Náðu í appið
Öllum leyfð

The Wizard of Oz 1939

(Galdrakarlinn í Oz)

Justwatch

Mighty Miracle Show Of 1000 Delights !

101 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 98% Critics
The Movies database einkunn 92
/100

Dóróthea er dag einn hrifin burt af kraftmiklum töfrastrók sem skilar henni og hundinum hennar, honum Toto, inn í ævintýralandið Oz. Þar hitti hún fyrir ljónið, fuglahræðuna, tinkarlinn, töfradísir og auðvitað sjálfan galdrakarlinn í Oz í leit sinni að leiðinni heim.

Aðalleikarar


Hver man ekki eftir ævintýri Dorothy, Scarecrow, Tin Man og Hrædda ljóninu í leit þeirra að galdrakarlinum í Oz? Þessi mynd frá 1939 er ein skemmtilegasta söngvamynd sem hefur verið gerð og er fyrir langa löngu orðin klassamynd. Judy Garland er brilliant í hlutverki Dorothy og er mjög sannfærandi í hlutverki sínu sem saklausa Kansas stúlkan. Útlit myndarinnar er mjög fallegt, svo er hún einnig mjög góð skemmtun. The Wizard of Oz er stórkostleg ævintýramynd eins og þær gerast bestar og mæli með öllum að sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi gullaldarklassík Victor Fleming verður sextug á næsta ári. Og í sannleika sagt er þessi mynd alltaf góð og stendur fyrir sínu. Ævintýrið af stelpunni Dóreteu verður aldrei leiðinlegt og munu kynslóðir horfa á hana næstu áratugina. Handritið er virkilega gott og leikurinn líka, tónlistin er náttúrulega alveg ógleymanleg og síðast en ekki síst er hún bara svo skemmtileg að það er ekki hægt annað en að horfa bara á og njóta myndarinnar. Í þessari mynd kemur í rauninni fram barnið í manni. Ég mæli eindregið með því að þeir sem ekki hafa séð þessa einstöku klassík að leigja hana út á næstu leigu og njóta hennar, hún er svo sannarlega vel þess virði. Því gef ég Galdrakarlinum í Oz, hiklaust fjórar stjörnur eða fullt hús. Svona klassík er ekki framleidd nú til dags.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

12.11.2012

Nornir og Galdrakarl í Oz - Nýjar myndir

Walt Disney hefur birt nokkrar nýjar myndir úr myndinni Oz the Great and Powerful, sem er forsaga hinnar sígildu Wizard of Oz, eða Galdrakarlinum frá Oz, en síðast birtum við hér á síðunni myndir úr myndinni í júlí sl. Fy...

11.11.2012

Sextíu milljóna galdrakjóll

Blái og hvíti kjóllinn sem Judy Garland klæddist í  hinni sígildu mynd The Wizard of Oz, eða Galdrakarlinn í Oz, seldist á um sextíu milljónir króna á uppboði í Beverly Hills. Það var búningahönnuður framleiðandans MGM sem...

15.10.2012

Diskógalli Travolta og stuttkjóll Stone í London

Bíóáhugamenn á leið til London takið eftir!  Frá og með 20. október nk. verður hægt að berja augum nokkra af frægustu búningum kvikmyndasögunnar í The Victoria and Albert safninu, eðaV&A safninu eins og það ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn