Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Altered States 1980

Fannst ekki á veitum á Íslandi

When he heard his cry for help it wasn't human / In the basement of a university medical school Dr . Jessup floats naked in total darkness. The most terrifying experiment in the history of science is out of control... and the subject is himself

102 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 86% Critics
The Movies database einkunn 58
/100
Tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna, fyrir hljóð og tónlist.

Vísindamaður við Harvard háskólann sem gerir tilraunir með sjálfan sig á mismunandi stigum meðvitundar með hjálp skynbreytandi lyfja og einangrunarklefa, byrjar að upplifa truflandi líkamlegar breytingar í líkama sínum, sem benda til genaþróunarlegrar afturfarar.

Aðalleikarar

Leikstjórn


Stundum rekst maður á eitthvað æðislega öðruvísi sem kemur manni gjörsamlega að óvörum á mjög skemmtilegan hátt. Altered States var algjörlega þannig. Ég vissi ekki mikið um þessa mynd annað en það að hún fjallar um mann sem gerir tilraunir með einangrunarklefa fylltan af vatni. William Hurt leikur aðalhlutverkið í sinni fyrstu kvikmynd. Það er skrítið að sjá hann svona ungan en hann er strax á þessum tíma orðinn frábær leikari.

Hurt leikur Eddie Jessup sem er yfirburðagáfaður vísindamaður en pínu klikkaðar. Ég verð að fara út í stóra spoilera þannig að þið bara hættið ef þið ætlið að sjá þessa mynd. Kannski ólíklegt. Eddie er með þá kenningu að það býr í okkar DNA minningar frá allri þróunarsögu mannsins og jafnvel lífsins. Til að upplifa þær minningar gengur hann skrefinu lengra í tilraunum sínum og fær einhverja súper ofskynjunarsveppi frá Indjánum. Hann notar þá í klefanum og fer rosaleg tripp sem leikstjórinn sýnir manni með allskonar brjáluðum myndbrotum sem virka misjafnlega vel. Eddie kemst að því að hann hafði rétt fyrir sér sem duldar minningar og ekki nóg með það heldur getur hann breyst í það form sem hann hefur verið áður í þróunarsögunni, bókstaflega. Eitt skiptið þegar hann er í klefanum kemur hann út sem loðinn hellisbúi og gengur hamförum um borgina eins og American Werwolf in London. Hann breystist til baka og platar eiginkonuna og samstarfsfólk til að gera tilraunina aftur til að sanna tilgátuna. Í þetta skipti breytist hann í eitthvað gums og svo hreina orku frá upphafi lífsins.

Þessi mynd er skemmtileg en hún gengur of langt. Trippin eru stundum súrari en Naked Lunch og allt þetta með að breytast í hellisbúa og hreina orku er svolítið extreme. Það er mjög gaman að sjá William Hurt stíga fyrstu skrefin á kvikmyndaferlinum og Blair Brown sem leikur konu hans er líka mjög góð. Maður nær að kynnast persónunum vel og það er töluverð jákvæði þrátt fyrir miklar hamfarir. Áhugaverð mynd svo ekki sé minna sagt.

„Memory is energy! It doesn't disappear - it's still in there. There's a physiological pathway to our earlier consciousnesses. There has to be; and I'm telling you it's in the goddamned limbic system.“
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn