Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Pottþétt ein af bestu mafíósamyndum sem að hefur verið gerð með Godfather. Handrit Olivers Stone er pure snilld, leikstjórn Brians De Palma er mjög góð, sagan er einnig mjög góð og vel sögð. Svo er hún einnig mjög brútal mynd, þá sérstaklega hótelatriðið eftirminnilega. En það er leikurinn hjá Al Pacino sem að er bestur í þessari mynd. Hann leikur Tony Montana af svo mikilli snilld að það er ekkert eðlilegt. Örugglega með betri frammistöðum hans með Scent of a woman. Klassamynd sem að enginn á eftir að gleyma.
Þessi mynd hefur varanlega breytt lífi mínu á góðan hátt. þetta er ein af mínum topp 10. myndum. en hún fjallar um Tony Montana sem er smákrimmi til að byrja með og hækkar sig fljótt upp, með réttu vinina er allt hægt. tónlistin er snilld og ég elska hreiminn sem al pacino notar er hann leikur Kúbanska manninn Tony Montana. michelle phiffer leikur sitt hlutverk mjög vel en enginn jafn vel og al pacino. al pacino er einn af mínum uppáhalds leikurum og ég gæfi margt til þess að hitta hann áður en hann deyr. fyrst þegar að ég horfði á hana efaðist ég um snilld hennar en er lengra var komið gat ég ekki hætt að horfa á hana og er búinn að horfa á hana oftar en 10 sinnum. þetta er mynd sem allir verða að horfa á. ég mæli eindregið með henni og ef foreldrar ykkar banna ykkur að horfa á hana skuluð þið stelast til þess að horfa á hana þegar að þau eru í bíó eða einhverstaðar annars staðar...það er þess virði!!
Þetta stórvirki Brians De Palma sýnir í réttu ljósi hvað innflytjendur máttu þola er þeir voru sendir til bandaríkjanna.
Tony Montana (Al pacino The Godfather, Any Given Sunday)er einn slíkur sem kemur til bandaríkjanna og þarf að þola það að sjaldan er ein báran stök.
Eiturlyfjabarónar, mafían, ljót föt, léleg tónlist, ofbeldi, keðjusagir.
Tony Montana þarf að vinna fyrir ýmis low-life til að vinna sig upp í glæpaheiminum. Hann byrjar að vinna fyrir mafíósa og eiturlyfjabaróna sem leigumorðingi en vinnur sig smátt saman upp þar til vald og spilling nær á honum tökum
SCARFACE er ein besta mafíósamynd, reyndar aðeins á eftir The Godfather, í heimi. Michelle Pfeiffer kemur einnig fram.
Þótt að Scarface sé ekki byggð á sönnum atburðum er hún sönn í stórum dráttum. Andrúmsloft og spilling níunda áratugsins,léleg tónlist,ljót föt,mikið ofbeldi,eyturlyf og áfengi og allt þetta tengist myndinni á öllum hliðum. Tony Montana (Al Pacino,Godfather trilógían) er kúbverskur ynnflytjandi og hann og vinur hans flytja til Ameríku til að hefja nýtt líf. Þeir fá verkefni frá einhverjum rosa mafíósa til að drepa óvin Che Quevara sem er kominn til Bandaríkjanna. Þegar það er búið eru þeir orðnir bandarískir ríkisborgarar og byrja báðir í leigumorðum. Eftir að Tony verður enn þá ruglaðri af eyturlyfjum og áfengi hýfir hann sig upp þangað til að hann er orðinn stjórnandi mafíunnar. Eins og allar myndir DePalmas er þessi ofbeldisfull,en sýnir alveg hvað níundi áratugurinn var brjálaður og allar persónurnar eru einmitt 80's týpur en svona var þetta ógeðslegt.
Áhrifamikil mynd um flótta/Kúbumanninn Tony Montana þar sem við fylgjumst með því hvernig hann vinnur sig upp í kókaínheiminum nánast upp á eigin spýtum. Fyrir utan það að leikstjórnin er pottþétt og það hvað leikurinn er frábær þá er það handritið sem er svo magnað að orð fá því varla lýst. Ekki er hægt er að finna dauðan punkt í þessari mynd og þar af leiðandi fær hún fjórar stjörnur.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$25.000.000
Tekjur
$66.023.329
Vefsíða:
Aldur USA:
R
VHS:
24. mars 1998
- Tony Montana: You wanna fuck with me? Okay. You wanna play rough? Okay. Say hello to my little friend!
- Tony: All I have in this world is my balls and my word, and I don't break 'em for no one. You understand?