Aðalleikarar
Leikstjórn
Það er ekki mikið sem hægt er að segja um þessa mynd, bara svona típýsk íslensk heimildarmynd. Þessi mynd er alveg ágæt og ég skemti mér ágætlega við að horfa á hana. Ég er í rauninni hlutlaus hvort ég mæli með myndinni en ef maður er í stuði og í góðu skapi gæti hún virkað.
Þetta er ekkert mál er frábær skemmtun. Hér er vel farið í gegnum feril eftirminnilegasta íþróttamanns sem Ísland hefur átt, Jón Páll Sigmarsson. Allt frá bernskuárunum, sigrum Jóns sem Sterkasti maður heims, föðurhlutverki og sorglegs dauðdaga Jóns 16. janúar 1993 þegar hann var rétt 32 ára. Svo eru tekin viðtöl við vini, helstu keppinauta Jóns og fjölskyldu hans. Þetta er mynd sem allir Íslendingar verða sjá og votta virðingu sína fyrir einum besta og sterkasta manni Íslands, Jón Páll Sigmarsson. Blessuð sé minning hans. 4 stjörnur. Besta íslenska heimildarmynd sem hefur verið gerð.
Þetta er ein af rosa fáum myndum sem ég gef 4 stjörnur fyrir. Þvílík heimildarmynd sem þetta var. Þarna er farið vel í gegnum ævi sterkasta manns allra tíma, Jóns Páls Sigmarssonar og mesta íþróttamanns sem Íslendingar hafa átt, í dag er enginn Íslendingur með tærnar þar sem Jón Páll hefur hælana nema mögulega Eiður Smári knattspyrnumaður hjá Barcelona. En það er bara mitt mat og þarf ekki endilega að vera sú sama og ykkar.
Þessi mynd snýst eins og áður sagði um Jón Pál Sigmarsson, okkar fremsta íþróttamann síðari ára, þarna er fjallað um ævi hans sem smástrákur og alveg þar til hann dó 16. janúar 1993. Tekið var viðtöl við hans helstu vini og vandamenn, móður hans og föður og systkini, Hjalta Úrsus, Þorgrím Þráinsson og Ómar Ragnarsson auk þess sem tekin voru viðtöl við nokkur erlend fólk sem þekkti kappan í æsku.
Besta heimildarmynd um mann sem ég hef séð, greinilegt að það var mikið lagt í þessa mynd og var allur undirbúningur greinilega til staðar og alveg til fyrirmyndar..
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Steingrímur Jón Þórðarson, Hjalti Árnason
Vefsíða:
Frumsýnd á Íslandi:
8. september 2006