Þessi mynd hefur varanlega breytt lífi mínu á góðan hátt. þetta er ein af mínum topp 10. myndum. en hún fjallar um Tony Montana sem er smákrimmi til að byrja með og hækkar sig fljótt upp, með réttu vinina er allt hægt. tónlistin er snilld og ég elska hreiminn sem al pacino notar er hann leikur Kúbanska manninn Tony Montana. michelle phiffer leikur sitt hlutverk mjög vel en enginn jafn vel og al pacino. al pacino er einn af mínum uppáhalds leikurum og ég gæfi margt til þess að hitta hann áður en hann deyr. fyrst þegar að ég horfði á hana efaðist ég um snilld hennar en er lengra var komið gat ég ekki hætt að horfa á hana og er búinn að horfa á hana oftar en 10 sinnum. þetta er mynd sem allir verða að horfa á. ég mæli eindregið með henni og ef foreldrar ykkar banna ykkur að horfa á hana skuluð þið stelast til þess að horfa á hana þegar að þau eru í bíó eða einhverstaðar annars staðar...það er þess virði!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei