Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Mean Girls 2004

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 18. júní 2004

Watch your back / Welcome to the Girl World.

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 84% Critics
Rotten tomatoes einkunn 66% Audience
The Movies database einkunn 66
/100

Cady Heron er 15 ára gömul stúlka sem hefur eytt mestallri ævi sinni í Afríku, en þar fékk hún kennslu heimafyrir af foreldrum sínum sem eru dýrafræðingar. Þegar fjölskyldan flytur til Bandaríkjanna þá fer Cady í menntaskóla í úthverfi Illinois fylkis, þar sem hún fær hraðnámskeið í ýmsu er snýr að því að vera menntaskólastelpa; íþróttastrákarnir,... Lesa meira

Cady Heron er 15 ára gömul stúlka sem hefur eytt mestallri ævi sinni í Afríku, en þar fékk hún kennslu heimafyrir af foreldrum sínum sem eru dýrafræðingar. Þegar fjölskyldan flytur til Bandaríkjanna þá fer Cady í menntaskóla í úthverfi Illinois fylkis, þar sem hún fær hraðnámskeið í ýmsu er snýr að því að vera menntaskólastelpa; íþróttastrákarnir, klappstýrurnar, dópistarnir, svölu krakkarnir, og svo framvegis. Henni að óvörum þá kemst Cady inn í aðal stelpuklíkuna sem þekkt er undir nafninu "The Plastics", en þar ræður Regina George ríkjum, ásamt Grethcen Weiners og Karen Smith. Þó að Cady sé þakklát fyrir að hafa eignast nýja vini, þá áttar hún sig fljótt á því hve stjórnsamar nýju vinkonurnar geta verið og fljótlega þá fer hún útfyrir það sem leyfilegt er í hópnum, með því að fara á stefnumót með Aaron, sem er heillandi, myndarlegur ... en er fyrrum kærasti Regina. Ekki líður á löngu þar til Regina og vinkonurnar eru komnar í bardagaham, og Cady þarf að þola hefndaraðgerðir sem mörg ár í frumskógum Afríku hafa ekki búið hana undir. ... minna

Aðalleikarar

Raunhæf stelpumynd
Mean Girls er uppáhalds ,,stelpumynd" margra þótt að enginn strákur ætti að skammast sín fyrir að finnast hún skemmtileg.

Hún snýst um mál sem að þótt að það sé dáldið ýkt er eitthvað sem allar grunnskóla og menntaskóla stelpur kannast við.
The plastics eru vinsælustu stelpurnar í skólanum þær eru fallegar, klæðast bleiku á miðvikudögum og eru aldrei í joggingfötum. Þær eru Gretchen (Lacey Chabert), Karen (Amanda Seyfried) og hin illa Regina George (Rachel McAdams).
Cadey (Lindsay Lohan) er 16 ára stelpa sem að er búin að búa í Afríku allt sitt líf ásamt foreldrum sínum sem eru dýrafræðingar.
Þegar þau flytja til Bandaríkjanna og senda hana í menntaskóla halda þau að allt muni ganga vel, en þeim gæti ekki skjátlast meira.

Fyrsta daginn borðar hún ein og svo hittir hún Janis Ian (Lizzy Caplan) og Damian (Daniel Franzese). Þau útskýra allt borðakerfið í skólanum sem skiptist m.a. upp í kynlífsaktív nörd, asísk nörd, asískar gellur, the plastics, stelpur sem borða tilfinningar sínar og stelpur sem borða bara ekki neitt.

Cady er góð í stærðfræði og hittir þar Aaron (Johnathan Bennet). Hún verður hrifin af honum og heldur að fullkomna tækifærið að reyna við hann sé í hrekkjavöku-partíinu sem hann heldur. Áður bjóða the plastics Cady að setja með sér í hádeginu og hanga með þeim. En þegar Regina fyrrverandi kærasta Aarons kyssir hann í hrekkjavöku-partíinu bilast Cady, Hún vill hefnd eins og Janis fyrrverandi vinkona Reginu og ásamt Damian plotta þær saman að eyðileggja líf hennar. Þetta gera þær á fyndinn og frumlegan hátt en á endanum verður þú ekkert mjórri við að kalla einhvern annan feitann.

Myndin er skrifuð af snillingnum Tinu Fey sem er þekktust fyrir 30 Rock þessa dagann. Vinkona hennar Amy Poehler úr saturday night live leikur líka mömmu Reginu á ógleymanlega fyndinn hátt. Myndin er samt ekki bara grín og vitleysa heldur er virkilega mikill boðskapur í henni og afhjúpar hún á ýktan hátt leiðinlegu, baktalandi, klíkuskapar heim stelpna.

Maður verður að sjá Mean Girls hún er alltaf við hæfi í stelpupartíum og strákarnir vilja ekki alltaf viðurkenna það en þeir hafa líka gaman af henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég gef þessari mynd 4 stjörnur! Þessi mynd er frábær ég held reyndar ekki mikið uppá Lindsey Lohan því hún er ekki góð leikkona að mínu mati! Ég er búin að sjá þessa mynd 2 sinnum og hún er alltaf jafn góð!-Inga Björk 11 ára
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er ekkert smá skemmtileg mynd, um Cady (Linsey Lohan) sem kemur fará Afríku því að foreldrar hennar voru í rannsóknarstörfum.Cady er því ný í skólanum. Hún kynnist fullt af krökkum meðal annar kynnist hún vinsælustu og óvinsælustu krökkunum. Cady er sammt ekki jafn leiðinleg og vinsælustu stelpurnar en verður fljótt allvg eins og þær (Plastgellurnar eins og þær eru kallaðar). Cady verður svo hrifin að Aaron sem er fyrverand kærasti vinsælustu stelpunnar í skólanum, hún er í raun mjög leiðinleg og vill eiðileggja líf annara, hún reynir þá við Aaron til að gera Cady afbrigðisama og leiða en Cady reynir að gera lífið hjá henni líka leitt. Hún lendir því mikklum vardræðum. Endilega skellið ykkur á þessa bráðskemmtilegu mynd sem kennir manni að maður á ekki að baktala annað fólk og maður á ekki að þikjast vera neinn annar en maður sjálfur :D:D:D:D:D En þið verðið að fara á myndina til þess að þið fattið hvað hín er geðveikt skemmtileg;D
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er fín mynd hún er um stelpu sem er að fara í Menntaskóla. Það er leiðinleg stelpa í skólanum og hún og vinkona hennar ætla að stríða henni. Já ég myndi segja að allar stelpur frá 10-20 ættu að sjá þessa. Ég gef henni þrjár stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér fannst þessi mynd mjög skemmtileg og Lindsay Lohan er virkilega skemmtileg leikkona.


Annars finnst mér myndin sæt og fyndin og góð skemmtun
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.12.2020

Cook ráðin í He’s All That

Bandaríska leikkonan Rachael Leigh Cook mun bregða fyrir í gamanmyndinni He’s All That, væntanlegri endurgerð hinnar geysivinsælu She’s All That frá 1999. Cook fór þar með annað aðalhlutverkið. Kynjahlutverkum verð...

16.10.2020

10 ómissandi bíómyndir í hrekkjavökustíl

Það styttist óðum í hrekkjavöku, sem er enn tiltölulega nýlegt fyrirbæri í íslenskri menningu en allir landsmenn hafa upplifað sinn skerf með aðstoð dægurmenningar. En hvað er það sem kemur okkur í hrekkjavökug...

22.02.2020

Verstu framhaldsmyndir allra tíma

Breska blaðið The Independent hefur birt á vef sínum nýjan lista yfir 27 verstu framhaldsmyndir allra tíma, og kennir þar ýmissa slæmra grasa. Blaðið segir að listinn sé tekinn saman í tilefni af væntanlegu framhaldi kvikmyndarinnar PS ...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn