Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Bridesmaids 2011

Frumsýnd: 8. júní 2011

Save the Date

125 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 90% Critics
The Movies database einkunn 75
/100
Tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna, Melissa McCarthy fyrir bestan leik í aukahlutverki og fyrir besta handrit.

Lillian og Annie eru bestu vinkonur og hafa verið það í langan tíma. Þegar Lillian finnur svo loks draumaprinsinn og ákveður að giftast honum tekur Annie, sem sjálf hefur aldrei náð að finna ástina, að sér hlutverk aðalbrúðarmærinnar með ánægju. Ánægjan breytist þó fljótlega í skelfingu og örvæntingu þegar Annie kemst að því hvað hún þarf að... Lesa meira

Lillian og Annie eru bestu vinkonur og hafa verið það í langan tíma. Þegar Lillian finnur svo loks draumaprinsinn og ákveður að giftast honum tekur Annie, sem sjálf hefur aldrei náð að finna ástina, að sér hlutverk aðalbrúðarmærinnar með ánægju. Ánægjan breytist þó fljótlega í skelfingu og örvæntingu þegar Annie kemst að því hvað hún þarf að gera sem brúðarmær. Fyrsta verkefnið, að safna saman vinkonum Lillian, sem eru allar af sitthvoru sauðahúsinu, er nógu erfitt. Svo er eftir að skipuleggja alla þá viðburði sem brúðkaupinu fylgja; að velja brúðarkjólinn, halda brúðarveislu, halda friðinn innan brúðarmeyjahópsins og síðast en ekki síst: að skipuleggja gæsapartíið. Stefnan er tekin til Las Vegas ...... minna

Aðalleikarar

Fínn söguþráður með geðveikum húmor
Myndin sem hefur komið mér mest á óvart á þessu ári: Bridesmaids! Fyrst hugsaði ég að hérna var enn ein stelpumyndin, svo sá ég auglýsinguna sem var nett fyndin án þess að sýna bestu atriðin og svo fattaði ég hverjir stóðu að baki myndinni ásamt hinni frábæru Kristen Wiig. Þá voru væntingarnar orðnar mun hærri en þær væru fyrir venjulegri mynd af þessum geira.

Kristen Wiig á mikið hrós skilið enda er hún í aðalhlutverki og hún skrifaði myndina (með einni annarri) ásamt því að vera einn co-framleiðandanna. Persóna hennar í myndinni er vægast sagt gölluð og er ekki á besta staðnum í lífinu sínu. Þegar vinkona hennar trúlofast svo verður persóna Wiigs mun meira var við því að henni gengur ekkert allt of vel. Myndin fylgir öllu því sem kemur að brúðkaupinu, mátun á kjól og öllu klabbinu.

Kvennahópurinn í myndinni er afar skrautlegur en persónurnar (á yfirborði allavega) voru smá stereótýpur. Mamman með ömurlegt hversdagslegt líf, saklausa og yngsta, snobbaða tíkin, einmana konan, fyndna og dónalega og svo auðvitað brúðin sjálf. Það er samt ekki þannig lengi og maður kynnist þeim betur og þær verða alvöru persónur, sum meira en aðrar.

Rita og Becca eru samt aðeins skildnar eftir útundan nema kannski í frábæru atriði í fluginu. Myndin er ógeðslega fyndin og bæði það, góðar persónur og fínt flæði lætur mann fyrirgefa hinum ýmsum klisjum. Það hafa margir kvartað undan lengdinni og já, hún er löng, en ég hafði ekkert sjúkt á móti því. Kannski allt í lagi að klippa svona tíu mínútur í burtu en hún var svo non-stop fyndin að myndin var enga stund að komast frá byrjun til enda. Nokkur atriði voru hrikaleg löng (ræðu“keppnin“) en urðu eiginlega bara fyndnari með tíma og einnig mjög vandræðaleg á hlægilegan hátt.

Ég hef semsagt lítið út á lengdina að segja bara kannski að sum atriði voru fulllöng. Helsti gallinn bara hvað nokkrar persónur eru einhliða og ýtt til hliðar. T.d. Jon Hamm (The Town, Mad Men) ásamt Chris O‘Dowd (sem var samt mjög skemmtilegur, bara vannýttur) sem gerir milljónfalt betri hluti hér en í Gulliver‘s Travels, þeim viðbjóði. Fyndnasta atriðið: Þegar Kristen Wiig reynir að brjóta af sér fyrir framan lögguna. “Ooo. Who‘s driving the car?“ Gæti hlegið endalaust af því.

Ef kærastan vill sjá stelpumynd láttu hana velja þesa og ég lofa að þér leiðist ekki til dauða eins og með 95% annarra stelpumynda.

7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Góð fyrir karla - frábær fyrir konur
Ef þú ert karlmaður og varst jafnlítið hrifinn af Sex and the City-myndunum og ég þá myndi ég segja þér að gefa Bridesmaids séns. Hún er akkúrat það sem við vildum óska að þær myndir hefðu verið; Skemmtileg, trúverðug, raunsæ, fyndin og inniheldur auðskiljanleg vandamál svo ég tali nú ekki um hóp stelpna sem maður hefur alvöru áhuga að fylgjast með. Hún gengur þá línu að vera bæði létt-gróf kómedía (margir hafa lýst henni sem The Hangover með konum en ég er ekki alveg sammála því) og persónudrifið drama um allt það súra og sæta sem vináttur ganga í gegnum. Hljómar svolítið sykrað, en myndin leynir á sér óvæntri svartsýni og lemur mann stundum með köldum raunveruleikanum og það gerir hana að einhverri ferskustu "konumynd" sem ég hef séð í svolítinn tíma. Hún skilur mann samt eftir glottandi, sem þýðir að hún hefur smá fílgúdd sjarma við sig líka.

Ég er mjög sáttur með það að sjá Kristen Wiig loksins komast í almennilegt sviðsljós. Hún er geysilega hæfileikaríkur grínisti og er oftar en ekki með kómíska tímasetningu alveg á hreinu, a.m.k. á góðum degi. Ég veit ekki hversu oft ég hef hlegið að þessari konu í bæði stórum og smáum aukahlutverkum (og stundum gestarullum - munið eftir henni í Knocked Up? Ótrúlega fyndin týpa sem hún lék þar). Í Bridesmaids fær hún ekki bara hlutverk aðalpersónunnar heldur á hún þátt í handritinu á myndinni, sem eiginlega tvöfaldar hrósið sem hún fær fyrir hana.

Wiig leikur hér sennilega einhverja athyglisverðustu persónu sem ég hef lengi séð í mynd af þessari tegund. Venjulega eru helstu persónurnar í gamanmyndum (kvenkyns eður ei) með mjög einfaldan og dæmigerðan prófíl, og þær mega helst ekki ganga of langt siðferðislega svo áhorfandanum líki ekki illa við þær. Handritið snýr þessu gjörsamlega við. Aðalpersónan í Bridesmaids (sem er hetjulega leikin af Wiig) er óvenjulega mannleg, og þar af leiðandi HLAÐIN göllum. Hún getur verið neikvæð, þröngsýn og hegðar sér oftar en einu sinni eins og argasta Tussa með stóru T-i. Stundum er manni ekki einu sinni svo viss um að manni líki vel við hana. Ég skal játa að ég hef oft fundið fyrir svipuðu í Sex and the City, en það sem gerir aðalpersónuna hérna svo góða er að þú skilur hana innst inni, jafnvel þótt þú sért kannski ekki sammála henni. Og það að hún sé svona gölluð og erfið gerir þróunina hennar miklu ánægjulegri. Hún hættir samt aldrei að vera þess virði að horfa á, og það er svakalegt klapp á bakið sem Wiig fær fyrir það. Það er tæpt að maður hefði sýnt persónunni sömu þolinmæði ef einhver önnur hefði verið í þessu hlutverki.

Hinar leikkonurnar (s.s Maya Rudolph, Rose Byrne, Wendi McLendon-Covey, Ellie Kemper og Melissa McCarthy) gera gott enn betra með því að smellpassa í sínar rullur. Byrne er alveg einstaklega sannfærandi og lúmskt djöfulleg sem "erkióvinur" Wiig og McCarthy skemmtir sjálfri sér og áhorfandanum sem besti (og einlægasti) aukakarakterinn í allri myndinni. Ég ætti kannski að minnast á það að þessar stelpur fá allar alvöru persónuleika og aðeins meiri dýpt en búist er við. Þær eru allavega ekki jafn einhliða og þær líta út fyrir að vera í fyrstu, annað en drengirnir tveir, leiknir af Chris O'Dowd og John Hamm. Þeir eru samt nokkuð skemmtilegir báðir, hvor á sinn hátt.

Eins og vitað er þá kemur þessi mynd frá Judd Apatow-smiðjunni, og það segir manni oftast tvennt:

1. Það er bókað að myndin muni sýna persónusköpuninni jafn mikinn áhuga og grófu orðbragði og bröndurum.
2. Hún mun vera eins löng og henni sýnist, jafnvel þótt það bitni á flæðinu.

Þarna erum við einmitt komin að rótinni að stærsta og í raun eina alvarlega vandamáli myndarinnar. Myndin þjáist gríðarlega fyrir óhefðbundna lengd og er u.þ.b. korteri lengri en hún ætti að vera, sem gerir hana samstundis ófyndnari á þeim stöðum sem eiga að vera fyndnir. Venjulega finnst mér að gamanmyndir ættu ekki að fara yfir tveggja tíma línuna og Bridesmaids er aðeins of einföld til að þola slíka lengd. Sumar (spuna?)senur eru svo vandræðalega langar að mér leið eins og ég væri að horfa á grófklippta útgáfu. Ég geri mér grein fyrir því leikstjórinn (sem er sami maðurinn og skapaði hina geggjuðu Freaks & Geeks þætti) hefur verið eflaust mjög ástfanginn af leikkonum sínum, en um leið og annar hver áhorfandi ætti að geta sagt betur til um hvenær best væri að klippa yfir í næstu senu, þá er eitthvað mikið að. Í nokkrum tilfellum langaði mig til að hrópa á skjáinn: Djókurinn er búinn, HALDIÐ ÁFRAM!!

En það virðist engu skipta hvað örfáar senur fara í taugarnar á manni því myndin nær alltaf að vinna mann aftur á sitt band. Hún kemur líka undarlega oft á óvart. Maður telur sig vita fullkomlega hvert sumar senur stefna en í ljós kemur svo eitthvað allt, allt annað (ferðin til Vegas t.d.). Við vitum auðvitað langflest hvar og hvernig þetta endar allt saman, en mestallt gamanið liggur í leiðinni þangað. Ef fólk lætur ekki gjörðir og hegðun aðalpersónunnar fara of mikið í sig þá getur það átt von á hinu fínasta bíói, með óvæntum húmor og góðum móral. Ég get ekki sagt að mér hafi fundist hún stanslaust fyndin, en hún er nógu fyndin til að vinna sér inn prýðilegustu karlmannsmeðmæli. Þetta er ein af þessum myndum sem strákar gætu fílað en konur elskað. Það hefði nú getað endað verr.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

31.10.2022

Hélt hann hefði farið yfir strikið

Breska blaðið Financial Times gefur rómantísku gamanmyndinni Bros, sem kom í bíó um helgina, fjórar stjörnur af fimm mögulegum í dómi um myndina og segir hana fyndna. Þar sé fjallað sé um pólitík, dægurmenningu og vísað sé í Bert og...

26.10.2022

Rómantísk og skemmtileg

Í rómantísku gamanmyndinni Bros sem kemur í bíó núna á föstudaginn kynnumst við Bobby Leiter sem er að gera enn einn hlaðvarpsþáttinn um New York borg. Hann er líka með útvarpsþátt og ræðir við hlustendur um ...

12.01.2019

Tímaflakk á miðnætti - Nýr hlaðvarpsþáttur

Midnight in Paris eftir Woody Allen er umfjöllunarefni Péturs Hreinssonar og Þórodds Bjarnasonar í nýjum hlaðvarpsþætti Kvikmyndir.is sem nú er hægt að hlusta á hér á síðunni, og einnig á iTunes, Spotify, og öðrum he...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn