Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Angela's Ashes 1999

Frumsýnd: 28. apríl 2000

Sumir fara alltaf úr öskunni í eldinn / The Hopes of a Mother. The Dreams of a Father. The Fate of a Child.

145 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 52% Critics
The Movies database einkunn 54
/100

Myndin er byggð á metsölubók og sjálfsævisögu Írans Frank McCourt og segir frá hinum unga Franke og fjölskyldu þar sem þau reyna að lifa af í sárafátækt í fátækrahverfum Limerick, fyrir stríð. Myndin hefst í Brooklyn, en eftir dauða eins af systkinum Frankie, þá snúa þau heim, en þar eru aðstæður enn verri. Fordómar gegn norður - írskum föður... Lesa meira

Myndin er byggð á metsölubók og sjálfsævisögu Írans Frank McCourt og segir frá hinum unga Franke og fjölskyldu þar sem þau reyna að lifa af í sárafátækt í fátækrahverfum Limerick, fyrir stríð. Myndin hefst í Brooklyn, en eftir dauða eins af systkinum Frankie, þá snúa þau heim, en þar eru aðstæður enn verri. Fordómar gegn norður - írskum föður Frankie, gera leit hans að vinnu í Írlandi erfiða, þrátt fyrir að hann hafi barist fyrir írska lýðveldisherinn, IRA, og þegar hann finnur peninga, þá eyðir hann þeim í áfengi.... minna

Aðalleikarar


"Aska Angelu" eða "Angela's Ashes" er nýjasta kvikmynd hins virta leikstjóra Alan Parker sem gert hefur úrvalsmyndir á borð við "Mississippi Burning", "Birdy", "The Commitments", "Bugsy Malone", "Midnight Express" og "Evitu". Myndin er byggð á samnefndri sjálfsævisögu Írans Franks McCourt, en hún hlaut Pulitzer-verðlaunin og er í dag ein dáðasta og vinsælasta saga sem komið hefur út á Írlandi. Frank McCourt fæddist í Brooklyn í New York á fjórða áratugnum, sonur írskra innflytjenda sem höfðu flúið heimaland sitt vegna atvinnuleysis og vosbúðar. En lífið í fyrirheitna landinu er heldur enginn dans á rósum, enga vinnu er að fá fyrir pabba Franks og að því kemur að hann og eiginkona hans ákveða að snúa aftur til Írlands með fjölskylduna. Þau koma til Limerick, heimabæjar móður Franks, vongóð um að nú loksins fari að rætast úr hlutunum, en það er öðru nær. Hér, ekki frekar en fyrri daginn, er enga vinnu að fá auk þess sem kaþólskir ættingjar Franks í móðurættina hafa skömm á föður hans sem er mótmælandi. Ofan á þetta taka nú alvarleg veikindi að herja á bræður Franks. Ekki bætir síðan úr skák að faðir hans fyllist æ meira von- og kæruleysi, sem leiðir hann út í algjöra óreglu og drykkju. En þrátt fyrir allar þessar þrengingar þá lifir Frank í þeirri von að einhvern tíma muni birta til og ákveður snemma að gera allt sem hann getur til að komast aftur til Bandaríkjanna og aftur heim! Þetta er í senn átakanleg og fyndin mynd, hún er stórkostlega vel skrifuð, og er hreint snilldarvel leikin af sérlega skemmtilegum leikhóp með þeim Robert Carlyle (The Full Monty, Trainspotting) og Emily Watson (Breaking The Waves, Hilary and Jackie) í broddi fylkingar. Meðal annarra leikara myndarinnar skal sérstaklega minnast á þá Joe Breen, Ciaran Owens og Michael Legge sem leika Frank McCourt á mismundandi æviskeiðum hans, þeir fara allir hreint á kostum. Semsagt; "Angela's Ashes" er í fáum orðum sagt ein af þessum gæðamyndum sem allir ættu að sjá. Ég mæli eindregið með henni við alla kvikmyndaunnendur
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það var vitað fyrirfram að miklar væntingar yrðu gerðar til þessarar kvikmyndar, og það er ósanngjarnt í hennar garð. Því miður stendur myndin ekki alveg undir því sem maður bjóst við. Ævisaga Franks McCourt hefur verið á toppi allra sölulista í 2-3 ár og var gott efni í virkilega góða mynd. Og efniviðinn vantar ekki; dramatísk sönn saga, leikstjórn Alans Parker, leikarar á borð við Robert Carlysle og Emily Watson. En allt kemur fyrir ekki, þegar yfir lýkur er Angela's Ashes tæplega þriggja tíma bömmer. Ég hef sjaldan verið svona þunglyndur í bíó enda ekki oft sem þrjú ungabörn deyja á fyrsta hálftímanum. Söguþráðurinn fylgir Frank McCourt og fjölskyldu hans fyrstu 15-16 æviár hans, og við fylgjumst með vægast sagt ömurlegum aðstæðum hans allan þann tíma. Malachy pabbi hans er drykkfelldur aumingi sem gat ekki farið með peninga; Angela móðir hans er sterk og ástrík en gölluð manneskja. Carlysle og Watson gera vel í sínum hlutverkum, og John gamli Williams sleppir týpískri írskri tónlist og notar djass í staðinn (og fékk Óskarsverðlaunatilnefningu nr. 33 fyrir). Drengirnir þrír sem leika Frank á mismunandi aldursskeiðum standa sig jafnframt vel. Samt finnst manni vanta eitthvað uppá til að úr verði stórmyndin sem maður bjóst við. Kannski er það væntingunum að kenna. Það væri gaman að vita hvað einhverjum sem þekkti ekki til bókarinnar fannst um myndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

17.07.2001

Kevin Spacey sem David Gale

Óskarsdrengurinn og laumuhomminn Kevin Spacey ( American Beauty ) var að landa aðalhlutverkinu í kvikmyndinni The Life Of David Gale undir leikstjórn Alan Parker ( Angela's Ashes ). Er hún byggð á sönnum atburðum og fjallar um samne...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn