Upplifa stórmyndir í Bíótöfrum

Nýr íslenskur kvikmyndaklúbbur sem ber heitið Bíótöfrar var settur á laggirnar nú fyrir skemmstu í
samstarfi við Sambíóin. Klúbburinn stuðlar að því að sýna klassískar bíómyndir sem slógu í gegn á sínum
tíma og lofar fólki að upplifa stórmyndir aftur (eða í fyrsta skipti) á hvíta tjaldinu.

Það eru þeir Hafsteinn Sæmundsson þáttastjórnandi hlaðvarpsins Bíóblaðurs og Jóhann Leplat
Ágústsson stofnandi og umsjónarmaður Fésbókargrúbbunar Kvikmyndaáhugamenn sem eru í forsvari
fyrir Bíótöfrum.

Hafsteinn Sæmundsson og Jóhann Leplat Ágústsson.

Í fréttatilkynningu segja þeir félagar að hugmyndin að stofnun klúbbsins hafi sprottið upp úr viljanum til þess að efla kvikmyndamenningu á landinu og skapa samfélagsvettvang þar sem kvikmyndaáhugafólk og aðrir sem hafa gaman af kvikmyndum geti komið saman einu sinni til tvisvar sinnum í mánuði og upplifað
einstakar, sögulegar og heitt elskar kvikmyndir aftur eða í fyrsta skipti á hvíta tjaldinu. Þeir félagar sjá Bíótöfra einnig fyrir sér sem vettvang fyrir fólk til þess að kynnast betur í eigin persónu, styrkja félagsleg tengsl yfir sameiginlegu áhugamáli og ræða um kvikmyndir í raunheimum.

Opinn öllum

Kvikmyndaklúbburinn Bíótöfrar er opinn öllum og þarf ekki að skrá sig sérstaklega í hann, viðburðir og
sýningar á vegum klúbbsins verða haldnir í Sambíóunum Kringlunni og verða fyrst um sinn auglýstir inn á
fésbókargrúbbunni Kvikmyndaáhugamenn.

Miðasala á sýningar og viðburði er að finna á sambioin.is.

Fyrsta sýningin Bíótöfra verður í kvöld, fimmtudaginn 30. mars í Sambíóunum Kringlunni klukkan 21:00 og
fær hasarmyndin Heat frá árinu 1995 með þeim Robert De Niro og Al Pacino sem þann heiður að
vera fyrsta sýning Bíótöfra.

Heat (1995)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.3
Rotten tomatoes einkunn 83%
The Movie db einkunn10/10

Neil og glæpagengi hans sérhæfir sig í stórum ránum þar sem koma við sögu brynvarðir bílar, bankahólf og hvelfingar. Hópur lögreglumanna er á hælunum á þeim Þegar verkefni klúðrast kemst lögreglan á sporið, en á meðan ákveður hópurinn að vinna eitt lokaverkefni saman, ...

Val Kilmer fékk tilnefningu á MTV Awards fyrir Most desireable male.

Þess má til gaman geta að haldin var kosning inni á Fésbókarsíðunni Kvikmyndaáhugamenn um hvaða mynd yrði fyrir valinu og var það Heat sem hafði sigurinn gegn The Rock frá árinu 1996.  Hafsteinn og Jóhann segja að reglulega verði haldnar kosningar þar sem sigurvegari kosninganna verði fyrir valinu á næstu sýningu.

Í nýlegum hlaðvarpsþætti Bíóblaðurs fóru þeir Hafsteinn og Jóhann vel yfir allt sem viðkemur Bíótöfrum.
Áhugasamir eru hvattir til að hlusta á og kynnast Bíótöfrum betur og sömuleiðis eru allir hvattir til
þess að skella sér á Heat í Sambíóunum Kringlunni í kvöld.