Náðu í appið
Midnight Express
Bönnuð innan 16 ára
DramaGlæpamyndÆviágrip

Midnight Express 1978

Walk into the incredible true experience of Billy Hayes, and bring all the courage you can!

7.6 70066 atkv.Rotten tomatoes einkunn 96% Critics 8/10
121 MÍN

Þann 6. október árið 1970 þá er Bandaríkjamaðurinn Billy Hayes gripinn á flugvellinum í Istanbúl í Tyrklandi við að reyna að smygla tveimur kílóum af hassi út úr landinu, en hann var með efnið límt við líkamann. Honum er sagt að honum verði sleppt ef hann sýni samstarfsvilja og segi yfirvöldum frá því hver hafi selt honum efnið. Vandræði Billy... Lesa meira

Þann 6. október árið 1970 þá er Bandaríkjamaðurinn Billy Hayes gripinn á flugvellinum í Istanbúl í Tyrklandi við að reyna að smygla tveimur kílóum af hassi út úr landinu, en hann var með efnið límt við líkamann. Honum er sagt að honum verði sleppt ef hann sýni samstarfsvilja og segi yfirvöldum frá því hver hafi selt honum efnið. Vandræði Billy byrja svo fyrir alvöru þegar, eftir að hafa veitt yfirvöldum upplýsingar, hann reynir að flýja en er aftur handsamaður. Hann er í fyrstu dæmdur í rúmlega fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa haft eiturlyf undir höndum, en er ekki dæmdur fyrir smyglið sjálft. Síðar er hann dæmdur í 30 ára fangelsi, til að sýna fordæmi. Fangelsið er kaldranalegur staður á allan mögulegan hátt, og fangavörðurinn er sadisti að nafni Hamidou, en hann stjórnar fangelsinu, og pyntar fangana andlega og líkamlega af minnstu ástæðu. Billy er sagt að treysta engum, en vingast við nokkra samfanga sína, þar á meðal Bandaríkjamanninn Jimmy Booth sem er í fangelsi fyrir að stela tveimur kertum úr kirkju. Einnig vingast hann við Svía að nafni Erich og einnig einn af eldri föngunum, Englendinginn Max sem hefur verið í sjö ár í fangelsinu, en Max og Erich eru báðir í fangelsi vegna mála tengdum Hassi. Einn fanginn er ekki vinur Billys, en það er Rifki, en hann hefur talsverð völd í fangelsinu þar sem hann lekur upplýsingum í fangaverðina. Billy, fjölskylda hans og kærastan Susan, reyna hvað þau geta að fá hann lausan úr fangelsinu eftir lögformlegum leiðum, en Max segir honum að eina leiðin sé að taka Miðnætur hraðlestina út úr fangelsinu ( Midnight Express ), sem þýðir að flýja, en það er það sem Jimmy stefnir að í sífellu. Þegar staða Billy breytist, þá verður hann sífellt örvæntingarfyllri í öllum skilningi orðsins. Nú virðist sem Billy eigi aðeins tvo möguleika; að deyja í fangelsinu, eða reyna ná stjórn á lífi sínu með með öllum mögulegum ráðum. Myndin er byggð á sannri sögu.... minna

Spila stiklu
Horfa á myndina:
Horfa á Netflix
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn