In the Valley of Elah
2007
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 18. apríl 2008
Sometimes finding the truth is easier than facing it.
121 MÍNEnska
74% Critics 65
/100 Hank Deerfield (Tommy Lee Jones) og kona hans Joan (Susan Sarandon) fá símtalið sem allir foreldrar óttast. Sonur þeirra er horfinn. Mike (Jonathan Tucker) var nýkomin heim úr 18 mánaða herdvöl í Írak þegar hann hvarf úr herstöðinni í Nýju-Mexíkó. Hank flýtir sér í herstöðina til að kanna málið, enda fyrrum hermaður með mikla reynslu í að rannsaka... Lesa meira
Hank Deerfield (Tommy Lee Jones) og kona hans Joan (Susan Sarandon) fá símtalið sem allir foreldrar óttast. Sonur þeirra er horfinn. Mike (Jonathan Tucker) var nýkomin heim úr 18 mánaða herdvöl í Írak þegar hann hvarf úr herstöðinni í Nýju-Mexíkó. Hank flýtir sér í herstöðina til að kanna málið, enda fyrrum hermaður með mikla reynslu í að rannsaka herglæpi. Fyrirspurnir hans skila litlum árangri og það helsta sem hann hefur upp úr krafsinu er myndskeiðsbrot úr síma Mike. Lík Mike kemur fljótlega í leitirnar. Það er illa brunnið. Herinn tekur við málinu af lögreglunni, þar sem morðið virðist hafa átt sér stað á landareign hersins. En Hank er óstöðvandi og ætlar sér að komast að hinu sanna. Rannsóknarlögreglukonan Emily Sanders (Charlize Theron) ætlar sér líka að leysa málið og þau vinna saman í leit að svörum. Myndin byggir verulega á lífsreynslu Richard Davis, fyrrum herlöggu sem hóf sína eigin rannsókn þegar sonur hans var myrtur við heimkomu frá Írak.... minna