Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Einu sinni gat Tony Scott búið til svakalega fínt bíó. Nú býr hann bara til tveggja tíma MTV-vídeó sem hljóma eins og bylgjuauglýsing.
Domino Harvey átti um tíma mjög athyglisverðan feril sem mannaveiðari. Því er mér gersamlega óskiljanlegt af hverju þeir bjuggu til svona frámunalega asnalega sögu, algerlega úr lausu lofti gripna, í stað þess að nota bara raunverulega sögu hennar. Félagar hennar voru víst líka mun athyglisverðari og gáfulegri en viðriðnin sem eru félagar hennar í myndinni.
Myndin er bévítans krapp, en stöku viðunandi atriði bjarga myndinni frá því að vera hauskúpa.
Domino er nákvæmlega eins og treilerinn, það er engin viss stefna né neitt sögumarkmið sett fram, fyrir utan trilljón smásögur sem eru troðið inn við og við þá hefur kvikmyndin lítið að segja fyrir utan það að það hafi verið til kona sem kallaðist Domino Harvey sem var mannveiðari. Kannski er ég þó að misskilja myndina gersamlega, mögulega þá var það aðeins þessi ofgerði Tony Scott stíll sem angraði mig, mér leið eins og þessi stíll væri þarna til þess að gera það ljóst að ÞETTA ER TONY SCOTT MYND!. Ég hef reynt að skapa einhverskonar tilgang bakvið myndina, rétt eins og treilerinn gaf í skyn þar sem Keira Knightley sagði þessa sömu setningu 533 skipti My name is Domino Harvey, I am a bounty hunter. Eftir tvo klukkutíma af Domino þá kemur þessi setning fram sem lokaorð myndarinnar, ég er ekki alveg viss hvort Richard Kelly handritshöfundurinn gleymdi að skapa einhvern endi eða hann hreinlega stóð sig ekki vel. Fyrri útskýringin gæti staðist þar sem hann hefur víst tímabundið minnisleysi. Það er ekki margt sem gefur Domino þessar tvær stjörnur, góðir leikarar og skemmtilegur húmor hjálpaði til þess. Varast þarf þó myndina útaf sínum ofgerða stíl, það er svo oft klippt og skapað brengluð umhverfi gegnum óendanlegar linsur og filtera að ég fann fyrir heilablóðfalli við lok myndarinnar. Eina ástæðan sem ég finn fyrir að sjá Domino er annaðhvort að maður hefur sterka sjálfseyðingahvöt eða á einhverju sýrutrippi því Domino hefur mikið af sýru til þess að sýna.
Virkilega leiðinleg og hallærisleg þvæla frá Tony Scott um titilpersónuna sem Keira Knightley leikur og hálfvitalega og ruglningslega sögu hennar sem mannaveiðara. Domino er mynd sem vill vera svo sniðug en er aðeins stefnulaus og tilgangslaus og svo yfirgnæfandi hallærisleg að manni verður bara flökurt af að horfa á þetta. Karakter Knightley's er víst sannsöguleg og ætla ég nú bara að vona að sú manneskja hafi verið eitthvað áhugaverðari en þetta illa skrifað hlutverk. Það sem böggar mig samt verst við þessa mynd er það að Richard Kelly maðurinn sem gerði meistaraverkið og klassíkina Donnie Darko hafi virkilega skrifað handritið, getur það verið? En jæja, Domino sem heild er kannski ekki alslæm, Mickey Rourke kemur þarna sterkur inn og virðist vera eini leikarinn í myndinni sem lætur hallærið ekki setja blett á sig. Þegar ég hugsa um það þá er það kannski aðallega myndatakan og hljóðklippingin sem eru svona hallærislegar. Annað t.a.m. hasarinn er svona alltílæ. Hver eru svo lokaorð mín um Domino? Hún er misheppnuð og alls ekki þess virði að sjá. Ein stjarna frá mér fyrir einn og einn kost.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Maverick Entertainment
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
6. janúar 2006