Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Demolition Man 1993

The future isn't big enough for the both of them.

115 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 63% Critics
The Movies database einkunn 34
/100

Simon Phoenix var gríðarlega ofbeldisfullur glæpaforingi sem var frystur árið 1996, en er nú affrystur til að koma fyrir skilorðsnefnd á 21. öldinni. Nú eru nýir tímar, og veröldin er laus við glæpi. Phoenix tekur upp fyrri iðju og myrðir hvern þann sem kemur nálægt honum, og enginn getur stöðvað hann. John Spartan, lögreglumaðurinn sem handsamaði Phoenix... Lesa meira

Simon Phoenix var gríðarlega ofbeldisfullur glæpaforingi sem var frystur árið 1996, en er nú affrystur til að koma fyrir skilorðsnefnd á 21. öldinni. Nú eru nýir tímar, og veröldin er laus við glæpi. Phoenix tekur upp fyrri iðju og myrðir hvern þann sem kemur nálægt honum, og enginn getur stöðvað hann. John Spartan, lögreglumaðurinn sem handsamaði Phoenix á sínum tíma, var einnig frystur, en fyrir glæp sem hann framdi ekki. Árið 2032 eru borgirnar Los Angeles, San Diego og Santa Barbara nú orðnar að einni friðsælli borg, sem heitir San Angeles. Lögreglan á engin ráð núna til að stöðva hinn klikkaða Phoenix, og því ákveður hún að affrysta Spartan, til að aðstoða við að ná Phoenix. Núna, eftir 36 ár, þá þarf Spartan að laga sig að framtíðarveröld sem hann þekkir ekkert til í.... minna

Aðalleikarar


Demolition man byrjar árið 1996 þegar löggæslumaðurinn John Spartan(Sylvester Stallone)er dæmdur í djúpfrystisfangelsisdóm fyrir margfalt manndráp af gáleysi. Erkióvinur Spartan's sadistinn Simon Phoenix(Wesley Snipes) er einnig frystur en sleppur síðan árið 2032 og gerir mikinn usla á svæði sem áður var Los Angeles borg en er nú hluti af öðru stærra svæði. Spartan er síðan þíðaður í kjölfarið til að hafa uppi á Phoenix en grunar að maðkur sé í mysunni. Persónulega finnst mér Demolition man alveg afbragðsgóð afþreying og Stallone og Snipes eru alveg frábærir í hlutverkum sínum. Denis Leary kemur einnig sterkur inn sem uppreisnarseggur sem berst fyrir frelsi og Sandra Bullock leikur löggæslukonu sem aðstoðar Spartan og að sjálfsögðu kviknar neisti á milli þeirra. Demolition man er hasarhlaðin mynd og fangar athygli manns en mjög veikur hlekkur hennar er tónlistin sem er bara slæm og illa valin. Einnig finnst mér myndin ekki eins myrk og hún hefði átt að vera og hefði leikstjórinn Marco Brambilla átt að vanda sig betur þar. En jæja, hér er samt nóg til að hafa gaman af og miðað við allt skemmtanagildið fer Demolition man alls ekki undir þremur stjörnum frá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn