Excess baggage segir frá ofdekraðri auðkýfingsdóttur sem setur á svið rán á sjálfri sér til að fá athygli föður síns en þegar bílaþjófur rænir bílnum sem hún er í taka málin aðra stefnu. Þetta er með eindæmum slæm og leiðinleg mynd og algjör sóun a hæfileikum þarna á ferð. Alicia Silverstone sem lofaði góðu með Clueless er svo eindæma leiðinleg og karakterinn hennar óþolandi. Del Toro fær úr engu að moða og passar engan veginn ekki sem love interest. Eini ljósi punkturinn er Walken sem er traustur að vanda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei