Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ég vil taka fram að mér finnst Crash vera MIKLU BETRI en American pie þó hún hafi fengið 4 stjörnur hjá mér sem ég sé mikið eftir,sú gagnrýni var eiginlega sú fyrsta sem ég gerði.
Crash er mjög góð kvikmynd eiginlega synd að ég sá hana í fyrsta skiptið í gær.
Myndin er fallega og vel gerð og mjög vel leikstýrð,tónlistin mjög góð,falleg myndataka erí Crash og leikararnir eru flestir mjög góðir.
Crash segir frá kynþátta fordómum í Los Angeles og tekst af gefa frábærum boðskap til skila.
Aðal persónurnar eru rík og snobbuð hjón sem hafa mikla kynþáttafordóma(Brendan Fraser og Sandra Bullock)sem lenda í því að jeppanum þeirra er stolið af tveimur gangsterum(Ludacris og Tony Danza)sem eru alltaf að rífast,hinn heldur því fram að allir séu með kynþáttafordóma,Svartur sjónvarpsmynda leikstjóri og falleg eiginkona hans(Terrence Howard og Thandie Newton)sem eru stoppuð af tveimur lögreglu mönnum(Matt Dillon og Ryan Phillippe)bara útaf því að maðurinn er svartur og löggan sem Dillon leikur áreitir konuna kynferðislega fyrir framan eiginmann hennar sem ekkert getur gert,Persneskur innflytjandi þarf að kaupa byssu til að verja búðina sína og verður fyrir miklu áfalli,dökkur lásasmiður á dóttur sem er dauðhrædd við byssukúlur,Tvær löggur(Don Cheadle og Jennifer Esposito)eru mikið vör við kynþáttahatur meðan þau eru að rannsaka morðmál sem gæti tengst því,á meðan þarf löggan að hugsa um móður sína sem er fíkniefna neytandi.
Allar þessar persónur og nokkrar aðrar tengjast á einhvern hátt.
Crash er Raunsæ,velgerð og yndisleg perlaog skilduáhorf þótt á tímabili sé erfitt að horfa á.
Ein af bestu myndum þessa magnaða kvikmynda árs.
Örugglega með athyglisverðari myndum þessa árs. Fullt af frábærum leikurum eru komnir hér saman og skila þeir allir sínum hlutverkum af stakri prýði, þó sérstaklega Sandra Bullock í þann stutta tíma sem hún var í henni. Örugglega besta frammistaða hennar hingað til. Virkilega vel skrifuð mynd, sagan að myndinni er algjör snilld og plottið að myndinni er virkilega flott. Pottþétt ein frumlegasta myndin sem ég hef séð á þessu ári. Verð að gefa henni 4 stjörnur. Myndi pottþétt gefa henni 5 stjörnur ef ég gæti það. Mæli með að allir sjái þessa mynd sem fyrst.
Crash
Paul Haggis, þekktur handritshöfundur og skapari margra sjónvarpsþáttaraða er hér á ferð með sína fyrstu kvikmynd þar sem hann situr í leikstjórastólnum(ef við teljum ekki með Ghost of Chances, sem fékk nánast enga umfjöllun og var stuttmynd, tæpar 6 mínútur)
Það er oft sagt að maður eigi að taka létt á frumraunum rithöfunda og leikstjóra. Þegar ég var að horfa á þessa mynd hefði ég aldrei geta ímyndað mér að þetta væri frumraun Paul Haggis.
Þessi mynd segir frá sögu margra einstakling sem tvinnast síðan saman.
Lögreglumaður sem á við mikið af persónulegum vandamálum að stríða. Hann á mömmu sem er dópfíkill og átti hann erfitt uppdráttar þegar hann var smástrákur og hafði það áhrif á framtíð hans. Hann er fjarlægur við alla sem eru í kringum hann. Hann fær það hlutverk að rannsaka morðmál þar sem einn óeinkennisklæddur lögreglumaður drap annan óeinkennisklæddan lögreglumann.
Hjón verða fyrir miklu áfalli þegar tvær ósvífnir bílaþjófar ræna bílnum þeirra. Maðurinn er aðalsaksóknari borgarinnar en konan er algjört snobb sem er leiðinleg við allt og alla sem eru í kringum sig.
Lögreglumaður sem er mikill kynþáttahatari stoppar svarta konu og mann hennar og geri sig sekan um kynferðislegt áreiti.
Metnaðarfullur og framsækinn Hollywood leikstjóri þarf að horfa upp á að konu sinni sé sýnt kynferðisleg áreiti.
Persneskur innflytjandi sem kaupir byssu til að vernda búðina sína.
Mexískóskur lásasmiður á dóttur sem er sjúklega hrædd við byssukúlur.
Tvær svartir glæpamenn sem vorkenna sjálfum sér út af mismunun og rasisma í garð síns.
Allar þessar persónur eru tvinnaðar saman með stórkostlegri útkomu.
Sum atriðin í þessari mynd eru rosalega átakanleg, ég var að horfa á þessa mynd með hóp af fólki og það voru frekar mikil læti en þegar þetta atriði kom stoppuðu allir að tala um voru gjörsamlega límdir við skjáinn.
Ekki nóg með það að handritið sé mjög gott þá er þetta líka mjög góður leikara hópur, stórstjörnu eins og Brendan Fraiser og Sandra Bullock sýna góðan leik og sýnir hinn lítt þekkti Terrance Howard snilldarleik.
Þessi mynd fjallar líka mikið um kynþáttafordóma og þau áhrif sem þeir hafa á samfélagið.
Mynd sem ég mæli með fyrir alla.
Í stuttu máli sagt er Crash meðal bestu mynda sem ég hef séð þar sem af er árinu og ef til vill sú besta. Myndin gerist í Los Angeles og fjallar í stórum dráttum um kynþáttafordóma en án þess þó að dæma fordómafulla einstaklinga eða predika. Handritshöfundurinn og leikstjórinn Paul Haggis gerir sér grein fyrir því að kynþáttafordómar eru ekki meðfæddir heldur myndast vegna uppeldis, viðhorfa nákominna og ef til vill slæmrar reynslu úr fortíðinni. Myndin gerir nokkuð mörgum persónum skil og mætti kalla ensemble mynd líkt og Magnolia. Margir þekktir leikarar koma við sögu og standa sig allir með prýði. Sérstaklega er ástæða til að pikka Söndru Bullock úr hópnum, því þó að persóna hennar fái ekki mjög mikinn skjátíma þá er hlutverk hennar hérna það besta og þroskaðasta sem ég tel að hún hafi nokkurn tíman gert. Hún er fyrir Crash það sem Tom Cruise var fyrir Magnolia. Það er því ljóst að Crash er skylduáhorf fyrir þá sem eru, eins og ég, þreyttir á þessum endalausa straum af innihaldslausu sorpi sem Hollywood sendir frá sér þessa dagana.
Gott, en ég vildi meira!
Crash er mjög góð mynd sem hefði getað orðið mögnuð. Hefði Paul Haggis fókusað aðeins minna á hvernig hægt væri að stytta myndina yfir í ásættanlega lengd og lagt meiri áherslu á persónusköpunina, þá væri myndin í góðum málum. Crash er byggð upp eins og Short Cuts og Magnolia, en þrátt fyrir að ná hvergi hæðum þeirra mynda, þá er umfjöllunarefni hennar mun átakanlegra og sennilega algengara.
Myndin er yfir höfuð gífurlega sterk og sýnir hún manni ýmsar hliðar á kynþáttafordómum og þröngsýni annara. Myndin helst svo vel á floti því hún gefur manni bragð af raunveruleikanum eins og maður oftast þekkir hann. Leikurinn er líka ótrúlega góður, hjá nánast hverjum og einum. Einna helst eru Matt Dillon, Don Cheatle, Michael Pena og Thandie Newton eftirminnileg. Sandra Bullock á jafnvel heldur þétta innkomu, og þetta er eitt af fáum skiptum þar sem hún sést eins góð og hér (eða öllu heldur í svona tegund af mynd, frekar en að sleppa sér í hörmung á borð við Miss Congeniality 2). Dillon á annars að mörgu leyti bestu senurnar í myndinni, og þar sérstaklega stendur ein uppúr sem viðkemur bílslysi ásamt honum og Newton. Brilliant atriði.
Þessi mynd er í raun og veru svo mikið samansafn af áhrifaríkum þáttum að mér þykir hálf sársaukafullt að persónusköpunin skuli hafa orðið svona aum. Báðar Magnolia og Short Cuts voru þriggja tíma myndir, og með slíkum lengdartíma notaði hún tækifærið til að þróa hvern mikilvægan einstakling í hverri sögu. Crash er rétt undir tvo tíma, og það er alls ekki nægur tími fyrir svona marga karaktera. Annað atriði sem mér fannst örlítið súrt í handritinu var hversu ferlega tilviljanakennd öll myndin var. Og hvernig persónurnar fléttuðust inn í hverja sögu gat oft reynst fremur langsótt, þá sérstaklega þegar maður lítur á hversu stór borg L.A. er.
Annars mæli ég pottþétt með þessari mynd, og hvet alla til að horfa á hana. En passið innilega upp á það að rugla henni ekki saman við hina samnefndu David Croenenberg mynd.
7/10
Crash er mjög góð mynd sem hefði getað orðið mögnuð. Hefði Paul Haggis fókusað aðeins minna á hvernig hægt væri að stytta myndina yfir í ásættanlega lengd og lagt meiri áherslu á persónusköpunina, þá væri myndin í góðum málum. Crash er byggð upp eins og Short Cuts og Magnolia, en þrátt fyrir að ná hvergi hæðum þeirra mynda, þá er umfjöllunarefni hennar mun átakanlegra og sennilega algengara.
Myndin er yfir höfuð gífurlega sterk og sýnir hún manni ýmsar hliðar á kynþáttafordómum og þröngsýni annara. Myndin helst svo vel á floti því hún gefur manni bragð af raunveruleikanum eins og maður oftast þekkir hann. Leikurinn er líka ótrúlega góður, hjá nánast hverjum og einum. Einna helst eru Matt Dillon, Don Cheatle, Michael Pena og Thandie Newton eftirminnileg. Sandra Bullock á jafnvel heldur þétta innkomu, og þetta er eitt af fáum skiptum þar sem hún sést eins góð og hér (eða öllu heldur í svona tegund af mynd, frekar en að sleppa sér í hörmung á borð við Miss Congeniality 2). Dillon á annars að mörgu leyti bestu senurnar í myndinni, og þar sérstaklega stendur ein uppúr sem viðkemur bílslysi ásamt honum og Newton. Brilliant atriði.
Þessi mynd er í raun og veru svo mikið samansafn af áhrifaríkum þáttum að mér þykir hálf sársaukafullt að persónusköpunin skuli hafa orðið svona aum. Báðar Magnolia og Short Cuts voru þriggja tíma myndir, og með slíkum lengdartíma notaði hún tækifærið til að þróa hvern mikilvægan einstakling í hverri sögu. Crash er rétt undir tvo tíma, og það er alls ekki nægur tími fyrir svona marga karaktera. Annað atriði sem mér fannst örlítið súrt í handritinu var hversu ferlega tilviljanakennd öll myndin var. Og hvernig persónurnar fléttuðust inn í hverja sögu gat oft reynst fremur langsótt, þá sérstaklega þegar maður lítur á hversu stór borg L.A. er.
Annars mæli ég pottþétt með þessari mynd, og hvet alla til að horfa á hana. En passið innilega upp á það að rugla henni ekki saman við hina samnefndu David Croenenberg mynd.
7/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Lions Gate Films
Kostaði
$6.500.000
Tekjur
$98.410.061
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
20. maí 2005
VHS:
12. september 2005