Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Top Gun 1986

I feel the need, the need for speed.

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 58% Critics
The Movies database einkunn 50
/100

Maverick er flottur flugmaður. Þegar hann mætir tveimur MiG óvinaflugvélum yfir Persaflóa, þá fær flugmaðurinn í fylgdarflugvélinni hræðslukast. Maverick er nánast eldsneytislaus, en tekst að tala flugmanninn til og þeir komast heilir heim. Þegar flugmaðurinn ákveður að skila inn flugskírteini sínu, þá er Maverick hækkaður í tign og sendur í Top Gun... Lesa meira

Maverick er flottur flugmaður. Þegar hann mætir tveimur MiG óvinaflugvélum yfir Persaflóa, þá fær flugmaðurinn í fylgdarflugvélinni hræðslukast. Maverick er nánast eldsneytislaus, en tekst að tala flugmanninn til og þeir komast heilir heim. Þegar flugmaðurinn ákveður að skila inn flugskírteini sínu, þá er Maverick hækkaður í tign og sendur í Top Gun flugskólann. Þar þarf hann að svara glósum samnemenda og kveða niður gamlan draug, sem er gömul saga af pabba hans sem dó í flugbardaga. Mistök sem hann gerði urðu til þess að aðrir létu einnig lífið. Maverick stefnir á að verða besti flugmaðurinn í skólanum og stígur á tær annarra nemenda á leiðinni, þar á meðal hjá Charlie, kvenkyns starfsmanni skólans, þó með öðrum hætti sé, og laðast sterklega að henni. ... minna

Aðalleikarar


Ágætis mynd þar sem Tom Cruise er að slíta barnsskónum í kvikmyndaleik og stendur sig ansi vel að vanda. Þetta er náttúrulega bara ''venjuleg'' orustumynd þar sem að farið er aðeins meira í léttu nóturnar og flugmönnunum eru gerð meiri skil. Dramatíkin er ekki of mikil en það er stutt í hana á köflum og bregða menn þá á það ráð að hoppa upp í vélarnar og metast hver framan við annan í vel gerðum flugatriðum. Söguþráðurinn er ekki flókinn, þar sem að myndin gerist í flugskóla þar sem að þeir bestu eru sigtaðir frá, og er það bara hið besta mál. Menn eru ekki að flækja söguna um of með einhverju striðsívafi, en það eina sem þeir gera er að skjóta þeir nokkrum MIG-þotum fram á sjónarsviðið og dúndra þær í tætlur, annað er það ekki hvað viðkemur bardögum í myndinni.(sem er nokkuð gott) Restin af tíma flugnemana er að læra herkænsku og að forðast að koma sér í vandræði. Anthony Edwards er ágætur og vont að sjá á eftir hans karakter á meðan persóna Val Kilmer er ekki alveg að meika það. Kelly McGillis er allt í lagi þó að hún sé ekki að gera nein kraftaverk. Vel frekar að horfa á Cocktail fram yfir þessa (þar sem að ég hélt á sínum tíma að hún væri sjálfstætt framhald af þessari, haha.)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Top Gun er eina kvikmyndinn er varðar orrustuvélar og umfangið í kringum þær á einhvern vitsmunlegan hátt. Það er skylda að sjá þessa mynd fyrir áhugamenn herflugvéla. Myndin getur átt það til að vera ferkar klisjukend á köflum og ef maður tekur vel eftir þá getur maður séð vissa galla í sumum atriðum. Hinsvegar er góð blanda af spennu, hátækni og hraða mixað við smá drama hér og þar. Þess má geta að flest flugatriðin í myndinni voru tekinn sérstaklega fyrir myndinna í staðinn fyrir að nota einhverjar úrklippur hér og þar. Þessi mynd er eina herþotumyndin frá 1986 til nútímans sem eitthvað er varið í, með það í huga að þá er þetta besta slíka mynd sem til er!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn