Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Love Story 1970

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Love means never having to say you're sorry

99 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 68% Critics
Rotten tomatoes einkunn 75% Audience
The Movies database einkunn 84
/100
Tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna. Vann verðlaunin fyrir bestu tónlist.

Harvard laganeminn Oliver Barrett IV og tónlistarneminn Jennifer Cavilleri laðast hvort að öðru, og ljóst að þau elska hvort annað. Þrátt fyrir ólíkan bakgrunn, þá hætta þau tvö öllu fyrir hvort annað. Þegar þau giftast, þá hótar auðugur faðir Oliver að útskúfa honum. Jenny reynir að sætta feðgana, án árangurs. Oliver og Jenny halda áfram að... Lesa meira

Harvard laganeminn Oliver Barrett IV og tónlistarneminn Jennifer Cavilleri laðast hvort að öðru, og ljóst að þau elska hvort annað. Þrátt fyrir ólíkan bakgrunn, þá hætta þau tvö öllu fyrir hvort annað. Þegar þau giftast, þá hótar auðugur faðir Oliver að útskúfa honum. Jenny reynir að sætta feðgana, án árangurs. Oliver og Jenny halda áfram að byggja upp líf sitt. Þau treysta á hvort annað, og þau trúa því að ástin muni laga allt sem aflaga fer. En örlögin grípa í taumana. Fljótlega þá breytist einlæg vináttan í stærstu ástarsögu lífs þeirra. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Hugljúf klassík
Love Story er algjör vasaklútamynd eins og þær eru kallaðar. Hún er frá 8. áratugnum og er aðalmarkhópur hennar klárlega kvenmenn.

Hún segir frá manninum Oliver sem í upphafi myndarinnar segir manni að 25 ára kona sem elskaði hann sé dáinn. Eftir það er rakin dramatísk ástarsaga þeirra Jenny. Þau byrja saman í háskóla og gifta sig ung. Þau eiga í erfiðleikum með sambandið vegna mismunandi bakgruns og almennu drama. Í hádramatískum punkti myndarinnar segir Jenny klassísku setninguna: Love means never having to say you're sorry.

Myndin er ágæt fyrir rómantísk dramamynd. Hún er svolítið ,,outdated" en klárlega áhorfanleg fyrir kvenkynið. Ég mæli með henni fyrir stelpur sem fíla eldri myndir, en strákar þið ættuð bara að slepa þessari.
Hér er ekkert meistarverk á ferð bara hugljúf rómantísk klassík.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn