Man on Fire er sannkölluð Tony Scott mynd, útkoma þróunar sem hefur átt sér stað hjá honum síðan líklegast Crimson Tide og Enemy of the State. Hvort ætti að kalla þetta MTv stíl eða ...
Man on Fire (2004)
"Revenge is a meal best served cold"
Alda mannrána hefur gengið yfir Mexíkó, og hefur valdið skelfingu á meðal auðugri íbúa landsins, sérstaklega foreldra.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
BlótsyrðiSöguþráður
Alda mannrána hefur gengið yfir Mexíkó, og hefur valdið skelfingu á meðal auðugri íbúa landsins, sérstaklega foreldra. Á sex daga tímabili, þá voru tuttugu og fjögur mannrán, sem varð til þess að margir réðu sér lífverði fyrir börnin sín. Inn í þetta ástand kemur John Creasy, útbrunninn fyrrum leyniþjónustumaður og leigumorðingi, sem er búinn að gefast upp á lífinu. Vinur hans, Rayburn, fer með hann til Mexíkó til að vera lífvörður níu ára gamallrar stúlku, Pita Ramos, sem er dóttir iðnjöfursins Samuel Ramos og eiginkonunnar Lisa. Creasy hefur lítinn áhuga á að verða lífvörður, hvað þá að gæta barns, en þar sem hann hefur ekkert betra að gera þá tekur hann verkefnið að sér. Creasy þolir varla barnið og endalausar spurningar þess um hann og líf hans. En hægt og hægt þá mildast hann, og hann opnar sig fyrir barninu. Creasy hefur nú fundið tilgang með lífinu, en allt það fer forgörðum þegar Pita er rænt. Þó að hann hafi særst alvarlega í ráninu, þá heitir hann því að drepa alla sem tengjast mannráninu. Og enginn mun geta stöðvað hann.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Gagnrýni notenda (8)
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráÞessi mynd er hreinasta snilld svona á að leikstýra mynd svona eiga handrit að vera og svona á að leika hreint útsagt eina sem mér fannst svolítið segjum ekki raunveruæegt er þetta a bull...
Denzel Washington fer með þetta hlutverk bara ansi vel. Hann leikur mann sem er lífvörður í landi þar sem að mannrán er daglegt brauð og ef allir minndu éta eina kexköku í hvert skipti se...
Virkilega góð og vel gerð mynd sem að heldur þér við efnið allan tímann. Fjallar um Creasy, lífvörð og drykkjumann sem að er ráðinn til að vernda litla telpu hjá fjölskyldu einni. Sv...
Hefndarþriller með kjaft!
Hefndarþrillerar eru ekki sjaldséðir í kvikmyndaheiminum, a.m.k. ekki nú í ár. Man on Fire fylgir hér sterkt eftir titlum á borð við Kill Bill vol. 2, The Punisher, Walking Tall og The Bour...
Hér erum við að tala um tæra snilld sem enginn má missa af, Washington er alveg frábær í henni og bara sjaldan séð hann betri. Maður getur eiginlega ekki sagt frá söguþræðinum því ...
Framleiðendur


































