Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

Friends with Benefits 2011

Aðgengilegt á Íslandi

Friendship is a four-letter word.

109 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 69% Critics
The Movies database einkunn 63
/100

Dylan og Jamie halda að það sé ekkert mál að bæta kynlífi við vinskapinn, þrátt fyrir annan boðskap í ótal rómantískum gamanmyndum frá Hollywood. Þau komast hins vegar fljótt að því að það er engin lygi; kynlíf flækir málin alltaf allverulega.

Aðalleikarar

Góðir leikarar og góður húmor í góðri klisjumynd
Núna líður mér eins og ég sé að skrifa um sömu myndina í þriðja sinn eftir að hafa horft á þrjár mismunandi útgáfur þar sem lokaþriðjungurinn er örlítið breyttur í hvert sinn. Fyrst var það Love & Other Drugs, svo kom No Strings Attached og núna höfum við Friends with Benefits. Þessi fyrstnefnda mun mest skara fram úr vegna þess að hún tók áhættur, var pökkuð raunsæi og verðlaunaði okkur með fullt af skotum af brjóstunum á Anne Hathaway (svo sannarlega gera litlu hlutirnir lífið betra). No Strings og Friends with Benefits eru næstum því sama myndin. Þær vilja vera grófar en samt mjúkar á sama tíma og vilja ná til unga fólksins en samt vera með sorakjaft við og við. Báðar eru bitlausar klisjur sem hafa sömu skilaboð. Eftir nokkur ár munu margir rugla þessum myndum oft saman og spyrja eitthvað af eftirfarandi spurningum:

- "Var það þarna myndin með Ashton Kutcher og Milu Kunis, eða er ég að rugla??"

- "Bíddu, ha? Ástin mín, við vorum búin að sjá þessa mynd. Er það ekki annars?"

- "Æ, hvað hét aftur myndin? No Friends Attached? Nei. Strings with Benefits? Ohh, nei…"

Þeir sem ekki horfa mikið á bíómyndir eiga mjög auðvelt með að rugla ósvipuðum myndum saman, og þegar svona keimlíkar myndir koma með svona stuttu millibili þá er bókað að einhver hausverkur sé í nánd. Kaldhæðnislega fann ég afar sérstaka tengingu á milli beggja mynda; Í No Strings Attached léku Asthon Kutcher og Natalie Portman bólfélagana, í þessari eru það Justin Timberlake og Mila Kunis. Timberlake kemur þessu nánast ekkert við (nema grínið sem hann tók á Punk’d teljist með) en einhverjir ættu að muna að Kunis sló sér upp með Kutcher í That ‘70s Show og átti eina minnisstæðustu lesbíusenu í allri kvikmyndasögunni með Portman í Black Swan. Það er sorglegt hversu lítið þær tvær fækka fötum í þessum kynlífsdrifnu gamanmyndum sínum miðað við hugrekki þeirra í einni Aronofsky-mynd. Hvað með að fá bara eina svona bólfélagamynd í viðbót og setja bara þær tvær í aðalhlutverkin? Skellið henni svo í þrívídd og þá erum við komin með mynd sem gæti jafnað Avatar í aðsókn!

Allavega…

Burtséð frá mínum fantasíum þá get ég sagt að Friends with Benefits hafi náð markmiðum sínum betur heldur en No Strings Attached. Þessi hefur einfaldlega betra handrit og yngri, sprækari leikstjóra (þ.e. Will Gluck – sem gerði hina æðislegu Easy A í fyrra). Þau Timberlake og Kunis eru sömuleiðis fullkomin saman. Þau gera hlutverkin sín skemmtilegri. Bæði eru meira en nógu hæfileikarík og hafa sýnt oft áður að þau geta verið fyndin þegar þörf eru á því. Þau eru stærsta ástæðan af hverju þessi mynd virkar og er þess virði að sjá. Hún er reyndar líka afar fyndin á köflum.

Leikararnir skemmta sér alla leið og jafnvel þeir í auka- og gestahlutverkum. Woody Harrelson er hress og fyndinn sem aukakarakter sem auglýsir það í annarri hverri setningu að hann sé hommi. Richard Jenkins, Patricia Clarkson og Jenna Elfman eru líka öll hrikalega fín. Maður er sáttur að sjá hversu vel þessi Gluck gaur kann að nýta aukaliðið sem hann hefur í höndunum, sem fæstir gera í rómantískum gamanmyndum. Einnig eru Jason Segel og Rashida Jones miðjan á einum besta einkabrandara myndarinnar. Mjög gott!

En eins og megnið af þessum klisjumyndum gera þá sýgur þessi töluvert niður í seinni hlutanum. Við vitum náttúrulega öll hvert hún stefnir og mér finnst ekkert að því að hún sé fyrirsjáanleg. Það sem dregur myndina meira niður er hvernig hún meðhöndlar alvarleikann. Sumar senur eru bjánalega formúlubundnar og t.a.m. fáum við ofsalega kjánalega ástarsenu – sem minnir næstum því á eitthvað úr ‘80s spennumynd. Ég efa að það hafi verið viljandi því sú sena tekur sig frekar alvarlega. Ég skal hins vegar segja að þeir hlutir sem hrjá myndina mest koma alls ekki í veg fyrir að hún skilur mann eftir í góðu skapi.

Þetta er búið að vera hingað til steindautt ár fyrir gamanmyndir. Þessi og Bridesmaids eru víst þær bestu að mínu mati. Hvorug er frábær en báðar þess virði að sjá.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

25.07.2011

Captain America ýtir Harry Potter úr toppsætinu - Friends with Benefits einnig vinsæl

Ofurhetjumyndin Captin America: The First Avenger, sem kvikmyndir.is forsýnir í kvöld kl. 22.15 í Laugarásbíói, fór beint á topp aðsóknarlista bíóhúsa í Bandaríkjunum og Kanada um helgina, með 65,8 milljónir Bandaríkjadala...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn