Ég fór aðeins að pæla afhverju ég er að fatta að þessi mynd sé til akkúrat núna! Ég meina Keifer Sutherland, ég vissi allar þær myndir sem hann er búin að leika í, svo er ég bara hissa þegar ég sé hann þessari ræmu. Ég eiginlega pínulítið skammast mín að ég gef aldrei séð hana, er að gagnrýna hana Núna og hef Aldrei nefnt hana hana áður.
Á mínu mati er þetta svona brake-trough myndin hans Alex Proyas sem ekkert svakalega margir sáu eða nefna ennþá dag í dag. Eftir að hafa séð þessa mynd, er ég í sjokki. Þetta er gerð af Sci-Fi sem ég hef aldrei séð áður. Dimmur, freaky, létt steiktur og er með milljón hluti sem engin myndi geta smellt saman. Nema það actully gerðist...og það var Awesome.
Leikararnir standa sig rosalega vel, sérstaklega Keither. Í myndinni er samt enginn að gera einnhverja áhærslu á persónusköpun, en það verður samt einnhver persónuþróun. En svona án djóks þá voru ákveðnar persónur í myndinni sem ég dýrka. Og ég endurtek þá var auðvitað Keither, þið lesendur munið kannski skilja ef þið hafið séð myndina eða munið sjá hana.
Tökurnar og útlitið er klikkað, eiginlega algjör snilld. Eftir eina mínútu ertu bara: ,,Já ok, bara venjuleg glæpasaga." Svo eftir kannski sirka korter þá ertu bara: ,,Wtf?!" En á góðan hátt. Handritið er glæsilega líka glæsilega steikt. Hugmyndirnar eru langsóttar og fucke'd up og það er það sem seigir mér að horfa á þessa mynd aftur og aftur.
Ef þú ert að leita af öðruvísi Sci-Fi þá verðuru ekki lengi að leita því Dark City er málið! Dimmur, skrítin, epískur, mynd sem allir verða að horfa á.
9/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei