Náðu í appið
Öllum leyfð

Princess Mononoke 1997

(Mononoke hime)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 29. september 2000

The Fate Of The World Rests On The Courage Of One Warrior.

134 MÍNJapanska
Rotten tomatoes einkunn 93% Critics
The Movies database einkunn 76
/100

Ungur hugaður stríðsmaður að nafni Ashitaka, fær á sig banvæna bölvun, þegar hann er að reyna að vernda þoprið sitt fyrir brjálaðri skepnu. Til að bjarga lífi sínu þar hann að fara í frumskógana fyrir vestan. Þegar hann er kominn þangað þá dregst hann inn í ofsafengna baráttu sem mennirnir áttu í við skóginn. Hin metnaðarfulla Lady Eboshi og skósveinar... Lesa meira

Ungur hugaður stríðsmaður að nafni Ashitaka, fær á sig banvæna bölvun, þegar hann er að reyna að vernda þoprið sitt fyrir brjálaðri skepnu. Til að bjarga lífi sínu þar hann að fara í frumskógana fyrir vestan. Þegar hann er kominn þangað þá dregst hann inn í ofsafengna baráttu sem mennirnir áttu í við skóginn. Hin metnaðarfulla Lady Eboshi og skósveinar hennar, nota byssur á móti guðum skógarins og hugaða unga stúlku, Princess Mononoke, sem var alin upp af úlfaguð. Ashitaka sér hið góða í báðum fylkingum, og reynir að stöðva blóðbaðið. Því er tekið af úlfúð af báðum fylkingum, sem báðar vantreysta Ashitaka. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Bad-ass, alvarleg og kröftug
Mononoke Hime er án efa ein besta teiknimynd sem hefur verið gerð, enda er bókstaflega ekkert að henni. Eins og er get ég ekki sagt strax hvort þetta það besta sem Myiazaki/Ghibli hafa komið með, en það verður samt mjög erfitt að toppa Mononoke Hime, enda er svo mikið við þessa mynd sem er ótrúlegt: Útlitið, karakterarnir, sagan og svo miklu meira.

Útlitið er ekki eins hugmyndaríkt og margar aðrar myndir frá Ghibli en það er samt sem áður mikið ímyndunarafl í þessari mynd, til dæmis fyrirbærið Kodama (sem er áreiðanlega eina við þessa mynd sem hægt er að kalla krúttlegt), skógarandinn (og næturformið hans, vá hvað það var flott) og svo auðvitað hversu vel tölvugrafíski hluti myndarinnar blandast við hefðbundna stílinn. Aðrir hlutar útlitsins eru kannski ekki eins einkennandi, en það er samt sem áður stílískt, vel gert og fullt af smáatriðislegum hlutum, eins og einkennir Miyazaki myndir. Náttúran sjálf er ótrúlega vel teiknuð.

Karakterarnir eru allir mjög vel skrifaðir og nýta allir skjátíma sinn mjög vel, enda eru þeir ekki fáir og troða sér ekki á skjátíma aðra. Ég gef hvaða manni sem er virðingu fyrir að geta látið aðstæður eins og þegar villisvín eru álitnir vera guðir og fara í stríð við fólk, vera svona alvarlegar. Það tók mig ekki langan tíma að taka þessa guði alvarlega, enda tekur myndin áhorfandann sinn mjög alvarlega. Myndin hefur skemmtilega karaktera sem auðvelt er að finna til með, þannig að það að halda með ákveðinni hlið í þessari mynd getur verið ágætlega erfitt. Það er enginn í þessari mynd algjörlega illur eða góður, allir hafa sína kosti og galla. Þeir eftirminnilegustu að mínu mati voru Moro, Eboshi, Toki og svo auðvitað San og Ashitaka.

Fyrstu atriðin sem San kemur í sýnir vel hversu bad-ass karakterinn er og er ekki erfitt að tengjast henni eftir að maður kynnist henni betur. Baksagan er lítil sem leiðir að karakterinn San er áhugaverð og dularfull út myndina, og er ekkert verri karakter heldur en aðrir kvenkyns frá Miyazaki. Ashitaka heldur myndinni þó uppi og er í stöðugri baráttu við allar hliðar stríðsins sem er að gerast í myndinni og endurspeglar hann hvernig áhorfandinn (eða allavega ég) sér hliðarnar. Sambandið á milli hans og San er eitt af því mest heillandi við myndina og miðað við teiknimynd er það frekar óhefðbundið

Krafturinn er einn sá besti sem ég hef séð í teiknimynd. Næstum því allur þriðji hluti myndarinnar hefur kraftinn á fullu, hvort sem verið er að sýna dauða, fólk að reyna að drepa guð, guð að breytast í skrímsli eða endirinn sjálfur. Ólíkt mörgum myndum sem hafa svipuð skilaboð eða söguþráð (stríð á milli náttúrunnar og mannsins) þá sýnir myndin ekki hver er alvöru óvinurinn, heldur leyfir frekar áhorfandanum að ákveða, og endirinn sýnir að þessir heimar geta lifað saman, eftir að þau hafa bæði tapað miklu, og það er út af Ashitaka að allt sem gerist í myndinni er mögulegt.

Myndin byggist ekki mjög mikið á spennu og ofbeldi en þegar kemur að því, nær hún að skína. Ég held að uppáhalds atriðið mitt af þeim sé þegar San fer að berjast við Eboshi. Síðan er öll myndin epísk frá byrjun til enda. Allt sem myndin gerir er stórt og alvarlegt og eru krúttlegu einkenni myndarinnar næstum engin, Kodama er það nálægast. Tónlistin í myndinni er líka ótrúlega góð og bætir heldur betur andrúmsloftið í mörgum atriðum, þó mörg andrúmsrík atriði hafa enga tónlist undir. Japanska talsetningin er mjög góð og það er gaman að sjá hversu djúpar raddir dýrin hafa (meira að segja Moro, sem er kvenkyns), en því miður var enska dubbið ekki eins gott.

Ekki get ég kallað þetta albestu teiknimynd sem ég hef séð, en þessi er ekki langt frá því. Svo ég gef myndinni náttúrulega 10 stjörnur.

10/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er alveg frábær! Þetta er besta teiknimynd sem ég hef séð og besta mynd frá 1997 á eftir Titanic. Þessa mynd verða allir að sjá! Mér hlakkar mjög til til þess að sjá fleiri myndir frá Hayao Miyazaki eins og Spirited Away,My Neighbor Totoro og fleiri. Það þarf að breyta árinu á þessari síðu, þessi mynd kom út árið 1997 ekki 1999. Þessi mynd er um mann sem heitir Ashitaka og það kemur einhverskonar djöfull og snertir hann þannig að hann Ashitaka fær sýkingu sem er ekki hægt að laga og hún mun fara um allan líkaman og hann mun deyja. Hann fer frá þorpinu sínu og fer langt í burtu. Hann finnur tvo meidda menn og fer með þá til þorpsins þeirra. Þorpið þeirra er einhversskonar þorp sem grafar eftir járni í jörðinni. Þetta þorp vill eyðileggja skóginn sem er rétt hjá og drepa skógarandann. Hann Ashitaka hittir San sem er Princess Mononoke en hún vill bjarga skóginum og hjálpar dýrunum til þess að vernda skóginn. Ashitaka flækist inn í þessi mál og veit ekki með hverjum hann stendur. Skóginum eða þorpinu.


Einkunn: 9/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér persónulega finns þetta vera ein besta japönsk teiknimynd sem ég hef séð. Mér þætti ekki verra ef að Skífan myndi byrja aftur að selja hana en ég hef ekki en fundið hana í Skífubúðum
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

19.05.2022

Einn minnislaus, tvær eldheitar og japanskur draugur

Tvær eldheitar kvikmyndir sem byrja á enska orðinu fire, eða eldur, eru annað hvort nýkomnar í bíó eða verða frumsýndar núna á föstudaginn. Önnur heitir Firestarter, eða Kveikjari í lauslegri íslenskri þýðingu, en hin heitir...

10.03.2020

Sagnaheimur Ghibli krufinn með keppni: „Það vilja allir eiga Totoro-bangsa“

Á skemmtistaðnum Gauknum fer fram svokallað pubquiz (e. Barsvar) annað kvöld um sagnaheim Studio Ghibli kvikmyndanna. Höfundur spurningakeppninnar, Hilmar Smári Finsen, sér um ýmis konar pubquiz á margvíslegum börnum í frítíma sínum og segir ...

20.06.2001

Neil Gaiman og Dauðinn

Rithöfundurinn Neil Gaiman, sá er sá um að þýða Princess Mononoke frá japönsku yfir á ensku var að skila inn til Warner handritinu að Death: The High Cost of Living. Er það byggt á teiknimyndasögu sem hann gerði sjálfur...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn