Hvernig væri nú að sleppa silikoni og hæfileikalausum leikurum og gera svona hryllingsmyndir af aðeins meiri ástríðu og fá fólk sem getur komið (áhugaverðum) hlutverkum frá sér? Ég bara spyr. Því þessi mynd hefði getað orðið mun betri með betri leik fórnarlambanna, en sumir hafa hæfileika og kannski var leikstjórnin bara ekki nógu öflug. Annars þótti mér þetta bara hin mesta skemmtun þrátt fyrir afskaplega óeðlilegt splatter-blóðið. Hugmyndin er náttúrulega sniðug, svo ekki sé minnst á að maður fær að upplifa orsök þess að Freddy er eins og hann er og Jason er eins og hann er. Nóg er af blóðslettum og öskrum og það í bland við góða frammistöðu Jason-leikarans (það má náttúrulega deila um hvort hann þarf að leika) og Freddy-leikarans (hann leikur snilldarlega) gefa manni heilmikið sem aðdáenda hrollvekja af betri gerðinni. Það er hægt að segja að söguþráðurinn sé frekar ófyrirsjáanlegur og það er kostur. Maður myndar hins vegar lítil tengsl við fórnarlömbin sem fyrr. Manni varð strax ljóst að Freddy og Jason eru jafn sterkir og það er bara fyrir heppni sem annar gæti sigrað hinn. Veikleiki Freddy er eldurinn og veikleiki Jasons vatnið. Mesti styrkur Freddy er auðvitað að myrða í gegnum drauma sína, en mesti styrkur Jasons er að hann óttast ekkert og er ódrepandi af því hann er ekki lengur með öllu mannlegur. Svo Freddy á meiri líkur á að sigra Jason í draumi, en Jason á meiri líkur á að sigra Freddy í vöku. En ég get ekki annað sagt en að Freddy vs. Jason er bara fín hrollvekja og hefði vart getað verið betri. Góða skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei