Aðalleikarar
Leikstjórn
Vanmetin snilld
Ég fór aðeins að pæla afhverju ég er að fatta að þessi mynd sé til akkúrat núna! Ég meina Keifer Sutherland, ég vissi allar þær myndir sem hann er búin að leika í, svo er ég bara hissa þegar ég sé hann þessari ræmu. Ég eiginlega pínulítið skammast mín að ég gef aldrei séð hana, er að gagnrýna hana Núna og hef Aldrei nefnt hana hana áður.
Á mínu mati er þetta svona brake-trough myndin hans Alex Proyas sem ekkert svakalega margir sáu eða nefna ennþá dag í dag. Eftir að hafa séð þessa mynd, er ég í sjokki. Þetta er gerð af Sci-Fi sem ég hef aldrei séð áður. Dimmur, freaky, létt steiktur og er með milljón hluti sem engin myndi geta smellt saman. Nema það actully gerðist...og það var Awesome.
Leikararnir standa sig rosalega vel, sérstaklega Keither. Í myndinni er samt enginn að gera einnhverja áhærslu á persónusköpun, en það verður samt einnhver persónuþróun. En svona án djóks þá voru ákveðnar persónur í myndinni sem ég dýrka. Og ég endurtek þá var auðvitað Keither, þið lesendur munið kannski skilja ef þið hafið séð myndina eða munið sjá hana.
Tökurnar og útlitið er klikkað, eiginlega algjör snilld. Eftir eina mínútu ertu bara: ,,Já ok, bara venjuleg glæpasaga." Svo eftir kannski sirka korter þá ertu bara: ,,Wtf?!" En á góðan hátt. Handritið er glæsilega líka glæsilega steikt. Hugmyndirnar eru langsóttar og fucke'd up og það er það sem seigir mér að horfa á þessa mynd aftur og aftur.
Ef þú ert að leita af öðruvísi Sci-Fi þá verðuru ekki lengi að leita því Dark City er málið! Dimmur, skrítin, epískur, mynd sem allir verða að horfa á.
9/10
Ég fór aðeins að pæla afhverju ég er að fatta að þessi mynd sé til akkúrat núna! Ég meina Keifer Sutherland, ég vissi allar þær myndir sem hann er búin að leika í, svo er ég bara hissa þegar ég sé hann þessari ræmu. Ég eiginlega pínulítið skammast mín að ég gef aldrei séð hana, er að gagnrýna hana Núna og hef Aldrei nefnt hana hana áður.
Á mínu mati er þetta svona brake-trough myndin hans Alex Proyas sem ekkert svakalega margir sáu eða nefna ennþá dag í dag. Eftir að hafa séð þessa mynd, er ég í sjokki. Þetta er gerð af Sci-Fi sem ég hef aldrei séð áður. Dimmur, freaky, létt steiktur og er með milljón hluti sem engin myndi geta smellt saman. Nema það actully gerðist...og það var Awesome.
Leikararnir standa sig rosalega vel, sérstaklega Keither. Í myndinni er samt enginn að gera einnhverja áhærslu á persónusköpun, en það verður samt einnhver persónuþróun. En svona án djóks þá voru ákveðnar persónur í myndinni sem ég dýrka. Og ég endurtek þá var auðvitað Keither, þið lesendur munið kannski skilja ef þið hafið séð myndina eða munið sjá hana.
Tökurnar og útlitið er klikkað, eiginlega algjör snilld. Eftir eina mínútu ertu bara: ,,Já ok, bara venjuleg glæpasaga." Svo eftir kannski sirka korter þá ertu bara: ,,Wtf?!" En á góðan hátt. Handritið er glæsilega líka glæsilega steikt. Hugmyndirnar eru langsóttar og fucke'd up og það er það sem seigir mér að horfa á þessa mynd aftur og aftur.
Ef þú ert að leita af öðruvísi Sci-Fi þá verðuru ekki lengi að leita því Dark City er málið! Dimmur, skrítin, epískur, mynd sem allir verða að horfa á.
9/10
Dark City er einstaklega góð og mjög frumleg mynd sem fetar í fótspor Matrix myndanna og er örugglega ein besta mynd sinnar tegundar. Hún hefur allt sem einkennir góða vísindaskáldsögu: Stórkostlegt útlit, einkennilega sögu sem heldur manni við efnið, trúverðugan karakter, flottar tæknibrellur og góðar leikframmistöður frá Rufus Sewell og Kiefer Sutherland. Ef þú ætlar að sjá mynd frá Alex Proyas, þá segi ég bara: Gleymdu því að taka I, Robot. Þessi mynd er málið og mæli ég sterklega með því að þið takið þessa fram yfir I, Robot.
Alveg kom þessi mynd mér rosalega á óvart. Bjóst ekki við þessu meistaraverki sem þessi SciFi-mynd er. Kiefer Sutherland er þarna rosalega góður, og var það þarna sem ég sá Jennifer Connelly í fyrsta skipti. Bæði eru þau mjög góð, og tók ég sérstaklega eftir hversu heillandi Jennifer er.
Þetta er ein af þessum myndum sem komu út milli 1995 og 2000, þar sem ekki er allt sem sýnist. Þetta var svolítið mikið stundað og má þar nefna myndirnar Usual Suspects, Sixth Sense, Memento bara til að nefna þær helstu.
Þetta er mjög góð mynd og ég mæli eindregið með þessari mynd. Frumlega og hugsandi mynd!
Þessi er alger snilld! Dark City byggir að grunninum til á sömu heimspeki og Matrix - það er ekki allt eins og það sýnist, maður gæti lifað í blekkingu allt sitt líf. Því hefur einmitt verið haldið fram að hugmyndin að baki Matrix sé komin af þessari mynd, en það var ástæða þess að ég ákvað að sjá þessa. Eftirá að líta þá fannst mér þessi mynd svona sambland af Truman Show og Matrix, bara dekkri. Rufus Sewell passar líka fullkomlega í hlutverkið að mínu mati, enda virkilega dularfullur og myrkur maður þar á ferðinni. Það besta við myndina er þó söguþráðurinn, mjög heillandi, allvega fyrir minn smekk. Tæknibrellur eru hinar ágætustu, sér í lagi miðað við framleiðslutíma, þó þær haldi myndinni ekki uppi sem þær eiga hvort eð er aldrei að gera. Allavega ef hugmyndin að baki Matrix heillaði þig þá ætti þessi mynd að gera það líka.
Ljómandi góður og vandaður science fiction þriller með yndislegu útliti og almennilegum tæknibrellum. Söguþráðurinn er frekar margbrotinn og dularfullur og ef ég á að segja eins og er þá er ég ekki viss um að ég skilji myndina nógu vel og þó er ég búinn að horfa á hana þrisvar eða fjórum sinnum. En þetta er bara svo grípandi mynd að það er mjög erfitt að þykja hún ekki góð. Kiefer Sutherland sýnir hér á sér algjörlega nýja hlið og William Hurt stendur sig nær óaðfinnanlega eins og oftast. Helsti gallinn við þessa mynd er eiginlega endirinn. Hann er bara alltof bjartur eitthvað miðað við hvað myndin er myrk þangað til. En andskoti góð mynd samt sem á þrjár stjörnur fyllilega skilið.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Alex Proyas, Lem Dobbs, David S. Goyer
Kostaði
$27.000.000
Tekjur
$27.200.316
Vefsíða:
www.warnerbros.com/movies/dark-city/
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
14. ágúst 1998
VHS:
6. október 1998