Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Gladiator 2000

Frumsýnd: 19. maí 2000

Father of a murdered son, husband to a murdered wife and I shall have my vengeance in this life or the next

155 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 80% Critics
The Movies database einkunn 67
/100
Myndin vann 5 Óskarsverðlaun: Russell Crowe fyrir bestan leik, bestu búningar, bestu tæknibrellur, besta mynd og besta hljóð. Tilnefnd til 7 Óskarsverðlauna til viðbótar og fékk ýmis önnur verðlaun og tilnefningar um allan heim.

Maximus er valdamikill rómverskur hershöfðingi, sem er elskaður af fólkinu og hinum roskna keisara, Markúsi Árelíusi. Fyrir dauða sinn útnefnir keisarinn Maximus sem arftaka sinn og tekur hann þar með fram yfir son sinn Commodus, en eftir valdatafl er Maximus hnepptur í varðhald og fjölskylda hans er dauðadæmd. Maximus getur ekki bjargað fjölskyldu sinni, sem... Lesa meira

Maximus er valdamikill rómverskur hershöfðingi, sem er elskaður af fólkinu og hinum roskna keisara, Markúsi Árelíusi. Fyrir dauða sinn útnefnir keisarinn Maximus sem arftaka sinn og tekur hann þar með fram yfir son sinn Commodus, en eftir valdatafl er Maximus hnepptur í varðhald og fjölskylda hans er dauðadæmd. Maximus getur ekki bjargað fjölskyldu sinni, sem er myrt á hrottalegan hátt, og Maximus er látinn verða skylmingaþræll þar sem hann þarf að berjast fyrir lífi sínu. Hið eina sem heldur í honum lífinu er löngun hans til að hefna fjölskyldannar. ... minna

Aðalleikarar

Epísk og skemmtileg? Já. Óskarsmynd? Na
Það er dálítið furðulegt að segja það en ég er bæði ánægður og svekktur með það að Gladiator tók Óskarinn fyrir bestu mynd fyrir nokkrum árum. Ég er ánægður vegna þess að þetta er svakalega góð mynd sem mér tekst alltaf að lifa mig svolítið inn í í hvert sinn sem ég sé hana, og þar að auki er ánægjuleg tilbreyting að sjá töff, epíska stórmynd taka verðlaunin frá snobbuðum vælumyndum. Ég er samt svekktur að hún skuli vinna útaf tveimur ástæðum: Sú fyrsta er svolítið grunnhyggin að minni hálfu en ég mun alltaf núna líta á Gladiator sem myndina sem stal gullstyttunni af hinni mögnuðu Traffic, en hin er sú að myndin er bara alls ekki ÞAAAAÐ góð.

Þegar ég sá þessa mynd fyrst þá dýrkaði ég hana, og sú skoðun hefur í rauninni ekkert breyst nema skyndilega er þetta orðin að Óskarsmynd, og ég veit ekki hvers vegna en það einhvern veginn setur hana á allt öðruvísi stall, líka upp á væntingar fólks að gera í framtíðinni. Annars hef ég bara alltaf litið á þetta sem mynd sem á mun meira erindi til afþreyingargeirans heldur en til fróðlegra og átakanlegra kvikmynda. Það má vel vera að hún kenni manni ýmislegt í sambandi við stjórnmál og menningu tímans sem hún gerist á, en almennt séð er þetta svokölluð blockbuster-mynd og það þýðir að meiri áhersla er lögð á hasarsenur heldur en innihald. Við fáum auðvitað eitthvað af slíku, en þegar öllu er á botninn hvolft er þetta mjög standard hefndarsaga, bara mun epískari og með aðeins flóknari persónum. Því verður samt ekki neitað að hasarsenurnar í Gladiator eru flestar (ath. FLESTAR) mjög spennandi og vel gerðar. Tónlistin gefur þeim svo meiri kraft og það er alveg óþarfi að fara út í framleiðslugildið því það er ekki dauðan punkt að finna þar. Sagan, þrátt fyrir að vera einföld, er líka áhrifarík á margan hátt þökk sé þess að okkur tekst að halda upp á aðalkarakterinn og þar að auki fyrirlíta illmennið með krepptum hnefa.

Ég er líka almennt mjög sáttur með það hvað Ridley Scott gerir margt gott með þær persónur sem hann hefur hér, og greinilega er mikið lagt upp úr því að gera þær ekki að stöðluðum dúkkum sem fara einungis með þær línur sem hreyfa söguþræðinum við. Í stað þess að hafa t.d. hetjuna, vonda kallinn og gelluna erum við með persónur sem eru með almennilega prófíla. Russell Crowe leikur væminn en markvissan hershöfðingja sem berst einungis þegar hann þarf þess, Joaquin Phoenix er valdasjúkur aumingi sem þráir athygli og girnist systur sína og Connie Nielsen leikur systruna sem er skíthrædd við bróður sinn og er innst inni bilaðslega hrifin af Maximusi, hetjunni okkar. Allt virkilega góðar persónur og leikararnir eru frábærir í hlutverkunum. Crowe fær samúð okkar mjög snemma og aldrei hættir áhorfandinn að halda með honum. ALDREI. Phoenix er samt sá sem eignar sér alla myndina sem einhver eftirminnilegasti skúrkur sem hefur sést í “swords and sandals” bíómynd. Hann gerir karakterinn svo afskaplega hatursverðan að okkur tekst að halda ennþá meira upp á Maximus í hvert sinn sem Phoenix minnir okkur á það hvað persóna hans, Commodus, er mikið kvikindi. En eins og það sé ekki allt saman nóg er alveg heilt auka borð stappað góðum aukaframmistöðum, frá t.d. mönnum eins og Oliver Reed, Richard Harris, Darek Jacobi, Djimon Hounsou og Spencer Treat Clarke. Já, það er strákurinn sem lék líka í Unbreakable.

Það eru einungis nokkrir hlutir sem koma í veg fyrir að þessi mynd nái hærri einkunn, en því miður eru þetta nokkur stór atriði. Fyrst bera nefna bardagann við upphaf myndarinnar og mér dettur ekki annað orð í hug en: LEIÐINLEGT! Engin spenna því við vitum að ekkert slæmt muni gerast fyrir hetjuna okkar og auk þess er okkur nákvæmlega sama um andstæðingana því myndin er rétt að byrja. Innihaldslega séð er eini tilgangurinn með þessari orrustu sá að sýna hvað Maximus er góður bardagamaður. Þetta er líka þarna til þess að kæta mainstream-áhorfendur, því ef það er of langt í fyrsta hasarinn þá fara þeir að geispa. Hin kvörtunin tengist lokasenunum, þar sem Scott reynir að vera aðeins of ljóðrænn varðandi örlög Maximusar. Ónauðsynleg töf segi ég. Betra að enda myndina með trompi í staðinn fyrir melódramatík.

En þrátt fyrir neikvæðni og smámunasemi er þetta meira en örlítið fullnægjandi kvikmyndaáhorf. Gladiator hefur styrkleikann, tilfinningalega kjarnann, væmnina (djók! En samt ekki...), hasarinn og, síðast en ekki síst, hetju sem þig langar til að sjá sigra og illmenni sem þig langar að kyrkja klukkustundum saman. Gott afþreyingarbíó sem á þó ekkert að þvælast með Óskarsmyndum nema sé verið að hrósa útliti, tónlist og frammistöðum.

8/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég sá hana fyrst í maí mánuðinum árið 2000 þegar hún var nýkomin í bíó, þá var ég einungis rétt að verða þrettán ára gamall. Ég bjóst alls ekki við langtímaáhrifin sem þessi mynd hefur oldið, ég verð ástfanginn af mjög fáum myndum en Gladiator er ein þeirra. Hvað er það nákvæmlega sem heillaði mig það mikið og hverskonar áhrif hefur hún haft á mig? Ridley Scott er einn af sjónrænu meisturum kvikmyndaveraldarinnar, ég dýrka kvikmyndatökurnar í myndunum hans, þar á meðal í Gladiator en enn fremur í Kingdom of Heaven. Enda er það sami kvikmyndatökustjórnandi við báðar myndirnar, hann heitir John Mathieson, ég held mikið upp á hann. Það er alls ekkert sérstakt handrit við Gladiator, í staðinn fáum við hörkugóða frammistöðu hjá Russell Crowe, sem að mínu mati átti óskarann vel skilið. Svo er það tímabilið sem heillaði mig, ég er mikið sögunörd og rómverska tímabilið er eitt merkilegasta hingað til. Það var líka eftir Gladiator sem sword'n sandals stórmyndir komu aftur í tísku, og ég fíla þannig myndir í botn. Í dag þá er Gladiator ein af uppáhalds myndunum mínum, jafnvel uppáhalds. Ég er gersamlega óhæfur að endurskoða myndina á raunverulegan máta því hvert skipti sem ég reyni það þá fæ ég aðeins tilfinningu og ég fékk þegar ég sá Gladiator í fyrsta skiptið. Kæmi mér ekki á óvart ef ég myndi sjá hana núna í fyrsta skiptið að ég myndi hafa töluvert öðruvísi álit. Ef ég reyni að útskýra fyrir einhverjum sem skilur ekki af hverju ég fíla myndina svona mikið þá myndi ég líklega segja: Gladiator er fullkomin blanda af persónulegri sögu aðalhetjunnar og ferðalagi hennar gegnum óréttlæti og svik og að lokum sigrast á óvini sínum eftir langa orrustu. Hasar, húmor, heilsteypt og mikið af blóðugu ofbeldi sem kætir litla barnið inn í mér. Ég er þó alls ekkert hrifinn af þessari útskýringu sjálfur. Fyrir mig er Gladiator í hvert skipti sem ég sé hana nostalgíu-veisla, fyrir utan það að hún hafði gífurleg áhrif á kvikmyndasmekkinn minn og áætlum þá get ég horft á þessa mynd aftur og aftur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er stórkostleg, ótrúlega góð og flott.Enda fékk hún fullt af verðlaunum.Crove passar alveg í hlutverkið sem Maximus.Ég mæli eindregið með þessari mynd en ekki fyrir þau ungu.Kíkið á þessa og hún verður SNILLD.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær mynd!! Flott bardagaatriði, mikið blóð og alveg æðisgenginn leikur hjá Russel Crowe og mótleikara hans Joaquin Phoenix. Maður er alveg í þann veginn að fá hroll af öllum blóðslettunum sem virðast ætla að skvettast á mann út í bíósalinn. Þetta er mynd með góðan söguþráð og FALLEGAN og góðan en einnig mjög sorglegan endi. Maður klökknar á köflum en er samt reiður og myndin grípur mann mjög tilfinningalega. Ein af þessum myndum sem maður gleymir ekki í bráð. Þetta er mynd sem maður VERÐUR að sjá!!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er STÓRKOSTLEG ein af mínum bestu myndum. En myndin fjallar í stuttu máli um Rómverska hershöfðingjann Maximus (Russell Crowe) sem er hnepptur í ánauð af hinum gjörspillta arftaka krúnunnar og gerist skylmingaþræll. Hreysti hans á leikvanginum leiðir hann á endanum til Rómar, í hringleikahúsið Colosseum þar sem hann fær loks tækifæri til uppgjörs við nýja keisarann.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn