Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Pink Floyd The Wall 1982

Fannst ekki á veitum á Íslandi

The Memories. The Madness. The Music... The Movie.

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 73% Critics
The Movies database einkunn 47
/100

Rokkstjarnan Pink Floyd sogast inn í geðveiki mitt í sálfræðilegri og félagslegri einangrun frá öllum. Í barnæsku átti hann enga karlkyns fyrirmynd þar sem faðir hans dó í stríðinu. Ofverndandi móðir hans er að kæfa hann, og þunglamalegt skólakerfi er að drepa alla sköpunargáfu.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Kröftug og ógleymanleg
Af þeim myndum sem mér finnst erfitt að tala um, þá er Pink Floyd: The Wall ein af þeim og eru ástæðurnar margar. Til að byrja með er myndin mjög óhefðbundin og einkennileg. Ég hef aldrei séð eins óhefðbundna/einkennilega söngleik/rokk-óperu, þar með talið The Rocky Horror Picture Show. Myndin er líka ótrúlega súr, ofbeldisfull, myrk og það líður ekki langur tími á milli spurninga sem myndin kemur með eða eitthvers táknræns. Þessi mynd er svo súr og full af súrealískum hlutum að ég er hissa að hún var ekki leikstýrð af David Lynch.

Ég hef verið aðdáðandi The Wall síðan ég var u.þ.b. 14 ára gamall og alltaf þegar ég sé hana skil ég eitthvað betur eða uppgötva eitthvað nýtt, og ég hef séð myndina oft. Að mínu mati er Pink Floyd: The Wall með 5 bestu kvikmyndum sem ég hef séð.

Aðalkostur myndarinnar er leikstjórn Alan Parker blönduð saman við tónlist Pink Floyd. Alan Parker kemur með þunga og óþægilega mynd. Hvert og eitt einasta atriði hefur vott af eitthverju sem er annaðhvort óþægilegt eða erfitt að sjá, hvort sem verið er að tala um ofbeldi, sýruleika eða falin skilaboð á bak við texta laganna. Lögin úr myndinni eru líka frábær, fjölbreytileg og vel samin. Ef ég á að nefna uppáhalds atriðin mín úr myndinni þá eru það Goodbye Blue Sky, Another Brick In The Wall, In The Flesh, Comfortably Numb og The Trial.

Vegna þess að fókusinn er alltaf á aðalkarakternum (sem heitir/er kallaður Pink Floyd) þá er eingöngu hægt að tala um frammistöðu hans. Bob Geldof, sem leikur Pink, hafði ekki komið fram í kvikmynd fyrir þessa mynd (hann er aðallega tónlistarmaður) og stendur sig mjög vel. Hann hefur fáar línur (og eru flestar dubbaðar af söngnum) en maður sér vel hvernig honum líður í gegnum þessa mynd og hvað hann gengur í gegnum. Hann er líka kröftugur og ógnandi. Hefði karaktersköpunin ekki verið svona góð hefði myndin ekki verið nærri því eins öflug og hún er. Sem betur fer fékk ég samúð fyrir honum og skildi mikið af því sem hann gerði, þar á meðal sadískar hugsanir sem hann fær á tímabili.

Myndin hefur fáranlega mikið af samlíkingum og táknum. Aðalþemur myndarinnar eru stríð, geðklofi, fasismi, dóp og Veggurinn, sem er samlíking. Að segja frá einhverri af þessum þemum tæki allt of langan tíma, og ég mæli miklu meira með því að upplifa myndina sjálfa í staðinn fyrir að lesa um það. Annars eru allar þemurnar kraftmiklar og skilja mikið eftir sig. Myndin byrjar til dæmis á atriði sem skiptist á milli seinni heimsstyrjaldarinnar (en faðir Pink dó í því) og unglingabyltingu sem er stoppuð af sadískum löggum. Aðalsögurþráður myndarinnar getur líka verið ráðgáta fyrir sumt fólk. Hún var þannig fyrst fyrir mig, en ég fór á endanum að fatta hvað var á bak við það sem Pink lendir í, skiptingum á milli lífs hans og þess sem er að gerast í hausnum á honum og hvað Veggur merkir í rauninni.

Fyrir aðdáðendur Pink Floyd, þá er nauðsynlegt að sjá þessa mynd. Fyrir aðdáðendur öðruvísi mynda, þá er þetta must-see mynd. Þetta er mynd sem skilur mjög mikið eftir sig. Það er reyndar frekar leiðinlegt hversu þung myndin er miðað við að það er næstum nauðsynlegt að sjá hana tvisvar. En ég hef séð hana oft og hef aldrei séð eftir því.

10/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn