Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Hef séð betri Studio Ghibli myndir
Gake no ue no Ponyo (eða Ponyo on the cliff by the sea) er nýjasta mynd Hayao Miyazaki, og þrátt fyrir að vera með verri myndum sem ég hef séð hjá honum, þá get ég ekki neitað því að ég skemmti mér yfir henni. Hún er ekki nærri því eins alvarleg og síðustu myndir leikstjórans (Spirited Away, Princess Mononoke og Howl's Moving Castle) heldur er hún líkari myndum á borð við My Neighbor Totoro eða Kiki's Delivery Service.
Samkvæmt því sem ég hef heyrt er þetta fyrsta mynd Miyazaki í dágóðan tíma sem ekkert er notast við tölvur. Stíllinn sem myndin hefur er oft mjög sérstakur (eins og sést stundum í bakgrunninum eða credit-listanum í byrjun myndarinnar) en myndin hefur samt mörg drulluflott atriði, mest allt sem tengist sjónum. Hún er ekki eins flott og margar myndir frá honum, en útlitið er aðdáðunarvert miðað við að það sé allt handgert. Ímyndunarafl Ghibli er heldur ekkert að lækka, enda hef ég aldrei séð vatn svipað því sem ég sé í Ponyo.
Söguþráðurinn er léttilega byggður á Litlu Hafmeyjunni og verð ég að játa að mér finnst hún betri en Disney-útgáfan. Ponyo er ekki eins flott samanborið við tíma eða eins mikilvæg teiknimynd og The Little Mermaid, en mér fannst myndin flæða betur, betur skrifuð og hefur miklu viðkunnalegri aðalkarakter (en mér líkaði ekkert sérstaklega vel við Ariel).
Eftir því sem ég veit best er þetta eina myndin frá Miyazaki sem er meira beint að börnum heldur en fullorðnum, sem leiðir til þess að myndin hefur miklu einfaldari og minni söguþráð en margar aðrar myndir frá Ghibli. Alvara myndarinnar er ekki stór (og það segir sitt miðað við að Ponyo skapar ójöfnu í heiminum) en húmorinn er aldrei langt frá. Atriðið með pabba Sōsuke (sem er aðalkarakterinn með Ponyo) til að nefna dæmi.
Ég held að helsti galli myndarinnar séu karakterarnir. Það eru nokkrir sem eru skemmtilegir eða eftirminnilegir en þeir eru allir einfaldir, meira að segja aðalkarakterarnir. Þróun karaktera er heldur ekki mikil. Ég bjóst ekki við miklu þar sem Sōsuke og Ponyo eru 5 ára (eða hafa þroska á við 5 ára krakka) en ég bjóst við meiru. Eina þróun sem ég sá var hjá pabba Ponyo en hún var ekki flókin eða stór. Mér fannst líka myndin stundum vera að flýta sér of mikið að næsta atriði, sérstaklega endirinn. Það var eitthvað sem mér fannst vanta.
Þetta getur verið versta mynd sem ég hef séð frá Miyazaki, en það versta frá honum er nú að minnst kosti frekar gott.
6/10, mjög há sexa
Gake no ue no Ponyo (eða Ponyo on the cliff by the sea) er nýjasta mynd Hayao Miyazaki, og þrátt fyrir að vera með verri myndum sem ég hef séð hjá honum, þá get ég ekki neitað því að ég skemmti mér yfir henni. Hún er ekki nærri því eins alvarleg og síðustu myndir leikstjórans (Spirited Away, Princess Mononoke og Howl's Moving Castle) heldur er hún líkari myndum á borð við My Neighbor Totoro eða Kiki's Delivery Service.
Samkvæmt því sem ég hef heyrt er þetta fyrsta mynd Miyazaki í dágóðan tíma sem ekkert er notast við tölvur. Stíllinn sem myndin hefur er oft mjög sérstakur (eins og sést stundum í bakgrunninum eða credit-listanum í byrjun myndarinnar) en myndin hefur samt mörg drulluflott atriði, mest allt sem tengist sjónum. Hún er ekki eins flott og margar myndir frá honum, en útlitið er aðdáðunarvert miðað við að það sé allt handgert. Ímyndunarafl Ghibli er heldur ekkert að lækka, enda hef ég aldrei séð vatn svipað því sem ég sé í Ponyo.
Söguþráðurinn er léttilega byggður á Litlu Hafmeyjunni og verð ég að játa að mér finnst hún betri en Disney-útgáfan. Ponyo er ekki eins flott samanborið við tíma eða eins mikilvæg teiknimynd og The Little Mermaid, en mér fannst myndin flæða betur, betur skrifuð og hefur miklu viðkunnalegri aðalkarakter (en mér líkaði ekkert sérstaklega vel við Ariel).
Eftir því sem ég veit best er þetta eina myndin frá Miyazaki sem er meira beint að börnum heldur en fullorðnum, sem leiðir til þess að myndin hefur miklu einfaldari og minni söguþráð en margar aðrar myndir frá Ghibli. Alvara myndarinnar er ekki stór (og það segir sitt miðað við að Ponyo skapar ójöfnu í heiminum) en húmorinn er aldrei langt frá. Atriðið með pabba Sōsuke (sem er aðalkarakterinn með Ponyo) til að nefna dæmi.
Ég held að helsti galli myndarinnar séu karakterarnir. Það eru nokkrir sem eru skemmtilegir eða eftirminnilegir en þeir eru allir einfaldir, meira að segja aðalkarakterarnir. Þróun karaktera er heldur ekki mikil. Ég bjóst ekki við miklu þar sem Sōsuke og Ponyo eru 5 ára (eða hafa þroska á við 5 ára krakka) en ég bjóst við meiru. Eina þróun sem ég sá var hjá pabba Ponyo en hún var ekki flókin eða stór. Mér fannst líka myndin stundum vera að flýta sér of mikið að næsta atriði, sérstaklega endirinn. Það var eitthvað sem mér fannst vanta.
Þetta getur verið versta mynd sem ég hef séð frá Miyazaki, en það versta frá honum er nú að minnst kosti frekar gott.
6/10, mjög há sexa
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
G