Rocketman leikstjóri tekur við Sherlock Holmes

Rocketman leikstjórinn Dexter Fletcher hefur skrifað undir samning um að leikstýra næstu Sherlock Holmes kvikmynd, þar sem Robert Downey Jr. leikur titilhlutverkið. Fletcher tekur þar með við keflinu af Guy Ritchie, sem leikstýrði síðustu tveimur myndum, Serlock Holmes frá árinu 2009 og framhaldinu; Sherlock Holmes: A Game of Shadows frá 2011. Báðar myndir gengu mjög […]

Nýtt í bíó: Holmes and Watson

Í dag frumsýnir Sena gamanmyndina Holmes and Watson í Smárabíói, Háskólabíói, Borgarbíói Akureyri og í Laugarásbíói.  Í myndinni snúa þeir aftur gríntvíeykið Will Ferrell og John C.Reilly, en þeir hafa áður leikið saman í myndunum Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby, og Step Brothers. Hér er sögð grínútgáfa af sögunum um einkaspæjarann Sherlock Holmes og aðstoðarmanninn Doctor Watson. […]

Ferrell með enskan framburð í fyrstu stiklu úr Holmes and Watson

Fyrsta stiklan úr gamanmyndinni Holmes and Watson, með grín-tvíeykinu Will Ferrell og John C. Reilly, sem áður hafa ruglað saman reitum í myndum eins og Talladega Nights og Step Brothers, er komin út. Eins og sjá má í stiklunni gera þeir félagar grín að rannsóknarlögreglumanninum Sherlock Holmes og félaga hans Dr. Watson, sem koma fyrir […]

Sherlock Holmes er japönsk kona

Ótal útgáfur eru til af breska rannsóknarlögreglumanninum, sögupersónunni Sherlock Holmes, eftir Arthur Conan Doyle, og mörgum finnst tími kominn til að hressa aðeins upp á persónuna, og feta nýjar slóðir. Er þá nokkuð betra en að láta Holmes vera japanska konu! The Ring leikkonan Yuko Takeuchi leikur Holmes í nýrri sjónvarpsmynd, Miss Sherlock, frá bandarísku […]

Nýr Sherlock Holmes á fyrsta plakati úr Holmes and Watson

Fyrsta plakatið fyrir nýjustu ráðgátu-grínmynd  tvíeykisins Will Ferrell og John C. Reilly,  Holmes and Watson , var birt opinberlega í dag. Þeir Ferrell og Reilly hafa áður gert myndir eins og Talladega Nights og Step Brothers.  Í myndinni fer Ferrell með hlutverk spæjarans Sherlock Holmes og Reilly er aðstoðarmaður hans, Dr. John Watson. Leikstjóri er Get Hard […]

Verður kærasta Sherlock Holmes

Orange is the New Black leikkonan Lauren Lapkus er nýjasta viðbótin við leikhóp gamanmyndarinar Holmes & Watson, með þeim Will Ferrell og John C. Reilly í aðalhlutverkum. Etan Cohen (Get Hard) leikstýrir eftir handriti sem hann vann upp úr sögu Arthur Conan Doyle um rannsóknarlögregluna Sherlock Holmes. Í myndinni koma þeir saman á ný þeir […]

Sherlock Holmes 3 í gang í haust?

Fyrir um mánuði síðan sagði leikarinn Robert Downey Jr. að hann og leikstjórinn Guy Ritchie væru að skoða endurkomu í Sherlock Holmes seríuna mjög fljótlega. Fyrri myndirnnar tvær, Sherlock Holmes og Sherlock Holmes: Game of Shadows, gengu vel og þénuðu um 500 milljónir Bandaríkjadala hvor mynd, en síðan hefur lítið heyrst af mögulegu framhaldi, fyrr […]

Beckham í tveimur myndum Guy Ritchie

Leikstjórinn Guy Ritchie hefur tekið fótboltatöffarann David Beckham undir sinn verndarvæng því kappinn fer með hlutverk í tveimur næstu myndum hans.  Fetar Beckham þar með í fótspor fyrrverandi liðsfélaga síns úr Man. United, Eric Cantona, í leiklistinni. Hinn húðflúraði Beckham leikur eins konar feluhlutverk í The Man From U.N.C.L.E. en landi hans Ritchie gaf honum […]

Framleiðendur Sherlock Holmes vilja vinna með Baltasar

Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur er nú að skoða tilboð frá framleiðendum Sherlock Holmes kvikmyndanna, um að gera stóra mynd, sem hugsanlega yrði byrjunin á myndaflokki í svipuðum stíl og Sherlock Holmes myndirnar. Þetta kemur fram í viðtali við leikarann í Fréttablaðinu í gær. Í blaðinu segir að Baltasar Kormákur geti nú valið úr tilboðum eftir frábært gengi Hollywood-myndarinnar […]

Rannsóknarlögreglu maðurinn og eftirlit

Öll þekkjum við fígúru rannsóknarlögreglumannsins í kvikmyndum og sjónvarpi, það eina sem þarf er rykfrakki og kannski hattur og/eða sögumannsrödd. Þessari grein er ætlað að varpa ljósi á þessa fígúru, hvernig við skynjum hana og af hverju, en einnig að kynna nýja hlið á hvað persónan gæti táknað. Til þess að ná utan um mikilvægi […]

Nýtt myndband úr Sherlock Holmes 2

Sherlock Holmes: A Game of Shadows er væntanleg á milli jóla og nýárs, og virðast Warner Brothers hafa fulla trú á myndinni, því þeir hafa þegar hafist handa við þriðju myndina. En þessi mynd, líkt og hin fyrri, fylgir ævintýrum Holmes (Robert Downey Jr.) og Watson (Jude Law), og í þetta skiptið mæta þeir hinum […]

Sherlock Holmes 2: Ný stikla

Sherlock Holmes: A Game of Shadows er væntanleg yfir hátíðirnar og er markaðsefnið farið að sækja í sig veðrið. Stikla fyrir myndina er komin á netið, og á meðan hún lofar ágætis skemmtun sýnir hún líka full mikið. En sýnishorn eru farin að gera það almennt. En eins og allir vita snýr Robert Downey Jr. […]

Glænýr Sherlock Holmes á leiðinni

Maður lætur sér bregða pínulítið þegar maður heyrir frá því að sjónvarpsstöðin CBS ætlar að hefja framleiðslu á glænýjum sjónvarpsþáttum sem byggðir eru á hinum sígildu Sherlock Holmes-sögu eftir Arthur Conan Doyle. Ekki nóg með það að 2009-myndin frá Guy Ritchie hafi þótt endurræsa fyrirbærið þokkalega (auk þess er framhaldsmyndin, Game of Shadows, rétt handan […]

Guy Ritchie boðið Xerxes

Allt frá því myndin 300 sló rækilega í gegn árið 2006 hafa þeir hjá Warner Bros unnið að framhaldi, en Frank Miller, sem skrifaði myndasöguna samnefndu, lauk nýverið við framhaldið Xerxes sem verður fest á filmu á næstunni. Guy Ritchie, manninum á bak við myndir á borð við Snatch og RocknRolla, hefur verið boðið að […]

Fyrsta skotið úr Sherlock Holmes 2

Nú hefur fyrst myndin úr væntanlegu framhaldi Sherlock Holmes ratað á netið. Í Sherlock Holmes 2 er búist við að Holmes og hans trausti aðstoðarmaður, Dr. Watson, muni þurfa að kljást við hinn dularfulla Dr. Moriarty. Í bókunum um spæjarann Holmes er Dr. Moriarty einmitt erkióvinur hans en eins og einhverjir muna eflaust birtist Moriarty […]

Fry verður Mycroft; víðáttufælinn bróðir Sherlock Holmes

Mynd er að komast á leikaraliðið í Sherlock Holmes 2, framhaldinu af Sherlock Holmes með þeim Robert Downey Jr. og Jude Law í hlutverkum Holmes og Dr. Watsons. Breski stórleikarinn og grínarinn Stephen Fry hefur samþykkt að leika hlutverk Mycroft Holmes í myndinni, bróður Sherlocks. Fyrir tveimur vikum síðan slóst Noomi Rapace, sem sló í […]