiki hans á að upplifa eitthvað nýtt og spennandi.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Zach Braff er hæfileikaríkur maður og með þessari mynd, “The Last Kiss” fylgir hann eftir hinni feikna sterku mynd “Garden State”. Í “The Last Kiss” tekst hann á við hlutverk ungs manns sem stendur á þrítugu. Lífið virðist ljúft, skemmtilegir vinir, sæta kærustu og góða vinnu. Kærastan hans er ófrísk og því tímamót framundan. En óvissan nagar hann þar sem hann gerir sér grein fyrir að lífið framundan er í föstum skorðum. Fyrir honum liggur að giftast, eignast börn, kaupa hús o.s.frv.


Á þessum tímamótun hittir hann “cuite brunette”, unga háskólastelpu, sæta og skemmtilega. Hann fellur fyrir henni og veröldin hans hrynur. “The Last Kiss” er ágætlega skrifuð mynd og Zach Braff kemst vel frá leiknum eins og flestir aðrir leikararnir í myndinni. Helst fannst mér leikstjórinn eyða of litlum tíma í samband persónu Zach Braff og “ the cuite brunette” (Rachel Bilson), en hann tekur afdrífaríka ákvörðun án þess að mér fannst sambandið milli þeirra vera orðið trúverðugt.


Enga síður er þetta ljómandi mynd sem fær mann til að hugsa, en það er skortur á slíkum myndum nú til dags.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn