Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Man on Fire 2004

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 17. september 2004

Revenge is a meal best served cold

146 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 38% Critics
The Movies database einkunn 47
/100

Alda mannrána hefur gengið yfir Mexíkó, og hefur valdið skelfingu á meðal auðugri íbúa landsins, sérstaklega foreldra. Á sex daga tímabili, þá voru tuttugu og fjögur mannrán, sem varð til þess að margir réðu sér lífverði fyrir börnin sín. Inn í þetta ástand kemur John Creasy, útbrunninn fyrrum leyniþjónustumaður og leigumorðingi, sem er búinn... Lesa meira

Alda mannrána hefur gengið yfir Mexíkó, og hefur valdið skelfingu á meðal auðugri íbúa landsins, sérstaklega foreldra. Á sex daga tímabili, þá voru tuttugu og fjögur mannrán, sem varð til þess að margir réðu sér lífverði fyrir börnin sín. Inn í þetta ástand kemur John Creasy, útbrunninn fyrrum leyniþjónustumaður og leigumorðingi, sem er búinn að gefast upp á lífinu. Vinur hans, Rayburn, fer með hann til Mexíkó til að vera lífvörður níu ára gamallrar stúlku, Pita Ramos, sem er dóttir iðnjöfursins Samuel Ramos og eiginkonunnar Lisa. Creasy hefur lítinn áhuga á að verða lífvörður, hvað þá að gæta barns, en þar sem hann hefur ekkert betra að gera þá tekur hann verkefnið að sér. Creasy þolir varla barnið og endalausar spurningar þess um hann og líf hans. En hægt og hægt þá mildast hann, og hann opnar sig fyrir barninu. Creasy hefur nú fundið tilgang með lífinu, en allt það fer forgörðum þegar Pita er rænt. Þó að hann hafi særst alvarlega í ráninu, þá heitir hann því að drepa alla sem tengjast mannráninu. Og enginn mun geta stöðvað hann.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Man on Fire er sannkölluð Tony Scott mynd, útkoma þróunar sem hefur átt sér stað hjá honum síðan líklegast Crimson Tide og Enemy of the State. Hvort ætti að kalla þetta MTv stíl eða ekki þá er ég ekki viss en burtséð frá því þá er stíllinn einkennandi þar sem fáir leikstjórar kjósa að nota hann, Oliver Stone hefur oft notað svipaðan stíl en þá ekki í nærrum því eins miklu magni, fyrir utan Natural Born Killers auðvitað. Það sem þessi stíll gerir, hraðar klippingar, mörg sjónarhorn, ýmsar gerðir af filmum og filterum og aðferðir sem fara þvert á móti hverja einustu kvikmyndaskólareglu, er að skapa mjög sérstakt andrúmsloft. Það er þó stundum sem mér fannst þessi stíll ofgerður og jafnvel tilgerðarlegur, en það var ekkert miðað við Domino sem var alger klessa annað en Man on Fire. Það sem Man on Fire hefur fyrir utan sinn sérstaka stíl er mjög athyglisverðan söguþráð, hefndarsaga sem ég hef aldrei séð áður sem Quentin Tarantino lýsti sem svo: ´Tough as Hell´ sem er eins sanngjörn lýsing og hver önnur þar sem miskunarleysið og ofbeldið hættir aldrei en gengur þó aldrei of langt framhjá sögunni. Denzel Washington er eins og ávallt frjárans góður í sínu hlutverki, sama með Dakota Fanning sem er líklega að verða einhver vinsælasta barnastjarna kvikmyndaheimsins. Harry Gregson-Williams hjálpar mikið með tónlistinni sinni, yfirleitt þá svalar hún sig meðfram stíl myndarinnar en annars þá róar hún mann niður. Man on Fire er mjög góð mynd, forðast óþægilegar klisjur og heldur sínum svala ramma alla lengdina en því miður fannst mér hún oft langdregin, ég vil gefa myndinni þrjár og hálfa en í staðinn þá held ég með sterkum þremum stjörnum. Það hefði verið gaman að sjá myndina hefði Tony Scott gert hana fyrir tuttugu árum síðan eins og hann ætlaði sér, þessi Man on Fire er endurgerð af myndinni sem Tony Scott ætlaði sér upprunalega að leikstýra frá árinu 1987 með Scott Glenn. Ég held þó að biðin hefur borgað sig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er hreinasta snilld svona á að leikstýra mynd svona eiga handrit að vera og svona á að leika hreint útsagt eina sem mér fannst svolítið segjum ekki raunveruæegt er þetta a buller allways tell's the truth þetta vvar kanski það sem mátti sleppa.En ég mæli með þessari mynd fyrir alla nema kanski litla krakka :D. I rest my case.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Denzel Washington fer með þetta hlutverk bara ansi vel. Hann leikur mann sem er lífvörður í landi þar sem að mannrán er daglegt brauð og ef allir minndu éta eina kexköku í hvert skipti sem einhverjum væri rænt væru allir orðnir feitir. Hann er ráðinn til að vernda einhverja litla stelpu sem er frekar skrýtin. Þeim tvem fer mjög vel saman, og síðan er stelpunni rænt og Denzel verður eins konar Punisher(fyrir þá sem hafa séð myndina eða lesið blöðin) og finnur mennina sem rændu henni og allt endar vel...eða einhvað þannig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Virkilega góð og vel gerð mynd sem að heldur þér við efnið allan tímann. Fjallar um Creasy, lífvörð og drykkjumann sem að er ráðinn til að vernda litla telpu hjá fjölskyldu einni. Svo þegar að litlu telpunni er rænt, þá ætlar Creasy að ná fram hefndum, sama hvað það kostar. Myndin minnir mann á Kill Bill hvað varðar söguna. Semsagt hún er mjög vel sögð og vel skrifuð. Tony Scott er leikstjóri sem að ég fíla mjög vel, alveg frá hans bestu mynd, True Romance. Hún fer mjög hægt af stað þessi mynd. Í fyrri hluta myndarinnar fær maður að kynnast persónunum, og þá sérstaklega persónu Denzels. Sambandið sem að Tony Scott gerir á milli persónu Denzels og Dakotu virkar mjög vel í myndinni. En svo þegar að kemur að seinni part myndarinnar, þá stoppar actionið ekki. Og actionið er mjög gott í þessari mynd, fannst mér persónulega. Ég held að besta leiðin til að segja um þessa mynd er að þetta er Kill Bill. En núna er bara búið að breyta sverðum yfir í byssur og Umu yfir í Denzel. Pælið í þessu. Kannski meikar engan sens en þannig finnst mér það. Allavega, þessi mynd er vel þess virði til að sjá. Ein af betri myndum Tony Scotts.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Men on fire er ágætis hefndarþriller. þetta er mjög þung mynd (það eru ekki allir happy) en samt mjög góður söguþráður. þessi mynd er dálítli kilsja hann er drykkjusúklingur og gerði einhver mistök sem gerir hann þunglyndan og eitthvað svona
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn