Náðu í appið

The 51st State 2001

(Formula 51)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 5. apríl 2002

Nice Wheels. Dirty Deals. And One Mean Mother In A Kilt.

92 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 25% Critics
The Movies database einkunn 23
/100

Elmo McElroy veit sínu viti. Hann er bandarískur efnafræðisnillingur sem fer til Englands til að selja nýju formúluna sína - kraftmikla blöndu sem á að hjálpa þér að komast í sjöunda himinn. Þetta nýja dóp gefur þér 51. meira kikk en nokkuð annað, í sögu mannkyns. En áætlun hans um að auðgast á þessu fer í vaskinn, þegar hann verður strandaglópur... Lesa meira

Elmo McElroy veit sínu viti. Hann er bandarískur efnafræðisnillingur sem fer til Englands til að selja nýju formúluna sína - kraftmikla blöndu sem á að hjálpa þér að komast í sjöunda himinn. Þetta nýja dóp gefur þér 51. meira kikk en nokkuð annað, í sögu mannkyns. En áætlun hans um að auðgast á þessu fer í vaskinn, þegar hann verður strandaglópur í Liverpool ásamt óvæntum ferðafélaga, og fyrrum kærustu hans, og flækist í skrýtinn svikavef. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Skemmtun eins og hún gerist best með Samuel L. Jackson í aðalhlutverki sem efnafræði snillingur, en hann vinnur við að finna upp á nýjum eiturlyfjum.

Einn daginn fer hann svo til London og ætlar að selja þar Formúluna 51, sem er formúla fyrir nýtt eiturlyf og efni hennar má nálgast í apótekum.

En allt fer úr böndunum hægt og rólega og endar þetta í skemmtilegum seinni helming.Myndina skartar alveg frábærum húmor og ágætis spennuatriðum. En hún er bæði vel leikin, sem og leikstýrð og er lýsing og klipping myndarinnar til sóma.Þetta er mynd sem að ætti ekki að fara fram hjá neinum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég er sjálfur mikill Púllari og hef dvalið nokkrum sinnum í Liverpoolborg. Ég var því mjög spenntur að sjá þessa mynd því að ég ímyndaði mér að mikið væri hægt að gera úr sögusviði myndarinnar enda staðsett í frægri tónlistar- og knattspyrnuborg. En því var ekki að heilsa.


Það var ekki minnst á bítlana í myndinni en bætt var úr með því að fara á Anfield en senurnar þar voru afar daprar - sérstaklega skotin úr knattspyrnuleiknum sem voru vægast hlægileg.) Hefði verið betra að notast við alvöruskot.. Ekki var minnst á Kop, heldur ekki Cavern, Liverbirdinn, Albert Docks eða neitt, ekki einu sinni Angels ;-) - sagan hefði þess vegna getað farið fram í Mílanó á San Siro ef undanskilið er gott atriði um erjur á milli utd og Púllara.


Slitróttur söguþráður var stór galli. Illa ígrundaðar aukapersónur leiknar af Meat Loaf annars vegar og Rhys Ifans annars vegar (tveir leikarar sem sönnuðu í Fight Club og Notting Hill að þeir geta spjarað sig á Hvíta tjaldinu.)


Í stuttu máli - mikil vonbrigði - slitrótt gagnrýni mín er á enda runnin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég var bara nokkuð sáttur eftir að hafa séð þessa mynd en Samuel L. Jackson svíkur engan og alltaf jafn góður, hann leikur gæja sem lætur engan vaða yfir sig. Ég var líka mjög ánægður með Robert Carlyle en hann hélt uppi góðum húmor sem virkaði vel, allavega á mig. Hann leikur kjaftforan og skapstóran aula. Það er einn stór galli við myndina að mínu mati og það er endirinn, ég var ekki ánægður með hann. Annas bara fínasta mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Samuel L. Jackson í skotapilsi! Hver hefði trúað því að mesti töffari kvikmyndaleikara nú til dags mundi ganga í skotapilsi. En samt er hann flottastur. Samuel L. Jackson leikur Elmo McElroy, efnafræðisnilling sem finnur upp fullkomna eiturlyfið. Hann svíkur bossin sinn, eðluna (Meat Loaf) og fer til Englands til að selja vöruna sína. Þar verður hann sóttur af hinum mikla Liverpoolaðdáanda Felix DeSouza (Robert Carlyle; Full Monty og Trainspotting) sem hugsar næstum ekki um annað þá dagana en að tryggja sér miða á leikinn FC Liverpool gegn Manchester United. Eftir það eru þeir félagar óaðskiljandi. Emily Mortimer (The Kid) leikur Dawn Dakota Parker sem er fyrrverrandi hans Felix og er leigumorðingi fyrir eðluna. Hún á fyrst að drepa Elmo en svo lætur eðlan hana vernda hann. Í aukahlutverkum eru Rhys Ifans (Notting Hill og Kevin & Perry go large) og Sean Pertwee sem er lögga. Ronny Yu hefur ekki verið beint í uppáhaldi hjá mér fyrir Bride of Chucky (ein af lélegri mydum sem ég hef séð) en kom mér á óvart með ágætri leikstjórn. 51st State er sprenghlægileg og frekar gróf hasarmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Elmo McElroy (Samuel L. Jackson) er efnafræðisnillingur sem vinnur við það að finna stöðugt upp á nýjum eiturlyfjum sem yfirmaður hans, hinn snargeðveiki glæpamaður The Lizard (Meat Loaf) selur síðan. En McElroy er búinn að fá nóg af því að vera eingöngu þræll fyrir bófann og því stingur hann af með formúlu í höfðinu á sér fyrir byltingarkenndu eiturlyfi. The Lizard er að sjálfsögðu ekki ánægður og sendir á eftir honum leigumorðingjann Dawn (Emily Mortimer). McElroy heldur til Liverpool í Skotapilsi og ætlar að semja annaðhvort við Leopold Durant (Ricky Tomlinson) eða Iki (Rhys Ifans), tvo helstu glæpamenn borgarinnar um formúluna. Sá sem bíður betur fær hana. Inn í þetta flækjast síðan hinn seinheppni smákrimmi Felix DeSouza (Robert Carlyle), spillta löggan Virgil Kane (Sean Pertwee) sem vill fá sína sneið af kökunni, snarruglaðir nýnasistar og það sem er verst af öllu, The Lizard sjálfur til Liverpool í hefndarhug.

Það yrði kannski seint sagt að þessi mynd væri neitt merkileg og þetta er engin Guy Ritchie mynd eins og Snatch. eða Lock, Stock and Two Smoking Barrels en asskoti hefur hún mikið skemmtanagildi. Ef maður gleymir bara heilanum á sér heima þá er þessi mynd príðisgóð skemmtun. Bæði tónlist og myndataka (eins og í Fight Club og Snatch.) er vel heppnuð og klippingarnar eru einnig skemmtilegar. Kannski er það bara ég en mér hefur alltaf fundist eitthvað ómótstæðilegt við fullt af hálf-misheppnuðum og kolrugluðum glæpamönnum sem eru allir á höttunum eftir sama hlutnum og eru stöugt að flækjast fyrir hvor öðrum. Enda er þessi mynd borin uppi af skörpum samtölum og leik.

Samuel L. Jackson er að venju svalastur allra og ekkert meira. Robert Carlyle er stórskemmtilegur sem vandræðagemsinn og ákafi Liverpool-aðdáandinn Felix. Hann og Jackson mynd ágætis par. Sean Pertwee sem spillta löggan er fínn (hann minnti mig reyndar svo mikið á Gary Oldman að ég hélt að þetta væri Gary Oldman), hinn ávallt skemmtilegi Rhys Ifans er það áfram og Meat Loaf (sem ég fékk dálítið álit á sem leikara eftir að ég sá Fight Club) er frábær aftur hér sem snargeðveikur glæpamaður.

Eini tilgangur þessarar myndar er að skemmta og ef henni tekst það þá fer ég ekki fram á meira. Henni tekst það í mínu tilviki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn